Þjónusta
Þjónustuframboð Stafræns Íslands stendur stofnunum og opinberum aðilum til boða. Samstarf sem miðar að því að veita notendamiðaða stafræna þjónustu til einstaklinga og fyrirtækja.
Stafrænt pósthólf
Einstaklingar og lögaðilar eiga sitt stafræna pósthólf. Þar eru birtar sértækar, persónulegar upplýsingar og skilaboð frá hinu opinbera til einstaklinga og fyrirtækja.
Innskráning fyrir alla
Innskráningarþjónusta Ísland.is býður örugga innskráningu á vefkerfi opinberra aðila.
Umboðskerfi
Með umboðskerfi Stafræns Íslands geta einstaklingar skráð sig inn fyrir hönd fyrirtækja, barna og þeirra einstaklinga sem hafa gefið þeim umboð.
Mínar síður
Markmið með Mínum síðum Ísland.is er að það verði til einn staður fyrir einstaklinga og lögaðila til að nálgast gögn og sækja sér þjónustu þvert á ríkið.
Stafræn skírteini
Stafræn skírteini gera notendum kleift að færa sönnur á réttindi með farsímanum á hentugan og öruggan hátt þó plastskírteini gleymist eða týnist.
Straumurinn (X-Road)
Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á öruggan hátt sem gerir stofnunum kleift að veita stafræna þjónustu.
Umsóknarkerfi
Umsóknarkerfi Ísland.is er öflugt verkfæri til þess að færa umsóknir til hins opinbera í notendavænt stafrænt viðmót.
Vefir stofnana
Vefir stofnana eru undirvefir Ísland.is. Þeir eru sérsniðnir að þörfum notenda og hafa það markmið að veita upplýsingar um þjónustuframboð stofnunar.
Ísland.is app
Ísland.is appið gefur notendum opinberrar þjónustu greiðan aðgang að mikilvægum gögnum og þjónustu beint úr farsímanum þegar þeim hentar.
Ísland.is
Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi
Stjórnborð
Stjórnborð Ísland.is er vefsvæði fyrir stofnanir sem heldur utan um notendastýringu og sjálfafgreiðslukerfi sem Stafrænt Ísland hefur þróað fyrir kjarnaþjónustur Ísland.is.
Tilkynningar
Tilkynningar er mikilvægt tól fyrir stofnanir til að koma áríðandi skilaboðum til notenda sinna.