Fara beint í efnið

Atvinnuleysisbætur

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Á þessari síðu

Á meðan ég fæ atvinnuleysisbætur

Ráðgjöf

Ráðgjafar aðstoða einstaklinga á atvinnuleysisskrá og gefa hagnýt ráð varðandi leit að starfi. Þjónustan er ókeypis. Áhersla er lögð á að efla einstaklinginn og skapa honum forskot á atvinnumarkaði.

Panta tíma hjá ráðgjafa

Tækifæri á vinnumarkaði

Það er gott að skoða reglulega laus störf í boði: Sjá laus störf

Ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun geta líka aðstoðað varðandi þessi úrræði:

Námskeið

Hægt er að sækja fjölbreytt námskeið ókeypis á vegum Vinnumálastofnunar. Einnig er mögulegt að fá námsstyrk fyrir námskeiði að eigin vali.

Sjá námskeið

Skyldur

Þegar einstaklingur fær atvinnuleysisbætur skuldbindur viðkomandi sig til að fylgja ákveðnum reglum sem eru settar fram í lögum.

Staðfesta atvinnuleit

Það þarf að staðfesta atvinnuleit í hverjum mánuði á Mínum síðum Vinnumálastofnunar. Jafnframt þarf að:

Viðurlög: Afleiðingar vegna brota á reglum

Það getur haft afleiðingar í för með sér að fylgja ekki þessum reglum. Greiðslu atvinnuleysisbóta getur til dæmis verið frestað, þá er viðkomandi settur á biðtíma. Þegar greiðslum er frestað gildir það frá þeirri dagsetningu sem úrskurðurinn kemur.

Fræðsla um atvinnuleysisbætur

Hvað þarftu að vita? Glærur frá kynningarfundi um atvinnuleysisbætur.

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun