Ef einstaklingur óskar eftir heimahjúkrun eða heimaþjónustu þarf að fylla út umsókn/eyðublað sem finna má í gagnagátt HSU.
Mikið samstarf er við félagsþjónustu og veitendur annarrar stoðþjónustu.
Heimaþjónusta í Árborg
Heimaþjónusta í Árborg er samþætt og er veitt af Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sveitarfélaginu Árborg. Með heimaþjónustu er átt við þjónustu sem er veitt í heimahúsi (heimahjúkrun, félagsleg stuðningsþjónusta, heimaendurhæfing). Umsóknir eru teknar fyrir á sameiginlegum fundum móttöku- og matsteymi heimaþjónustu þar sem fulltrúar heimahjúkrunar HSU, félagslegrar stuðningsþjónustu Árborgar og heimaendurhæfingu taka fyrir umsóknir.
Heimahjúkrun
Beiðni um heimahjúkrun og heimaþjónustu getur komið frá sjúklingi sjálfum, aðstandendum, sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Hjúkrunarfræðingar ásamt fagaðila frá félagsþjónustu aldraðra meta þörf einstaklings fyrir heimahjúkrun. Heimahjúkrun er fyrir þá sem búa heima og þurfa reglulega þjónustu, til dæmis vegna sjúkdóma eða í kjölfar veikinda og slysa. Þjónustan getur falið í sér:
Félagslega stuðningsþjónustu
Markmið þjónustunnar er að veita stuðning við daglegar athafnir. Þjónustan getur verið:
Tímabundin eða til lengri tíma eftir aðstæðum.
Veitt sem dag-, kvöld- eða helgarþjónusta.
Falið í sér stuðning við heimilishald, heimsendingar á mat eða akstursþjónustu.
Sjá nánar á heimasíðu sveitafélagsins Árborgar (Mínar síður) Linkur hér Innskráning | Íbúagátt Árborgar
Dagdvöl
Eldra fólk sem býr heima en þarf reglulega aðstoð getur sótt um dagdvöl. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi.
Heimaspítali
Bráðaþjónusta: Markmiðið er að forða eldra fólki frá innlögn á bráðamóttöku og spítala vegna veikinda sem hægt er að meðhöndla heima.
Líknarþjónusta: Veitt til einstaklinga sem þurfa líknar- eða lífslokameðferð
Heimaspítali veitir þjónustu í Sveitafélaginu Árborg.
Heilsueflandi móttaka fyrir 65 og eldri
Markmið hennar er að styðja við eldra fólk við að efla og viðhalda andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og að finna úrræði til að fólk geti búið sem lengst heima.
Á þinni heilsugæslustöð getur þú pantað tíma í Heilsueflandi móttöku.
Fjarheilbrigðisþjónusta
Upplýsinga- og fjarskiptatækni er nýtt til að veita heilbrigðisþjónustu án þess að sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður séu í sama rými.
Sérfræðiþjónusta
Móttaka öldrunarlæknis og/eða sérfræðings í öldrunarhjúkrun er í boði á heilsugæslunni á Selfossi og bóka má tíma hjá þeim hjá móttökunni.