Prentað þann 21. nóv. 2024
474/2020
Reglugerð um merkingu veiðarfæra og töpuð veiðarfæri.
I. KAFLI Merking veiðarfæra.
1. gr. Skylda til merkinga.
Kyrrstæð veiðarfæri, togveiðarfæri og hringnót í fiskveiðilandhelgi Íslands skulu merkt á greinilegan hátt með skipaskrárnúmeri fiskiskips svo sem segir í reglugerð þessari. Heimilt er í stað þessa að merkja veiðarfæri með IMO-númeri skips, sé því til að dreifa.
Þegar veiðarfæri eru um borð í veiðiskipi, skulu veiðarfærin vera merkt í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.
2. gr. Kyrrstæð veiðarfæri.
Allar niðurstöður skulu, með varanlegri merkingu, vera greinilega merktar. Baujur skulu vera á báðum endum allra lagna og merktar með flaggi sem komið er fyrir efst á baujustönginni. Flögg skulu vera greinileg. Auk þessa skulu allir belgir merktir. Flögg eða belgir skulu vera með endurskini. Merkingar á baujuflöggum og belgjum skulu vera greinilegar og skulu stafir stórir og skýrir.
Þegar veiðarfæri er lagt á botndýpi sem er meira en 400 metrar skal á báðum endabaujum vera staðsetningarmerki (AIS). Um MMSI merki fer samkvæmt reglugerð um skipulag, úthlutun og notkun númera, númeraraða og vistfanga á sviði fjarskipta.
Þegar veiðarfæri er samsett úr fleiri einingum skal við netaveiðar merkja hvern blýtein og flottein og við gildruveiði hverja gildru.
Hverja netatrossu skal merkja þannig að á miðju baujustangar á vestari enda hennar skal komið fyrir netahring (floti), sem hæglega má losa og færa milli bauja. Leggi skip net sín á svæði þar sem togveiðar eru heimilar, er skylt að auðkenna vestari enda netatrossa með hvítu blikkljósi.
Við veiðar á skötusel og grásleppu er skylt að númera netatrossur sem hver bátur á í sjó frá einum til þess fjölda trossa sem hann á í sjó. Númer netatrossu skal skráð skýrum tölustöfum á baujuflagg eða belg á báðum endum trossu.
3. gr. Togveiðarfæri og hringnót.
Togveiðarfæri, það er botnvörpu, flotvörpu og dragnót, skal merkja innan við þrjá metra frá pokaenda (kolllínu).
Hringnætur skal merkja þannig að sett sé merki á korkalínu (báða enda og fyrir miðju) og þrjú merki á blýtein á sama hátt.
II. KAFLI Töpuð veiðarfæri.
4. gr. Töpuð veiðarfæri.
Tapist veiðarfæri skal þegar hefja leit að þeim og skal leitast við að slæða þau upp. Þetta gildir einnig þegar hluti veiðarfæra tapast.
Takist ekki að slæða upp veiðarfæri skal tilkynna það Landhelgisgæslu Íslands og Fiskistofu og skýra frá staðsetningu veiðarfæranna eins nákvæmlega og unnt er. Upplýsa skal um eftirfarandi:
- Skipaskrárnúmer skips,
- tegund veiðarfæris,
- fjölda eða magn tapaðra veiðarfæra,
- tíma þegar veiðarfæri tapast,
- staðsetningu.
Skrá skal þessar upplýsingar jafnframt í afladagbók skips. Það gildir einnig þegar um er að ræða hluta veiðarfæris.
Sá sem finnur merkt en töpuð veiðarfæri getur tilkynnt um fundinn til hlutaðeigandi útgerðar eða Fiskistofu.
5. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um veiðar í atvinnuskyni.
ÍtrekuðBrot brotá gegnákvæðum reglugerðþessarar þessarireglugerðar getavarða varðaðviðurlögum sviptingusamkvæmt veiðileyfislögum skvnr. IV. kafla laga57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar auk þess að varða sektum skv. 23. og 24. gr. sömu laga.
Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2021.
Við gildistöku þessarar reglugerðar falla úr gildi eftirfarandi ákvæði annarra reglugerða:
4.-5. gr. reglugerðar nr. 115/2006, um þorskfisknet,
3. gr. reglugerðar nr. 923/2010, um veiðar á skötusel í net.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.