Stjórnborð
Hvað þarf stofnun að gera?
Stofnun sækir um kjarnavöru, sem dæmi Innskráningarþjónustu Ísland.is og fær í kjölfarið aðgang að stjórnborði þeirrar kjarnavöru. Athugið að enn er unnið að því að þróa sjálfsafgreiðsluvef fyrir allar kjarnaþjónustur Stafræns Íslands.
Hvert er hlutverk Stafræns Íslands?
Tekur á móti umsóknum um kjarnaþjónustur frá stofnunum og gefur stofnun aðgang að sjálfsafgreiðslukerfi.
Sér um hönnun, þróun og daglegan rekstur stjórnborðs og sjálfsafgreiðslukerfa.
Aðstoðar prókúruhafa að gefa starfsfólki aðgang að sjálfsafgreiðslukerfum ef þarf