Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Hvað felst í því að vera áhrifavaldur?

Viltu vera áhrifavaldur á stafræna þjónustu hins opinbera og taka þátt í að prófa tæknilausnir Stafræns Íslands áður en þær eru gefnar út?

Leiðarljós Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar er upplifun notenda lykilatriði. Þess vegna leitar Stafrænt Ísland áhrifavalda sem eru viljugir að rýna nýjar stafrænar lausnir og þjónustu.

Með því að gerast áhrifavaldur færð þú tækifæri til að hafa áhrif á þróun stafrænnar þjónustu hins opinbera.

Hvað er verið að prófa?

Öll stafræn þjónusta hins sem Stafrænt Ísland er að þróa í samstarfi við opinbera aðila.

  • Áhrifavaldar eru raunverulega að sækja þá opinberu þjónustu sem óskað er eftir rýni á en ekki í prufuumhverfi nema annað sé tekið fram.

  • Stafræna þjónustuferla eins og umókn um hvers kyns opinbera þjónustu.

  • Nýjungar á Ísland.is eða í Ísland.is appi.

  • Upplýsingar sem ættu að birtast í Ísland.is appi og/eða á Mínum síðum Ísland.is.

  • Ný virkni á Ísland.is eða nýjar stofnanasíður

  • Hvort upplýsingagjöf sé nægjanleg eða ábótavant

  • Ýmislegt tilfallandi

Athugið að ekki á alltaf öll þjónusta alltaf við alla en engu að síður væri allur hópur áhrifavalda alltaf látinn vita. Dæmi um slíkt er stafræn umsókn um fæðingarorlof sem er aðeins aðgengileg verðandi foreldrum og afsláttarkjör í Loftbrú er aðeins aðgengilegur fólki sem býr á ákveðnum svæðum.