Foreldrar
Fæðingarorlof
Greiðslur til foreldra sem taka sér leyfi frá launuðum störfum til að annast barn.
Óvæntar tekjur? Láttu okkur vita
Við hvetjum öll sem eru í fæðingarorlofi til að senda okkur upplýsingar um allar aukagreiðslur eða breytingar á tekjum. Of háar greiðslur þarf mögulega að borga til baka með 15% álagi. Sendu okkur póst á: faedingarorlof@vmst.is.
Fæðingarstyrkur
Fæðingarstyrkur er fyrir foreldra sem eru í fullu námi, utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.
Sorgarleyfi og sorgarstyrkur
Styrkir fyrir foreldra sem verða fyrir barnsmissi. Greiðslur í sorgarleyfi eru fyrir foreldra sem taka sér leyfi frá launuðum störfum. Sorgarstyrkur er fyrir þau sem eru í fullu námi, utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi.
Kostnaður vegna ferðalaga
Dvalarstyrkur er fyrir barnshafandi foreldri sem þarf að dvelja fjarri heimili vegna nauðsynlegrar þjónustu í tengslum við fæðingu.
Ættleiðing
Kjörforeldrar sem hafa fengið forsamþykki fyrir ættleiðingu erlendis frá eiga rétt á ættleiðingarstyrk.
Ólaunað foreldraorlof
Foreldraorlof er ólaunað leyfi til að annast barn. Foreldri á rétt á 4 mánuðum í foreldraorlof fyrir hvert barn, þangað til barn verður 8 ára.
Senda fylgiskjöl
Það er hægt að senda Fæðingarorlofssjóði fylgigögn með umsóknum og önnur gögn á netinu.