Vorviður
Verkefnið snýst um a styðja við felagasamtök sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsmála með því að rækta skóg. Það er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og á að stuðla að bættri landnýtingu í þágu loftslags.
Félög sem nota land sem þegar er á skipulögðu skógræktarlandi munu njóta forgangs.
Í ár verður styrkur veittur í formi skógarplantna (bakkaplantna) af helstu tegundunum:
ilmbjörk,
stafafuru,
sitkagreni,
rússalerki, og
alaskaösp
Stuðningurinn felst í úthlutun plantna eingöngu. Félög sækja um styrkinn til Lands og skógar sem annast umsýslu þessa verkefnis. Sækja þarf um fyrir hvert ár eins og vinnureglur kveða á um.
Umsóknarfrestur fyrir verkefni árið 2025 er til 13. apríl 2025.
Verkefnisstjórn og hlutverk verkefnisstjóra
Land og skógur skipar sérstakan verkefnisstjóra til að annast verkefnið. Hlutverk verkefnisstjóra er að taka við umsóknum, yfirfara þær, meta og úthluta styrkjum. Hann sér um að fræða styrkþega og veita þeim ráðgjöf, fylgist með framgangi verkefna, tekur við framkvæmdaskýrslum, fylgist með bakkaskilum og gengur úr skugga um að verkið hafi farið fram og að reglum verkefnisins hafi verið fylgt.
Tillögur verkefnisstjóra um úthlutun hvers árs eru samþykktar af Landi og skógi.