Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 22. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 30. apríl 2024
Sýnir breytingar gerðar 30. apríl 2024 af rg.nr. 523/2024

605/2021

Reglugerð um skráningarkerfi með losunarheimildir.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja virkni og öryggi skráningarkerfis með losunarheimildir og rétta skráningu losunarheimilda og árlegrar losunarúthlutunar.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi mælir fyrirgildir um almennar kröfur auk krafna sem varða starfrækslu og viðhald skráningarkerfis með losunarheimildir sem stofnaðar eru innan ramma viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. tilskipunlögum 2003nr. 96/87/EB2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Reglugerðin gildir einnig um árlegar losunarúthlutunareiningar skv. reglugerð (ESB) 2018/842, sbr. 6. gr. a og 47. gr. laga um loftslagsmál.

3. gr. Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari er merking orða og orðasambanda sem hér segir:

  1. Aðili: Einstaklingur eða lögaðili.
  2. Árleg losunarúthlutunareining: Skipting á árlegri losunarúthlutun aðildarríkis, sem er ákvörðuð skv. 3. mgr. 4. gr. og 10. gr. reglugerðar (ESB) 2018/842, sem svarar til eins tonns af koldíoxíðsígildi.
  3. Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í III. viðauka laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. eða, ef aðilinn er óþekktur eða ekki tilgreindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins.
  4. Gróðurhúsalofttegundir: Lofttegundir sem tilgreindar eru í 32. gr. laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  5. Koldíoxíðsígildi: Eitt tonn af koldíoxíðsígildi samsvarar einu tonni af koldíoxíði eða því magni gróðurhúsalofttegunda sem hefur sambærilegan hnatthlýnunarmátt.
  6. Landsstjórnandi: Stjórnvald eða annar aðili sem ber ábyrgð fyrir hönd ríkis Evrópska efnahagssvæðisins á umsjón reikninga sem tilheyra viðkomandi ríki í skráningarkerfi með losunarheimildir.
  7. Losunarheimild: Heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Ein losunarheimild jafngildir heimild til losunar á einu tonni af koldíoxíðsígildi.
  8. Lögbært stjórnvald: Stjórnvald sem ber ábyrgð á framkvæmd reglna um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  9. Reikningshafi: Einstaklingur eða lögaðili sem er með reikning í skrá Sambandsins.
  10. Rekstraraðili: Aðili sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og stjórnar starfsstöð eða ber fjárhagslega ábyrgð á tæknilegri virkni starfsstöðvar þar sem fram fer starfsemi sem fellur undir gildissvið lagagildissviðlaga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. I. viðauka laganna.
  11. Skrá Sambandsins: Sameiginlegt skráningarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir þar sem vistaðir eru allir reikningar sem tilheyra ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Einnig nefnt skráningarkerfi með losunarheimildir.
  12. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir: Kerfi sem starfrækt er á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt tilskipun 2003/87/EB, ásamt síðari breytingum, eins og hún hefur verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
  13. Viðskiptareikningur: Reikningur í skrá Sambandsins sem heimilt er að eiga og almennt getur verið í eigu einstaklings eða lögaðila.
  14. Vottuð losunarskýrsla: Skýrsla rekstraraðila eða flugrekanda um losun gróðurhúsalofttegunda á undangengnu almanaksári skv. 21. gr. b 11. gr. laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sem vottuð er af óháðum vottunaraðila í samræmi við ákvæði sömu greinar.

4. gr. Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun er landsstjórnandi íslenska ríkisins vegna skráningarkerfis með losunarheimildir og hefur m.a. umsjón með stofnun og lokun reikninga, aðgangi að reikningum og skráningu upplýsinga um reikningshafa og aðgangshafa hvað varðar reikninga íslenska ríkisins og reikninga í skrá Sambandsins sem eru í eigu aðila sem heyra undir lögsögu Íslands. Umhverfisstofnun skal einnig veita reikningshöfum og aðgangshöfum skráningarkerfisins aðstoð við notkun þess.

Umhverfisstofnun er einnig lögbært stjórnvald vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, sbr. 43. gr. laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og reglugerð um viðskiptakerfi ESBEvrópusambandsins með losunarheimildir.

Stjórnvaldsákvarðanir Umhverfisstofnunar samkvæmt reglugerð þessari eru kæranlegar til ráðherra.

5. gr. Heimild til að eiga reikning í skráningarkerfinu.

Eftirfarandi aðilum, öðrum en þeim sem er það skylt skv. 2214. gr. i. laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, er heimilt að eiga reikning í skráningarkerfinu og eiga losunarheimildir:

  1. uppboðshaldara, uppboðsvettvangi eða milligönguaðila sem getið er í reglugerð um uppboð losunarheimilda skv. VIII19. kaflagr. laga um loftslagsmál,viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
  2. einstaklingum sem þess óska og eiga lögheimili á Íslandi, og
  3. lögaðilum sem þess óska og eru skráðir í fyrirtækjaskrá Skattsins.

Sækja skal um stofnun reiknings til Umhverfisstofnunar.

6. gr. Skilyrði fyrir tilnefningu viðurkenndra fulltrúa.

Þegar um er að ræða reikningshafa að viðskiptareikningum sem heyra undir reglugerð þessa, þ.e. aðra en rekstraraðila og flugrekendur, skal að minnsta kosti einn viðurkenndur fulltrúi reiknings eiga lögheimili á Íslandi, að undanskildum fulltrúum vottunaraðila.

7. gr. Staðfesting vottaðrar losunar.

