Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Sögulegar niðurstöður viðhorfskönnunar fyrir sýslumannsembættin 2024

21. febrúar 2025

Ný viðhorfskönnun, sem framkvæmd var frá nóvember 2024 til janúar 2025, leiðir í ljós að almenningur er sífellt ánægðari með þjónustu sýslumanna og ber mikið traust til embættanna. Könnunin náði til fólks víðs vegar af landinu og varpaði ljósi á ýmsa þætti er varða þjónustu og samskipti við sýslumannsembættin.

Mynd af skjölum

Helstu niðurstöður

  • Aukin ánægja - Hlutfall þeirra sem eru „mjög“ eða „frekar“ ánægðir með þjónustu sýslumanna hækkaði úr 59% árið 2022 í 64% árið 2024. Þetta er mesta ánægja sem mælst hefur frá upphafi sambærilegra kannana.

  • Vaxandi traust - Traust til embættanna tók einnig stökk upp á við, þar sem hlutfall þeirra sem bera „mikið“ traust til sýslumanna jókst úr 66% í 71%.

  • Notkun þjónustu - Verulegur hluti almennings hefur nýtt sér þjónustu sýslumanna á síðastliðnum 12 mánuðum, oftast með rafrænum hætti eða heimsóknum á skrifstofu sýslumanna.

  • Aðgengi að þjónustu – Flestir kjósa að nálgast upplýsingar um þjónustu sýslumanna á vefnum syslumenn.is. Margir nefna að stafræn þróun hafi einfaldað og flýtt afgreiðslu mála.

Ánægja og traust í sögulegu hámarki

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að markvissar umbætur sýslumannsembættanna á undanförnum árum hafa skilað sér vel til almennings. Sérstök áhersla hefur verið lögð á innleiðingu stafrænna lausna, aukið gagnsæi og styttingu biðtíma við afgreiðslu erinda.

Almenningur hefur tekið þessum breytingum vel, og ánægja með stafrænar lausnir hefur aldrei verið meiri. Sýslumenn hvetja alla til að nýta sér þessar lausnir og bjóða jafnframt upp á leiðbeiningar og aðstoð fyrir þá sem þurfa.

„Við erum einstaklega stolt af þessum árangri og höfum einsett okkur að halda áfram á þessari braut. Markmið okkar er að gera þjónustuna skilvirkari, gagnsærri og greiðari fyrir alla,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá sýslumannsembættunum.

Næstu skref

Sýslumannsembættin ætla að nýta niðurstöðurnar til áframhaldandi þróunar og umbóta. Meðal áherslna verður að efla sjálfsafgreiðsluleiðir á vef sýslumanna, þjónustu í netspjalli upplýsingar um stöðu mála hjá sýslumönnum á Mínum síðum, ásamt öðrum þjónustulausnum sem finna má á Sýslumenn.is en ásamt því er unnið er að því að koma í notkun rafrænni auðkenningu sem gerir almenningi kleift að sækja þjónustu með einfaldari, hraðari og öruggari hætti án þess að mæta á staðinn.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15