Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
21. febrúar 2018
Nokkuð hefur dregið úr aðsendum sýnum til veirufræðideildar vegna greininga á öndunarfærasýkingum í viku 7. Inflúensa B er ennþá mest áberandi.
17. febrúar 2018
Auglýst er eftir yfirlækni í hlutastarf á sviði eftirlits hjá Embætti landlæknis.
16. febrúar 2018
Náum áttum, forvarnahópur um velferð barna og ungmenna heldur morgunverðarfund á Grand hóteli miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.15 – 10.00.
15. febrúar 2018
Aukning var á fjölda einstaklinga sem greindust með staðfesta inflúensu í sjöttu viku ársins borið saman við vikuna á undan, töluverð aukning varð á fjölda inflúensu B greininga.
12. febrúar 2018
Á stofnfundi Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem var haldinn nýlega flutti Birgir Jakobsson, landlæknir ávarp þar sem hann meðal annars undirstrikaði mikilvægi þess að sjúklingar væru virkir þátttakendur í eigin heilbrigðisþjónustu.
8. febrúar 2018
Svipaður fjöldi greindist með staðfesta inflúensu í fimmtu viku ársins borið saman við vikuna á undan.
7. febrúar 2018
Nýtt verklag var um áramótin tekið upp hjá mæðravernd heilsugæslunnar við Rhesusvarnir, en þá var fyrirbyggjandi gjöf Rhesus mótefnis á meðgöngu innleidd hjá Rhesus D neikvæðum konum sem ganga með Rhesus D jákvæð börn.
5. febrúar 2018
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Suður-Kóreu dagana 9.–25. febrúar 2018. Ólympíuleikar fatlaðra verð haldnir þar í kjölfarið dagana 9.–18. mars 2018.
1. febrúar 2018
Talnabrunnur, fréttabréf landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, er kominn út á vef Embættis landlæknis.
Í síðustu viku (4. viku) greindist 41 einstaklingur með inflúensu sem er aukning borið saman við vikuna á undan. Mesta aukningin var af inflúensu B, en hún var staðfest hjá 29 einstaklingum.