Sjúk ást – morgunverðarfundur Náum áttum
16. febrúar 2018
Náum áttum, forvarnahópur um velferð barna og ungmenna heldur morgunverðarfund á Grand hóteli miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.15 – 10.00.
Náum áttum, forvarnahópur um velferð barna og ungmenna heldur morgunverðarfund á Grand hóteli miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 8.15 – 10.00.
Yfirskrift fundarins er „Sjúk ást", þar sem m.a. verður fjallað um kynfræðslu, unglingasambönd og ofbeldi í unglingasamböndum.
Skráning er á heimasíðunni www.naumattum.is og í þátttökugjaldinu, 2200 krónum, er morgunverður innifalinn.
Náum áttum hópinn mynda fulltrúar nokkurra stofnana og félagasamtaka sem vinna að forvörnum, velferð, vernd og mannréttindum barna. Þeir eru; Embætti landlæknis, Félag fagfólks í frítímaþjónustu FFF, Barnaverndarstofa, FRÆ Fræðsla og forvarnir, Reykjavíkurborg, Vímulaus æska / Foreldrahús, IOGT á Íslandi, Heimili og skóli, Þjóðkirkjan, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Umboðsmaður barna.