Nú þarf að huga að sólarvörnum.
Með vorinu hækkar sól á lofti og eykst þá styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólu. Svokallaður UV-stuðull segir til um styrk útfjólublárrar geislunar. Mælt er með að verja sig fyrir sólinni þegar UV stuðullinn er 3 eða hærri. Á Íslandi getur UV stuðullinn verið 3 eða hærri um það bil frá maí til september.