Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 10. júlí 2021

601/2020

Reglugerð um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

1. gr.

Gjaldtaka er heimil innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu eftir því sem kveðið er á um í reglugerð þessari. Virðisaukaskattur er innifalinn í gjaldi samkvæmt 2., 3. og 4. gr.

2. gr.

Gjald fyrir einn sem gistir eina nótt á tjaldstæði á þjónustusvæði A í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1. Almennt gjald kr. 1.500
2. Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum kr. 900
3. Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar kr. 1.300

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir einn sem gistir eina nótt á tjaldstæði á þjónustusvæði B í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1. Almennt gjald kr. 1.250
2. Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum kr. 700
3. Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar kr. 1.000

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir hverja gistieiningu í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl á þjónustusvæðum A og B er 250 kr. á nótt.

Gjald fyrir gistingu í skála A í eina nótt. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1. Almennt gjald kr. 4.500
2. Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum kr. 2.300
3. Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar kr. 3.500

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að skála A er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála B í eina nótt. Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1. Almennt gjald kr. 3.500
2. Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum kr. 1.500
3. Eldri borgarar (67 ára og eldri) og öryrkjar kr. 2.750

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að skála B er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir sumarstæði: Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:

1. 1 mánuður kr. 26.000
2. 1 mánuður með rafmagni kr. 34.000
3. 2 mánuðir kr. 52.000
4. 2 mánuðir með rafmagni kr. 68.000
5. 3 mánuðir kr. 78.000
6. 3 mánuðir með rafmagni kr. 102.000

3. gr.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

1. Sturtugjald, eitt skipti kr. 300
2. Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring kr. 1.000
3. Afnot af þvottavél, eitt skipti kr. 500
4. Afnot af þurrkara, eitt skipti kr. 500
5. Afnot af aðstöðu í skála, einn dagur (án gistingar) kr. 500
6. Útseld vinna sérfræðinga pr. klst. kr. 16.000
7. Útseld vinna landvarða pr. klst. kr. 12.000
8. Útgáfa leyfa, stór verkefni kr. 50.000
9. Útgáfa leyfa, lítil verkefni kr. 25.000
10. Aðgangur að íshellum, pr. mann kr. 1.000
Börn, 13 til 17 ára, í fylgd með fullorðnum kr. 500

Aðgangur barna, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum, að íshellum er gjaldfrjáls.

Sturtugjald er innifalið í tjaldsvæðisgjaldi á þjónustusvæði A, sbr. 2. gr.

4. gr.

Svæðisgjald í Skaftafelli (sólarhringsgjald frá kl. 00.00 - 24.00):

1. Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna og færri kr. 750
2. Flokkur B - Fólksbifreið, 6-9 manna kr. 1.000
3. Flokkur C - Rúta, 10-18 manna kr. 1.800
4. Flokkur D - Rúta, 19-32 manna kr. 3.500
5. Flokkur E - Rúta, 33-64 manna kr. 6.400
6. Flokkur F - Rúta, 65 manna og fleiri kr. 9.000
7. Bifhjól kr. 300

Svæðisgjald er innifalið í tjaldsvæðisgjaldi, sbr. 2. gr.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð, og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 420/2019 um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. júní 2020.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Björgvin Valdimarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.