Prentað þann 22. nóv. 2024
641/2021
Reglugerð um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 að því er varðar orkumerkingar rafeindaskjáa og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2010.
1. gr.
Eftirtalin reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 4v í kafla IV í II. viðauka og lið 11v í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2021, frá 19. mars 2021, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2013, frá 11. mars 2019, um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1369 að því er varðar orkumerkingar rafeindaskjáa og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2010.
Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 4v í kafla IV í II. viðauka og á eftir lið 11v í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 348/2021, frá 10. desember 2021, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af IV. kafla II. viðauka og IV. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/340 frá 17. desember 2020 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2019/2013, (ESB) 2019/2014, (ESB) 2019/2015, (ESB) 2019/2016, (ESB) 2019/2017 og (ESB) 2019/2018 að því er varðar kröfur um orkumerkingar rafeindaskjáa, þvottavéla til heimilisnota og þvottavéla með þurrkara til heimilisnota, ljósgjafa, kælitækja, uppþvottavéla til heimilisnota og kælitækja sem eru notuð við beina sölu.
2. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2013 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2021, 12. maí 2021, bls. 138.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2021/340 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10/2021, 16. febrúar 2022, bls. 816.
3. gr.
Eftirtalin reglugerð er felld brott: Reglugerð nr. 385/2013 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1062/2010 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/EB að því er varðar orkumerkingar sjónvarpa.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr. laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. maí 2021.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Erla Sigríður Gestsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.