Vetrarólympíuleikarnir í Suður-Kóreu 2018
5. febrúar 2018
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Suður-Kóreu dagana 9.–25. febrúar 2018. Ólympíuleikar fatlaðra verð haldnir þar í kjölfarið dagana 9.–18. mars 2018.
Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Suður-Kóreu dagana 9.–25. febrúar 2018. Ólympíuleikar fatlaðra verða haldnir þar í kjölfarið dagana 9.–18. mars 2018.
Gert er ráð fyrir að yfir milljón aðgöngumiðar verði seldir, af þeim 320.000 til erlendra gesta. Ólympíuþorpið PyeongChang mun hýsa allt að 3.894 íþróttamenn og starfsmenn þeirra meðan leikarnir fara fram en annað þorp í Guangneung mun hýsa 2.900 manns.
Vetrinum í Suður-Kóreu svipar til annara svæða í heiminum þar sem vetur ríkir hvað áhættu á smitsjúkdómum hrærir. Búast má við aukinni hættu á sýkingum í öndunarfærum og meltingarvegi, einkum innandyra þar sem margir, frá ólíkum heimshornum, safnast saman.
Á þessum árstíma eru moskítóflugur og mítlar ekki á kreiki. Er því ekki búist við sjúkdómum af völdum þeirra meðan á Ólympíuleikunum stendur. Almennt séð eykst áhættan á vatns- og fæðubornum sjúkdómum þar sem mikill mannfjöldi safnast saman.
Mælt er með að ferðalangar sem hyggja á ferð til Suður-Kóreu vegna leikanna ráðfæri sig við heilbrigðisstarfsfólk hvað varðar bólusetningar og að hugað sé að almennu hreinlæti svo sem handþvotti og aðgát við neyslu matar og drykkjar.
Sóttvarnalæknir