Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fræðsluskylda sem liður í ábyrgðarskyldunni við vinnslu persónuupplýsinga

Undantekningar frá fræðsluskyldunni

Almennt séð verða fyrirtæki og stjórnvöld að veita einstaklingum fræðslu þegar unnið er með persónuupplýsingar um þá, en í tilteknum tilvikum þurfa þau þess þó ekki.

Rétt er þó að taka fram að þessum undantekningum er eingöngu heimilt að beita í þröngt afmörkuðum tilvikum.

Þessi tilvik eru:

  • Þegar upplýsinga er aflað beint hjá hinum skráða þarf ekki að fræða hann ef hann hefur þegar fengið vitneskju um vinnsluna.

  • Þegar upplýsinga er aflað frá öðrum en hinum skráða er ekki skylt að veita fræðslu ef:

    • einstaklingurinn hefur þegar fengið upplýsingarnar og þær eru óbreyttar;

    • ekki er hægt að veita upplýsingarnar, eða það kostar óhóflega fyrirhöfn;

    • skýrt er mælt fyrir um öflun eða miðlun upplýsinganna;

    • persónuupplýsingar eru bundnar trúnaði á grundvelli þagnarskyldu samkvæmt lögum

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820