Fara beint í efnið

Hugbúnaðarrammi Fjársýslunnar

Þjónustuaðili:

Reynsla Ríkiskaupa hefur sýnt fram á vöntun á heildstæðum leiðbeiningum fyrir opinbera aðila þegar kemur að fjárfestingu í hugbúnaði. 

Því var brugðið á það ráð að setja saman skjal sem á að einfalda og auðvelda ferlið svo það verði skýrara fyrir bæði kaupanda og seljanda. Skjalið ætti að ná yfir flest atriði sem nauðsynlegt er að huga að til varnar misskilning, ágreiningi og óhagkvæmum hugbúnaðarkaupum á vegum hins opinbera. 

Skjalið er byggt á lærdómi Ríkiskaupa af fyrri útboðum, gögnum frá Stafrænu Íslandi og Fjármálaráðuneytinu, gögnum frá Norskum, Breskum og Dönskum systurstofnunum Ríkiskaupa ásamt reynslu höfundar af hugbúnaðarþróun.

    2. Áður en farið er í útboð

    Er til hugsanleg lausn í miðlægum samningum Fjársýslunnar?

    Hægt er að skoða þá samninga sem hafa verið gerðir af Fjársýslunni hér https://island.is/s/rikiskaup/samningar-rikiskaupa ásamt því að fá upplýsingar um hvað samningarnir eru.

    Því næst er hægt að skoða hvernig hægt sé að kaupa innan þeirra

    Hefur verkbeiðni verið send á útboðsaðila?

    Verkbeiðni

    Hefur verið framkvæmd markaðskönnun?

    https://island.is/ad-kaupa-inn-fyrir-opinbera-adila/undirbuningur

    Hefur verið kannað hvort hugsanleg kaup séu yfir viðmiðunarfjárhæðum?

    https://island.is/vidmidunarfjarhaedir

    Eru kaupin undir viðmiðunarfjárhæðum?

    https://island.is/innkaup-undir-vidmidunarfjarhaedum