Árleg gögn um losun gróðurhúsalofttegunda skulu vera vottuð í samræmi við reglugerð um viðskiptakerfi ESBEvrópusambandsins með losunarheimildir og þær EES-gerðir sem innleiddar eru með henni, sbr. 31. gr. hennar. Umhverfisstofnun, sem lögbæru stjórnvaldi, er heimilt að fela vottunaraðila að staðfesta í skráningarkerfinu að losun sem þar er tilgreind sé í samræmi við vottaða losunarskýrslu rekstraraðila eða flugrekanda, sbr. 5. mgr. 31. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1122, sbr. 16. gr. reglugerðar þessarar.

8. gr. Tímafrestur fyrir framkvæmd millifærslna.

Fyrir upphaf hvers almanaksárs, þó eigi síðar en 1. desember getur Umhverfisstofnun ákveðið að almennir frídagar á Íslandi teljist ekki virkir dagar við beitingu reglugerðar þessarar hér á landi.

9. gr. Umframúthlutun.

Ef ljóst verður að rekstraraðili eða flugrekandi hefur fengið úthlutað fleiri losunarheimildum en hann á rétt á skv. lögum um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir skal Umhverfisstofnun færa þann fjölda sem umfram er af reikningi hans í skráningarkerfinu skv. reglugerð þessari. Ef ekki eru nægar losunarheimildir á reikningi viðkomandi er Umhverfisstofnun heimilt að draga þann fjölda heimilda sem upp á vantar af úthlutun næsta árs.

Umhverfisstofnun skal tilkynna rekstraraðila eða flugrekanda um fyrirhugaða ákvörðun skv. 1. mgr. með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara og gefa honum kost á að koma sjónarmiðum sínum á fram-færi áður en ákvörðun er tekin.

10. gr. Samstarf Umhverfisstofnunar við önnur stjórnvöld hvað varðar peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og önnur afbrot í tengslum við skráningarkerfið.

Umhverfisstofnun skal eiga náið samstarf við stjórnvöld og aðra opinbera aðila sem fara með mál er varða svik, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka og aðra alvarlega glæpi til að koma á fullnægjandi og viðeigandi verklagsreglum til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir starfsemi í tengslum við framangreint.

11. gr. Tilkynningarskylda reikningshafa vegna svika eða gruns um svik.

Reikningshafar skulu tilkynna tafarlaust um svik eða grun um svik í tengslum við skráningarkerfið til lögreglu. Skýrsla lögreglu vegna tilkynningarinnar skal send Umhverfisstofnun.

12. gr. Upplýsingaskylda reikningshafa.

Umhverfisstofnun er heimilt að krefja reikningshafa í skráningarkerfinu um allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi skráningarkerfisins.

13. gr. Þagnarskylda starfsmanna.

Um þagnarskyldu starfsfólks Umhverfisstofnunar og annarra stjórnvalda og stofnana sem sinna verkefnum skv. reglugerð þessari fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 með síðari breytingum og 3825. gr. laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Upplýsingar sem birtar eru í viðskiptadagbók framkvæmdastjórnar ESB (EUTL) skv. reglugerð (ESB) 2019/1122, sbr. 16. gr. reglugerðar þessarar, geta aldrei talist trúnaðarupplýsingar.

14. gr. Gjaldtaka.

Um gjaldtöku fyrir þau verkefni sem Umhverfisstofnun innir af hendi í tengslum við reglugerð þessa fer samkvæmt XIIVIII. kafla laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

15. gr. Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um þvingunarúrræði og viðurlög vegna brota samkvæmt reglugerð þessari fer samkvæmt XIIIX. kafla laga um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

16. gr. Innleiðing og gildistaka EES-gerða.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar og fyllingar þeirra EES-gerða sem gilda um skráningarkerfi með losunarheimildir.

Með reglugerð þessari eru eftirfarandi EES-gerðir innleiddar og skulu þær öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1122 frá 12. mars 2019 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2021, frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 8. apríl 2021, 2021/EES/26/37/, bls. 338-397.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1124 frá 13. mars 2019 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 að því er varðar rekstur á skrá Sambandsins samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842, sem vísað er til í tölul. 21anb í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2021, frá 19. mars 2021. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 8. apríl 2021, 2021/EES/26/38, bls. 398-408.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1123 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 389/2013 að því er varðar tæknilega framkvæmd á öðru skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar sem vísað er til í tölul. 21ana í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 157/2021, frá 23. apríl 2021.
  4.  Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1642 frá 14. júní 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 að því er varðar nútímavæðingu reksturs á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 336/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, 2024/EES/11/83, bls. 799-807.

17. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2218. gr. m laga nr. 7096/20122023 um loftslagsmálviðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.

Við gildistöku reglugerðarinnar fellur reglugerð nr. 365/2014 um skráningarkerfi fyrir losunarheimildir úr gildi, ásamt reglugerð nr. 1253/2015, reglugerð nr. 738/2018 og reglugerð nr. 821/2019, sbr. þó ákvæði II til bráðabirgða.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Heimilt er að hafa Kýótó-einingar, eins og þær eru skilgreindar í 12. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 389/2013, á reikningum vegna viðskipta með losunarheimildir í skrá Sambandsins til 1. júlí 2023.

II.

Þrátt fyrir 2. mgr. 17. gr. skal reglugerð nr. 365/2014 gilda áfram til 1. janúar 2026 að því er varðar alla starfsemi sem er nauðsynleg í tengslum við viðskiptatímabilið 2013-2020, annað skuldbindingartímabil Kýótó-bókunarinnar og reglufylgnitímabilið eins og það er skilgreint í 30. mgr. 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 389/2013.

 Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 11. maí 2021. 

 Guðmundur Ingi Guðbrandsson. 

 Sigríður Auður Arnardóttir. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.