Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 26. des. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. okt. 2021
Sýnir breytingar gerðar 13. okt. 2021 af rg.nr. 1153/2021

742/2021

Reglugerð um tímabundið bann við veiðum með fiskibotnvörpu út af Glettinganesi.

1. gr.

Frá og með 1. júlí 2021 til og með 31. desember 2021 eru allar veiðar með fiskibotnvörpu bannaðar á svæði út af Glettinganesi á svæði sem markast af línu sem dregin er milli eftirfarandi hnita:

  1. 65°45,18´N - 13°47,06´V
  2. 65°45,18´N - 13°28,27´V
  3. 65°40,32´N - 13°17,92´V
  4. 65°34,84´N - 13°08,97´V
  5. 65°30,66´N - 13°07,82´V
  6. 65°30,66´N - 13°22,05´V
  7. 65°32,75´N - 13°22,62´V
  8. 65°36,75´N - 13°29,14´V

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti sakamála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. júní 2021. 

 Kristján Þór Júlíusson
 sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

 Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.