Innskráning fyrir alla
Hlutverk Stafrænt Ísland
Stafrænt Ísland rekur og viðheldur innskráningarþjónustu og umboðskerfi með 24/7 vöktun sem er framkvæmd af rekstraraðilum okkar. Stafrænt Ísland veitir einnig tæknilega aðstoð til stofnana við innleiðingu á innskráningarþjónustunni.
Tæknilegar upplýsingar
Innviðir innskráningarþjónustu Stafræns Íslands eru hýstir hjá AWS. Skalanleiki er tryggður með því að nýta þá tækni sem umhverfið býður uppá til að skala þegar álag er mikið.
Öryggi er m.a. tryggt með dulkóðuðum gagnasamskiptum og grunnum og allur gagnaflutningur fyrir innskráningarþjónustuna fer í gegnum Strauminn (X-road).
Kerfið er vaktað allan sólarhringinn en Stafrænt Ísland leggur mikla áherslu á skráningu og vöktun í allri þróun og rekstri.
Kerfið er reglulega skannað fyrir veikleikum og hefur verið tekið út af þriðja aðila sem sérhæfir sig í öryggisúttektum.
Kerfið fylgir nútíma tæknihögun.
Nánari tæknilegar upplýsingar má finna á þróunarvef Stafræns Íslands.