Foreldrar sem eru í námi geta átt rétt á fæðingarstyrk.
6 mánuðir er réttur foreldris.
12 mánuðir er því heildarréttur tveggja foreldra.
6 vikur eru framseljanlegar til hins foreldrisins.
Báðir foreldrar geta hafið töku fæðingarstyrks frá 1. degi þess mánaðar sem barn fæðist í eða síðar.
Í tilviki frumættleiðingar eða varanlegs fósturs geta báðir foreldrar hafið töku fæðingarstyrks frá 1. degi þess mánaðar þegar barn kemur inn á heimili.
Ef um reynslutíma er að ræða áður en til frumættleiðingar eða varanlegs fósturs getur komið eða ef sækja þarf barnið til annarra landa er heimilt að hefja töku fæðingarstyrks við þann tíma enda hafi barnaverndarnefnd eða viðkomandi yfirvöld staðfest ráðstöfunina.
Réttur til fæðingarstyrks fellur niður 24 mánuðum eftir að barnið kom inn á heimilið.
Skilyrði
Til að eiga mögulega rétt á fæðingarstyrk þurfa foreldrar að hafa verið í fullu námi í að minnsta kosti 6 mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.
Foreldrar verða að hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma.
Það er nauðsynlegt að vera með lögheimili á Íslandi. Undanþágur frá þessu eru veittar í eftirfarandi tilvikum:
Ef foreldri flutti lögheimili sitt tímabundið vegna náms erlendis.
Ef foreldri flutti lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma.
Skilyrði:
Að hafa átt lögheimili hér á landi samfellt í 5 ár fyrir flutning, að minnsta kosti.
Ef foreldri var búsett í öðru aðildarríki að EES-samningnum á 12 mánaða tímabili fyrir fæðingu barns.
Skilyrði:
Að hafa átt lögheimili á Íslandi þegar barn fæðist, er frumættleitt eða tekið í varanlegt fóstur.
Það sé ekki liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili lauk í því ríki.
Í þessum tilvikum skal foreldri láta S-041 vottorð fylgja með umsókn sinni sem staðfestir búsetu og tryggingatímabil í öðru aðildarríki að EES-samningnum.
Foreldrar sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi* í fyrsta skipti geta átt rétt á fæðingarstyrk.
Þá getur verið til staðar réttur jafnvel þó að foreldri hafi ekki átt lögheimili á Íslandi síðustu tólf mánuði fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur.
Skilyrði:
Að það séu ekki liðnir tólf mánuðir frá veitingu dvalarleyfis.
*á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Annars getur foreldri fengið of háar greiðslur sem þarf að greiða til baka með 15% álagi.
Launaseðlar
Launaseðlar eru í heimabanka undir rafrænum skjölum. Yfirleitt birtast launaseðlar í heimabanka 2 dögum fyrir greiðslu.
Það er hægt að breyta tímabili sem var búið að skrá og skrá nýtt tímabil á netinu.
Það er gert í sömu umsókn og var send til að sækja um fæðingarstyrk. Umsóknin er á Mínum síðum á Ísland.is, undir Umsóknir. Það á ekki að búa til nýja umsókn.
Tímabil fæðingarstyrks
Hægt er að hefja töku styrks fyrsta dag mánaðar sem barn fæðist í.
Það má skipta greiðslutímabili fæðingarstyrks á fleiri en eitt tímabil en hvert tímabil má ekki vera styttra en 2 vikur.
Ef foreldri hefur verið í vinnu síðustu tvo mánuði fyrir fæðingu barns er heimilt að taka styrkinn í minnkuðu hlutfalli í samráði við vinnuveitanda.
Nám og vinna
Það gæti verið betra fyrir foreldri sem hefur unnið launuð störf í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði samhliða námi síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingu barns að sækja um greiðslur sem foreldri á vinnumarkaði.
Ef foreldri hefur unnið launuð störf í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði samhliða námi síðustu 6 mánuðina fyrir fæðingu barns, getur viðkomandi verið heimilt að fá bættan þann tekjumissi sem fæðingarstyrkur bætir ekki.
Þá má vinnuveitandi bæta mismun á greiðslu fæðingarstyrks og meðaltali heildarlauna síðustu 2 mánuði fyrir fæðingarmánuð barns.
Ef greiðslur eru hærri en sem nema þessu meðaltali er hætta á að foreldri fái of háan styrk greiddan miðað við réttindi.
Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við Fæðingarorlofssjóð til að vita hver upphæðin er sem ekki má fara yfir. Netfang: faedingarorlofssjodur@vmst.is