Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Fjársýslunnar hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman leiðarvísi fyrir opinbera aðila við kaup á hugbúnaði, með það að markmiði að einfalda ferlið og draga úr áhættu.

Leiðarvísirinn fjallar um mikilvægi þarfagreiningar, markmiðssetningar og varna gegn birgjalæsingu, ásamt því að útlista tæknilegar og lagalegar kröfur sem ber að hafa í huga við val á mismunandi tegundum hugbúnaðar, þar á meðal staðlaðar, sérlausnir og Power Platform.

Hann veitir einnig innsýn í mótun útboðsgagna, greiðslufyrirkomulags og krafna er varða þróun, prófanir og skil hugbúnaðar.

Byggt er á lærdómi Fjársýslunnar af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    4. Tæknilýsing útboðsgagna

    Í tæknilýsingu þarf að taka fram tæknileg gæði og eiginleika vöru, verks eða þjónustu. Tæknilegar kröfur eru lágmarkskröfur þar sem bjóðendur fá annað hvort „staðið/fallið“ flokkun í útboðum. Það þýðir að þær þurfa allar að vera uppfylltar svo tilboð fyrirtækis komi til greina. 

    Vanda ber tæknilýsinguna eins og kostur er, því breytingar á kröfum eftir að smíði kerfis hefst eru oft mjög kostnaðarsamar.

    Við hönnun og gerð hugbúnaðar er nauðsynlegt að huga að eftirfarandi þáttum til að tryggja t.d. virkni hugbúnaðar, að hann sé notendavænn, viðhaldshæfur og skalanlegur.

    https://island.is/ad-kaupa-inn-fyrir-opinbera-adila/1-greining