18. október 2023
18. október 2023
Nýr forstjóri Geislavarna ríkisins
Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Ráðgefandi hæfnisnefnd mat Elísabetu Dolindu mjög hæfa til að gegna embættinu.
Elísabet Dolinda hefur starfað hjá Geislavörnum ríkisins síðan árið 1991 en frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra.
Sjá nánar frétt hjá Stjórnarráði Íslands hér.