Fara beint í efnið

Umsóknarkerfi

Umsóknarkerfi Ísland.is er öflugt verkfæri til þess að færa umsóknir til hins opinbera í notendavænt stafrænt viðmót.

Efnisyfirlit

Umsóknarkerfi Ísland.is er hannað til þess að ná utan um allar helstu tegundir opinberra umsókna og samræma þannig upplifun notenda þvert á stofnanir. Umsóknarkerfi Ísland.is styður vel við sjálfsafgreiðslu umsókna en gerir notendum jafnframt kleift að fylgjast með framgangi sinna umsókna á einum stað, hvar og hvenær sem er á Mínum síðum á Ísland.is

Umsóknarkerfi Ísland.is - myndband

Ávinningur fyrir stofnun

Kerfið hentar fyrir allar þær stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti.

Um leið er verið að samnýta fjárfestingu í tæknilegum innviðum, hönnun og aðgengi til hagræðis fyrir allar stofnanir og sveitarfélög.

Ávinningur stofnana felst í:

  • einfaldari þjónustuferlum

  • betur upplýstum notendum

  • meiri sjálfvirknivæðingu

  • rýmri tíma starfsfólks til að sinna flóknari þjónustu

Ábyrgð og eignarhald á þjónustu sem færð er yfir í umsóknarkerfið er áfram hjá stofnuninni. Við innleiðinguna eru sett upp samskipti milli innra kerfis stofnunarinnar og viðmótsins á Ísland.is.

Dæmi um umsóknir

Umsóknarkerfi Ísland.is er hannað til þess að ná utan um allar tegundir opinberra umsókna og þjónustu. Dæmi um mismunandi flokka sem umsóknarkerfið getur sinnt:

Umsóknarkerfi Ísland.is hentar fyrir allar þær stofnanir og sveitarfélög sem veita þjónustu til almennings og vilja auka sjálfsafgreiðslu einstaklinga og fyrirtækja í notendavænu og aðgengilegu viðmóti. 

Með þessu móti er verið að samnýta fjárfestingu í tæknilegum innviðum, hönnun og aðgengi til hagræðis fyrir allar stofnanir og sveitarfélög. 

Ávinningur stofnana felst í

  • einfaldari stafrænum þjónustuferlum

  • betur upplýstum notendum gegnum Ísland.is

  • meiri sjálfvirknivæðingu í þjónustu

  • rýmri tíma til að sinna flóknari þjónustu

Ábyrgð og eignarhald á þjónustu sem færð er yfir í umsóknarkerfi Ísland.is er áfram hjá stofnuninni. Umsóknarkerfi Ísland.is verður framendi fyrir notendur við að sækja sér þjónustuna og tengist svo málakerfi stofnunarinnar þar sem gögnin og vinnsla erindisins eiga sér stað.

Hvað þarf stofnun að gera?

Stofnun hefur stafræna vegferð sína með því að sækja um samstarf. Stafrænt Ísland móttekur umsóknina og leggur mat á hvort að stofnun geti með einföldum hætti sett upp og innleitt starfræna umsókn. Í þeim tilfellum sitja fulltrúar stofnunar stutt námskeið í greiningu og smíði umsókna, fá aðgang að verkfærinu og handleiðslu við framleiðslu fyrstu umsóknanna.

Ef vörustjóri (Ísland.is) metur það sem svo að mynda þurfi teymi við uppsetningu umsóknarinnar er boðað til greiningarfundar og í kjölfarið unnið eftir hugbúnaðarferlum Stafræns Íslands við framleiðslu umsóknarinnar.

Stafrænt Ísland leggur áherslu á heildstæða nálgun á alla greiningarvinnu. Til að færa umsókn inn í umsóknarkerfi Ísland.is er þjónustan skoðuð, tilgangur ferlisins, aðgengi að gögnum og hvort einfalda megi og útskýra flæðið fyrir notandanum.

Ferlið skref fyrir skref

  1. Stofnun framkvæmir frumgreiningu á hvaða umsóknarferli hafa mest vægi fyrir stofnunina og notendur.

  2. Stofnun undirbýr verkefnatillögu (vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi getur verið þar innan handar) og sendir inn í gegnum samstarfsumsókn.

  3. Stafrænt Ísland tekur verkefnið til umfjöllunar.

  4. Ef verkefnið er samþykkt er myndaður verkefnahópur með fulltrúa og teymi frá Stafrænu Íslandi ásamt eiganda ferlis og sérfræðingum hjá stofnuninni.

  5. Ferlið er þá tekið inn í hönnunarsprett þar sem ferlið er krufið, gagnavinnslan kortlögð og frumgerð (e. prototype) kynnt fyrir hópnum.

  6. Umsóknin er síðan sett upp í umsóknarkerfinu og gefin út á Ísland.is.

  7. Kynningar- og markaðsefni undirbúið og opnað fyrir umsóknir.

Hlutverk Stafræns Íslands

Hlutverkið er að veita sérfræðiþekkingu í þjónustuhönnun, aðgengismálum, hugbúnaðarþróun og rekstri tækniumhverfis til að aðstoða stofnanir við að einfalda stafræna vegferð og færa inn á Ísland.is.

Tæknilegar upplýsingar

Tæknilegar upplýsingar má finna í handbók um umsóknarkerfið.

Skilmálar

lesa þjónustuskilmála umsóknarkerfis Stafræns Íslands.

Stafræna spjallið: Umsóknarkerfi Ísland.is