Um embætti landlæknis
Hlutverk
Stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Gildi
Ábyrgð – Virðing – Traust
Framtíðarsýn
Góð heilsa og vellíðan landsmanna byggð á heilsueflingu, forvörnum og aðgengilegri og öruggri heilbrigðisþjónustu sem styðst við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.
Nánar um hlutverk embættisins
Meginhlutverk landlæknis samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 eru þessi:
Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu um málefni á verksviði embættisins
Að annast forvarna- og heilsueflingarverkefni.
Að efla lýðheilsustarf í samvinnu við aðra sem að þeim málum starfa og styðja við menntun á sviði lýðheilsu.
Að vinna að gæðaþróun.
Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólki.
Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum, fylgjast með og stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun landsmanna.
Að hafa eftirlit með starfsemi lífsýnasafna og safna heilbrigðisupplýsinga í samræmi við lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga.
Að veita starfsleyfi til löggiltra heilbrigðisstétta.
Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur á hverjum tíma og styðja við menntun á sviði lýðheilsu.
Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu.
Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög.
Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
Að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins.
Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu
Að meta reglulega árangur af lýðheilsustarfi og bera hann saman við sett markmið
Að sinna öðrum verkefnum, samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.
Meginhlutverk sóttvarnalæknis samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 er verksvið sóttvarnalæknis aðallega:
Að skipuleggja og samræma sóttvarnir og ónæmisaðgerðir um land allt, m.a. með útgáfu leiðbeininga um viðbrögð við farsóttum
Að bera ábyrgð á framkvæmd opinberra sóttvarnaráðstafana
Að halda smitsjúkdómaskrá til að fylgjast með útbreiðslu smitsjúkdóma með öflun nákvæmra upplýsinga um greiningu þeirra frá rannsóknastofum, sjúkrahúsum og læknum. Smitsjúkdómaskrá inniheldur upplýsingar um sjúkdóma og sjúkdómsvalda af völdum smitsjúkdóma, eiturefna og geislavirkra efna, óvænta atburði, ónæmisaðgerðir og sýklalyfjanotkun.
Að koma upplýsingum um útbreiðslu smitsjúkdóma, innan lands sem utan, með reglubundnum hætti og eftir þörfum til lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna.
Að vera læknum og öðrum, sem við sóttvarnir fást, til ráðgjafar.
Að hafa umsjón með forvörnum gegn smitsjúkdómum, m.a. upplýsingum og fræðslu til almennings um þessi efni.
Gefa út fagleg fyrirmæli og leiðbeiningar
Halda skrá yfir rekstraraðila heilbrigðisþjónustu
Skipuleggja og halda skrár á landsvísu um heilsufar, dánarmein, sjúkdóma, slys, lyfjaávísanir, fæðingar og starfsemi og árangur heilbrigðisþjónustu
Gefa út heilbrigðisskýrslur, senda ráðherra árlega samantekt um óvænt atvik, niðurstöður rannsókna og afdrif mála
Meta gæði og árangur heilbrigðisþjónustu og birta niðurstöður í heilbrigðisskýrslum.
Þá er víðtækt alþjóðlegt samstarf á meðal verkefna embættisins.
Fleiri lagaákvæði um hlutverk embættisins er að finna í sóttvarnalögum nr. 19/1997 og í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Einnig er fjallað um ýmis hlutverk og skyldur embættisins í reglugerðum, sjá nánar undir Lög og reglugerðir á þessum vef.