Í ljósi umræðu að undanförnu verður ljósabekkjanotkun ungmenna könnuð síðar á árinu. Þess konar könnun var síðast gerð árið 2016. Ljósabekkjanotkun fullorðinna hefur hins vegar verið könnuð árlega frá árinu 2004, síðast í fyrra. Samkvæmt könnun ársins 2022 var hlutfall fullorðinna sem höfðu notað ljósabekk einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum um 6%, þriðja árið í röð. Notkun ljósabekkja fylgir aukin hætta á húðkrabbameini en hættan eykst verulega þegar notkun ljósabekkja hefst fyrir 30 ára aldur.