Persónuverndarlög og þín réttindi
Almennt
Persónuverndarlög segja til um hvernig samtök, fyrirtæki og stjórnvöld mega vinna með persónuupplýsingar einstaklinga.
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er innleiðing Íslands á Almennri persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, General Data Protection Regulation (GDPR).
Fyrir hvern er persónuvernd?
Persónuupplýsingar eru upplýsingar um fólk - ekki upplýsingar um fyrirtæki eða dýr. Persónuverndarlög vernda persónuupplýsingar einstaklinga.
Þau sem vinna með persónuupplýsingar, eins og fyrirtæki, samtök eða stofnun, verða að fylgja persónuverndarlögum þegar þau safna, varðveita og nota persónuupplýsingar.
Þjónustuaðili
Persónuvernd