Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Farsæld barna

Öll börn eiga mannréttindi sem er mikilvægt að allir þekki

Síminn 1700 er alltaf opinn fyrir öllum, þar svara hjúkrunarfræðingur og getur leiðbeint þér hvaða leið er best fyrir þig að fara með það sem þú glímir við.

Farsæld barna

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tekið gildi. Farsældarlögin eiga að sjá til þess að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Markmið laganna er að brjóta niður múra á milli þjónustukerfa og auðvelda samvinnu í þágu farsældar barns.

Tengiliður farsældar

Það getur verið flókið fyrir börn og foreldra að leita eftir aðstoð við hæfi og vita hvert á að leita eftir henni. Samkvæmt farsældarlögunum hefur nú verið skipaður tengiliður farsældar í öllum þjónustukerfum. Hlutverk tengiliðar er að vera börnum og foreldrum innan handar og aðstoða við að meta og sækja um þjónustu sem þörf er á.

Hægt er að kynna sér farsæld barna nánar hér:

https://www.youtube.com/watch?v=kDfntXYbtlc
https://www.farsaeldbarna.is/

Ef þú óskar eftir samtali við tengilið farsældar á HSU, hvetjum við þig til að hafa samband við þá heilsugæslustöð sem þú ert skráð hjá og biðja um símtal frá tengilið farsældar.