Fræðsluskylda sem liður í ábyrgðarskyldunni við vinnslu persónuupplýsinga
Undantekningar frá fræðsluskyldunni
Almennt séð verða fyrirtæki og stjórnvöld að veita einstaklingum fræðslu þegar unnið er með persónuupplýsingar um þá, en í tilteknum tilvikum þurfa þau þess þó ekki.
Rétt er þó að taka fram að þessum undantekningum er eingöngu heimilt að beita í þröngt afmörkuðum tilvikum.
Þessi tilvik eru:
Þegar upplýsinga er aflað beint hjá hinum skráða þarf ekki að fræða hann ef hann hefur þegar fengið vitneskju um vinnsluna.
Þegar upplýsinga er aflað frá öðrum en hinum skráða er ekki skylt að veita fræðslu ef:
einstaklingurinn hefur þegar fengið upplýsingarnar og þær eru óbreyttar;
ekki er hægt að veita upplýsingarnar, eða það kostar óhóflega fyrirhöfn;
skýrt er mælt fyrir um öflun eða miðlun upplýsinganna;
persónuupplýsingar eru bundnar trúnaði á grundvelli þagnarskyldu samkvæmt lögum