Stafrænt Ísland
Efnisyfirlit
Teymi og aðferðafræði
Teymi og aðferðafræði
Verkefnastofa um stafrænt Ísland var sett á laggirnar í upphafi árs 2018.
Stafrænt Ísland vinnur að því að aðstoða opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu við almenning með því að gera þjónustuna skýrari, einfaldari og hraðvirkari. Starfsmenn verkefnastofunnar eru með fjölbreyttan bakgrunn og vinna að margvíslegum verkefnum.
Stafrænt Ísland í samstarfi við Ríkiskaup stóð fyrir útboði varðandi hugbúnaðarþróun byggða á Agile hugmyndafræðinni í janúar 2021. Útboðið var sambærilegt því útboði sem gert var í upphafi árs 2020.
Leitað var eftir samstarfsaðilum til að taka þátt í að leiða stafræna vegferð hins opinbera. Í kjölfar þess var gerður samstarfssamningur við 20 hugbúnaðarteymi. Þau teymi koma að þróun á Ísland.is. Þessi 20 teymi sem tilheyra rammasamningi Stafræns Íslands frá 14 fyrirtækjum sem telja hátt í 100 manns þegar allir eru virkjaðir.
Við sníðum stafrænar þjónustur eftir notendamiðaðri þjónustuhönnun. Við styðjumst við Agile-aðferðafræði og notendamiðaða nálgun við þróun þjónustu. Öll þjónusta er svo hönnuð samkvæmt viðurkenndu hönnunarkerfi Stafræns Íslands, sem skapar samræmi í notkun og upplifun þvert á allar stofnanir.
Stýring hugbúnaðarverkefna


Fyrstu samskipti: fyrstu samskipti við Stafrænt Ísland, væntingar, hlutverk og verkaskipting
Greining & Hönnun: greina vel vandamál og þarfir notanda áður. Tæknilegur undirbúningur
Seinna samþykki fer í gang
Þróun: forritun fer fram. Lausnin prófuð og tilbúin til innleiðingar
Innleiðing: Kynning og þjálfun. Bæði ytri og innri kynning á nýrri lausn. Aðstoð við notendur
Lausnin í loftið
Rekstur: Geta brugðist við vandamálum. Ákveða næstu skref
MLP (minimum loveable product)
MVP gerir lausninni kleift að komast sem fyrst til notenda
Er minnsta mögulega eining sem getur leyst vandamál notandans
Minna er verið að giska á hvað notandinn þarf, frekar prófa og breyta og bæta við
MVP mun ekki leysa öll vandamál fyrir alla, byrja smátt og bæta við
Stafrænt Ísland vinnur í sjö vikna lotum sem innihalda þrjár tveggja vikna spretti. Í lok hvers tveggja vikna spretts er útgáfa en þar stýrir útgáfustjóri útgáfu á uppfærslum og nýjum þjónustum stofnana og teyma eins og hljómsveitastjóri.
Sjöunda vikan í lotunni er svokölluð millivika sem er hugsuð til þess að teymi gefi sér tíma í að fara yfir hvað gekk vel, hvað illa, hvað þarf að bæta og breyta áður en haldið er inn í næstu lotu.
Gott samstarf - Sterk teymi


Verkefnastjóri: hefur heildaryfirsýn, getur verið frá birgja, stofnun eða Stafrænu Íslandi
Verkefnateymi: Starfsmenn stofnunar og birgja/útboðsteymis
Bakhjarl: Er yfirmaður hjá stofnun og getur liðkað fyrir stærri hindrunum
Vörustjóri Stafræns Íslands: Er sérfræðingur í umhverfi og vörum Stafræns Íslands

