Prentað þann 22. nóv. 2024
523/2024
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 605/2021 um skráningarkerfi með losunarheimildir.
1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerð þessi gildir um almennar kröfur auk krafna sem varða starfrækslu og viðhald skráningarkerfis með losunarheimildir sem stofnaðar eru innan ramma viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Reglugerðin gildir einnig um árlegar losunarúthlutunareiningar, sbr. 6. gr. a og 47. gr. laga um loftslagsmál.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "II. viðauka laga um loftslagsmál" í 3. tl. kemur: I. viðauka laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
- Í stað orðanna "3. gr. laga um loftslagsmál" í 4. tl. kemur: 2. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
- Í stað orðanna "laga um loftslagsmál" í 10. tl. kemur: laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
- Í stað orðanna "21. gr. b. laga um loftslagsmál" í 14. tl. kemur: 11. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
3. gr.
Í stað orðanna "4. gr. laga um loftslagsmál og reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir" í 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar kemur: 3. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 5. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "22. gr. i. laga um loftslagsmál" í 1. mgr. kemur: 14. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
- Í stað orðanna "VIII. kafla laga um loftslagsmál" í a-lið 1. mgr. kemur: 19. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
5. gr.
Í stað orðanna "reglugerð um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir" í 7. gr. reglugerðarinnar kemur: reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
6. gr.
Í stað orðanna "lögum um loftslagsmál" í 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur: lögum um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
7. gr.
Í stað orðanna "38. gr. laga um loftslagsmál" í 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 25. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
8. gr.
Í stað orðanna "XII. kafla laga um loftslagsmál" í 14. gr. reglugerðarinnar kemur: VIII. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
9. gr.
Í stað orðanna "XIII. kafla laga um loftslagsmál" í 15. gr. reglugerðarinnar kemur: X. kafla laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
10. gr.
Eftirfarandi stafliður bætist við 16. gr. reglugerðarinnar:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1642 frá 14. júní 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 að því er varðar nútímavæðingu reksturs á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölul. 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 336/2023, frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 11 frá 1. febrúar 2024, 2024/EES/11/83, bls. 799-807.
11. gr.
1. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.
12. gr. Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1642 frá 14. júní 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/1122 að því er varðar nútímavæðingu reksturs á skrá Sambandsins, sem vísað er til í tölulið 21anb í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 336/2023, frá 8. desember 2023.
13. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. apríl 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.