Fara beint í efnið

Persónuverndarlög og þín réttindi

Á þessari síðu

Þín réttindi

Ef fyrirtæki eða stofnun safnar eða vinnur með persónuupplýsingar þínar hefur þú ýmis réttindi.

Réttur til upplýsingar

Þú átt rétt á að vita hvaða upplýsingar stjórnvöld og aðrar stofnanir geyma um þig. Þetta felur í sér rétt til að:

  • fá upplýsingar um hvernig upplýsingar þínar eru notaðar

  • leiðrétta rangar upplýsingar

  • stöðva eða takmarka vinnslu af þínum upplýsingum

Afrit af upplýsingum

Til þess að fylgjast með hvort og hvernig fyrirtæki eða stofnun safni eða noti þínar persónuupplýsingar getur þú:

  • skoðað skilmála áður en þú gefur aðganga að persónuupplýsingum, til dæmis þegar þú sækir smáforrit í síma eða skrifar undir samning

  • spyrja stofnun og fyrirtæki um söfnun og notkun persónuupplýsinga

Ef fyrirtæki eða stofnun hefur persónuupplýsingar um þig getur þú beðið um aðgang að persónuupplýsingum þínum.

Eyða, flyta og mótmæla notkun persónuupplýsinga

Auk þess átt þú líka rétt á að:

Þú hefur líka réttindi þegar fyrirtæki notar persónuupplýsingar þínar:

  • fyrir sjálfvirka ákvörðunartöku án mannlegrar aðkomu

  • í greiningu, til dæmis til að spá fyrir um hegðun eða áhugamál

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820