Námskeið
Einstaklingar með samþykkta umsókn um atvinnuleysisbætur geta sótt ýmis námskeið sér að kostnaðarlausu.
Jafnframt stendur til boða að finna námskeið að eigin vali og sækja um námsstyrk. Þau sem stunda nám í framhaldsskóla eða háskóla þurfa að sækja um námssamning ef sótt er um greiðslur atvinnuleysisbóta meðfram náminu.
Um námskeiðin
Ráðgjafar á hverri þjónustuskrifstofu fyrir sig skrá þátttakendur á námskeiðin. Skráning á námskeið er bindandi og það er 80% mætingarskylda. Þátttakendur þurfa líka að uppfylla skilyrði um virka þátttöku á námskeiðunum.
Næg þátttaka
Það er ekki tryggt að námskeið fari af stað heldur fer það eftir því hvort næg þátttaka náist.
Önnur þjónusta
Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar um allt land veita margvíslega aðra þjónustu náms- og starfsráðgjafa.
Námskeið í boði
Veljið þjónustuskrifstofu úr listanum til að sjá framboð námskeiða á hverju svæði: