Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Aðgangur að stjórnborði

Þegar stofnun sækir um aðgang að kjarnavöru sem hefur stjórnborð sem dæmi Innskráningarþjónustu Ísland.is mun prókúruhafi stofnunar fá aðgang að því kerfi. Prókúruhafinn skráir sig inn með sínum eigin rafrænum skilríkjum og velur síðan fyrir hönd hvaða stofnunar hann ætlar að skrá sig inn sem. Í stjórnborðinu fær hann yfirlit yfir öll þau kerfi sem stofnun hefur aðgang að. Prókúruhafar stofnanna hafa aðgang að aðgangsstýringu og geta þannig gefið starfsmönnum sínum aðgang að ákveðnum kerfum. Starfsmenn geta haft aðgangstýringarréttindi og þannig gefið öðrum starfsmönnum aðgang að kerfum sem þeir hafa sjálfir aðgang að.

stjornkerfi-adgangsstyring

Leiðbeiningar fyrir aðgangsstjóra

Þegar prókúruhafi hefur gefið starfsmanni aðgangsstýringarréttindi mun sá starfsmaður geta gefið öðrum aðgang að þeim sjálfsafgreiðslukerfum sem hann sjálfur hefur aðgang að.

 Að gefa öðrum aðgangsréttindi að sjálfsafgreiðslukerfi

  1. Starfsmaður skráir sig inn með sínum eigin rafrænum skilríkum. Þá birtist listi yfir þær stofnanir sem starfsmaðurinn hefur aðgang að.

  2. Starfsmaður velur stofnunina sem hann ætlar að skrá sig inn sem. Þá birtist honum stjórnborðið og öll þau kerfi sem hann hefur aðgang að.

  3. Næst er Aðgangsstýring valin en þá opnast aðgangsstýringarkerfið.

  4. Þar er ýtt á Nýtt umboð sem opnar aðgangsstýringarflæði þar sem notandi, kerfi og réttindi eru skráð.