Hægt að skila inn erfðafjárskýrslu rafrænt
23. desember 2024
Nú er hægt að skila inn rafrænni erfðafjárskýrslu við lok skipta á dánarbúi ef málsaðilar eru með rafræn skilríki.
Mikilvægt er að fylla rafrænu erfðafjárskýrsluna rétt út og að með henni fylgi þau gögn sem nauðsynleg eru til afgreiðslu málsins.
Áfram verður hægt að skila inn erfðafjárskýrslu á pappír á starfsstöðvar sýslumanna. Ef einn eða fleiri málsaðilar eru ekki með rafræn skilríki verður að skila erfðafjárskýrslunni á pappír.