Fara beint í efnið

Persónuverndarlög og þín réttindi

Á þessari síðu

Hvenær má vinna með persónuupplýsingar

Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að byggja á heimild í lögum. Tilgangur vinnslunnar segir til um hvaða heimild á við. Engin heimild er rétthærri, mikilvægari eða betri en önnur.

Samþykki

Oft þarf samþykki þitt til að safna og vinna með persónuupplýsingar.

Samþykki þarf að vera:

  • upplýst og ótvírætt

  • hægt að draga til baka hvenær sem er

Ef vinnsla á persónuupplýsingum byggir á samþykki, má aðeins vinna með þær í þeim tilgangi sem samþykkið var fengið.

Samþykki á ekki við

Í sumum tilvikum er samþykki ekki viðeigandi vegna aðstöðumunar:

  • Stjórnvald getur ekki byggt á samþykki

  • Vinnuveitandi getur ekki byggt á samþykki

Stjórnvöld og vinnuveitendur þurfa að byggja á annarri heimild í lögum.

Vinnsla er nauðsynleg

Í sumum tilfellum er vinnsla persónuupplýsinga nauðsynleg. Þá þarf ekki samþykki.

  1. Nauðsynleg vegna samning
    Stundum er nauðsynlegt að vinna úr persónuupplýsingum til þess að ábyrgðaraðili geti staðið við samning. Þetta getur meðal annars átt við í ráðningarsambandi, samningar við tryggingafélög og fleira þar sem uppýsingum um þig er krafist áður en samningur er gerður.

    Samningur milli ábyrgðaraðila og þriðja aðila getur ekki verið grundvöllur vinnslunnar.

  2. Nauðsynleg vegna lagalegrar skyldu
    Ábyrgðaraðili má vinna persónuupplýsingar ef ekki er hægt að sinna lagalegri skyldu án þeirra, eða ef önnur lög eiga við. Til dæmis lög um peningaþvætti eða bókhaldslög.

  3. Nauðsynleg vegna verulegra hagsmuna þinna eða annars einstaklings
    Þetta getur átt við ef einstaklingur getur ekki veitt samþykki. Til dæmis vegna veikinda.

  4. Nauðsynleg vegna almannahagsmuna eða beitingu opinbers valds
    Heimildin beinist fyrst og fremst að vinnslu stjórnvalda á persónuupplýsingum. Þegar yfirvöld vinna með upplýsingar um einstaklinga er það oft á grundvelli þessarar heimildar. Þetta þýðir meðal annars að yfirvöld þurfa almennt ekki samþykki þitt. Þó getur verið að stjórnvald þurfi að afla samþykkis samkvæmt öðrum lögum og reglum.

  5. Nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna, nema hagsmunir þínur eða grundvallarréttindi vegi þyngra
    Þessi heimild er jafnvægisregla. Því þarf að leggja mat á lögmæta hagsmuni bæði ábyrgðaraðila og einstaklingsins. Þessi heimild getur myndað vinnslugrundvöll fjölda persónuupplýsinga sem einkaábyrgðaraðilar annast.

    Stjórnvöld geta almennt ekki byggt sína vinnslu á þessari heimild.

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820