Mínar síður Ísland.is er miðlæg þjónustugátt þar sem stofnanir geta nýtt til þess að koma gögnum og þjónustu til einstaklinga og lögaðila á einfaldan hátt.
Allir einstaklingar og lögaðilar með íslenska kennitölu sem hafa sótt sér rafræn skilríki.
Allir einstaklingar og lögaðilar með íslenska kennitölu komast sjálfkrafa inn á Mínar síður í gegnum Ísland.is. Ekki er þörf á að sækja um aðgang sérstaklega.
Á Mínum síðum geta einstaklingar og lögaðilar nálgast gögn frá ríkinu á einum stað á öruggan hátt.
Ekki ennþá en Mínar síður vaxa jafnt og þétt í tímans rás, eftir því sem fleiri stofnanir koma að borðinu.
Til að skoða Mínar síður þurfa einstaklingar og lögaðilar að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig er tryggt að viðkomandi sjái einungis sín gögn.
Þú færð rafræn skilríki um allt land hjá farsímafélögum, bönkum og hjá Auðkenni.