Fara beint í efnið

Eyða persónuupplýsingum

Réttur til að gleymast

Þú átt rétt til að krefjast þess að persónuupplýsingum þínum verði eytt af vefsvæðum, gagnagrunnum eða öðrum kerfum, þegar ákveðin skilyrði eru uppfyllt.

Þetta kallast rétturinn til að gleymast.

Afgreiðslutími

Fyrirtæki eða stofnun verður að bregðast við eins fljótt og hægt er og ekki seinna en 1 mánuði frá beiðnin barst.

Við ákveðnar aðstæður má lengja frestinn um 2 mánuði. Í þessu tilviki verður að upplýsa þig:

  • innan 1 mánaðar frá beiðni þinni

  • um hvers vegna það er seinkun

  • rétt til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar

Skilyrði

Þú getur óskað eftir eyðingu persónuupplýsinga þinna þegar:

  • persónuupplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar fyrir þann tilgang sem þeim var safnað eða unnið

  • þú dregur samþykki þitt til baka og enginn annar lögmætur grundvöllur er fyrir vinnslu upplýsinganna

  • þú mótmælir vinnslu og engin lögmæt ástæða er fyrir áframhaldandi vinnslu

  • vinnsla persónuupplýsinga er ólögmæt, til dæmis ef þeim var safnað án samþykkis

  • persónuupplýsingum þarf að eyða til að uppfylla lagalegar skyldur

  • upplýsingar varða barn sem var undir 16 ára aldri þegar þeim var safnað

Réttur á ekki við

Rétturinn til gleymast á almennt ekki við um vinnslu persónuupplýsinga hjá stjórnvöldum þar sem þau eru bundin að lögum til að varðveita skjöl og aðrar upplýsingar sem þeim berast.

Fyrirtæki og stofnanir mega neita að eyða upplýsingum þegar vinnsla er nauðsynleg til að:

  • nýta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi sitt

  • uppfylla lagalega skyldu til að sinna verkefni sem er unnið í þágu almannahagsmuna

  • tryggja lýðheilsu eða almannahagsmuni

  • tryggja skjalavistun í þágu almannahagsmuna, vegna vísindarannsókna, sagnfræðilegra rannsókna og tölfræðivinnslu

  • setja fram, hafa uppi eða verja réttarkröfur

Upplýsingar um þig afmáðar úr leitarvélum á netinu

Þjónustuaðili

Persónu­vernd

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820