Umboðskerfi
Hlutverk Stafræns Íslands
Stafrænt Ísland rekur og viðheldur innskráningarþjónustu og umboðskerfi með 24/7 vöktun framkvæmdum af rekstaraðilum okkar. Stafrænt Ísland veitir einnig tæknilega aðstoð til stofnana við innleiðingu á innskráningar- og umboðskerfi.
Umboðskerfið sækir heimildir á rafrænan og öruggan hátt til:
Þjóðskrár fyrir forsjártengsl. Þjóðskrá ber ábyrgð á því að skráning forsjártengsla sé rétt.
Skattsins fyrir prókúrutengsl. Skatturinn ber ábyrgð á því að skráning prókúrutengsla sé rétt.
Stafræns Íslands fyrir umboð sem einstaklingur gefur öðrum. Stafrænt Ísland heldur utan um umboð sem einstaklingar veita öðrum.
Sýslumanna fyrir persónulega talsmenn fólks með fötlun. Sýslumenn bera ábyrgð á því að skráning persónulegra talsmanna sé rétt.