Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Hvað stofnun býðst auk vefsvæðis

Þjónustuvefur

Stofnunum býðst einnig að setja upp sérstakan þjónustuvef þar sem öllum helstu spurningum notenda er svarað á einum stað. Vefsvæðið raðast upp eftir tölfræði og gegnir notandinn því í lykilhlutverki.

Dæmi um þjónustusiður:

Spjallmenni

Spjallmennið Askur svarar notendum allan sólahringinn.

Með þjónustuvef og spjallmenni getur stofnun fækkað fyrirspurnum sem berast til þjónustuvers verulega.

  • einfaldar fólki leiðina að þeim upplýsingum sem leitað er að. Vefsvæðið raðast upp eftir algengustu spurningum notenda og notandinn því í lykilhlutverki.

  • Spjallmennið Askur hefur verið virkjaður á Ísland.is og leysir nú þegar hátt hlutfall algengra fyrirspurna þrátt fyrir að vera enn í þróun.

Efnisstefna

Tilgangur efnisstefnunnar er að tryggja að allir sem koma að efnisvinnu fyrir Ísland.is vinni í takt til að hámarka gæði efnis og leiðakerfis fyrir notendur vefsins. Slíkt mun einfalda líf bæði notenda og starfsfólks stofnana sem sér um að veita þjónustuna.

Góður upplýsingavefur þarf að uppfylla þrjú skilyrði fyrir notendur:

  • Upplýsingarnar þurfa að vera á vefnum

  • Fólk þarf að finna þær

  • Fólk þarf að skilja þær

Efnisstefna Ísland.is – Beint að efninu

Hönnunarkerfi

Hönnunarkerfi Ísland.is auðveldar okkur að setja nýja þjónustu í loftið á stuttum tíma auk þess að einfalda rekstur og viðhald stafrænnar þjónustu hins opinbera til muna.
Kerfið er opið öllum sem vilja skoða.

Hönnunarkerfið

Einingasafn Ísland.is