Fara beint í efnið

Skráning og breyting á heilsugæslu

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Allir eiga að vera skráðir á heilsugæslustöð eða hjá sjálfstætt starfandi heimilislækni.

Ef þú ert ekki nú þegar skráð/ur á heilsugæslustöð verður þú skráð/ur á þá stöð sem er næst lögheimili þínu. Henti sú skráning ekki getur þú breytt henni og valið aðra heilsugæslustöð eða sjálfstætt starfandi heimilislækni.

Á Mínar síður getur þú skoðað og breytt þinni skráningu.

Þjónusta heimilislækna utan dagvinnutíma

  • Læknavaktin Háaleitisbraut 68 er með móttöku og sér um vitjanir frá kl. 17:00 til 23:30 alla virka daga og frá kl. 9:00 (vitjanir frá kl. 8:00) til 23:30 allar helgar og alla rauða daga.

  • Upplýsinga og ráðgjafarþjónusta er í síma 1770 frá kl. 17:00 til 8:00 alla virka daga og allan sólarhringinn um helgar og alla rauða daga.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar