Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Að gerast fræðsluaðili fyrir Vinnumálastofnun

Á þessari síðu

Tilboð í virkni og námsúrræði

Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum í virkni-og námsúrræði fyrir alla atvinnuleitendur á skrá hjá stofnuninni. Vinnumálastofnun rekur átta þjónustuskrifstofur í kringum landið.

Skilgreind náms- og virkniúrræði Vinnumálastofnunar falla undir eftirfarandi flokkun og er leitað eftir tilboðum sem fallið geta að þeim:

  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda atvinnuleitendur

  • Sjálfstyrkingarnámskeið

  • Starfsleitarnámskeið

  • Starfstengd námskeið

  • Tölvunámskeið

Athugið að listinn er ekki tæmandi. Ef þú ert með námskeið eða úrræði sem þú telur að eigi erindi við atvinnuleitendur en fellur ekki undir flokk hér að ofan, þá getur þú engu að síður sent inn tilboð. Atvinnuleitendur er fjölbreyttur hópur s.s. þeir sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, flóttamenn og einstaklingar með skerta starfsgetu.

Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð. Vinnumálastofnun kaupir þjónustu af aðilum sem eru vottaðir og/eða samþykktir.

Fræðsluaðilar

Vinnumálastofnun á samstarf við fjölda fræðsluaðila og má skipta þeim upp í tvo flokka; viðurkenndan fræðsluaðila og samþykktan fræðsluaðila.

Nánar um fræðsluaðila

Hæfnisviðmið

Til þess að verða samþykktur fræðsluaðili af Vinnumálastofnun þarf viðkomandi að uppfylla hæfnisviðmið stofnunarinnar.

Vinnumálastofnun á í góðu samstarfi við fjölda þjónustuaðila um land allt um kaup á þjónustu fyrir atvinnuleitendur.

Úrræði sem Vinnumálastofnun kaupir af þjónustuaðilum fyrir atvinnuleitendur eru mikilvægur þáttur í að viðhalda virkni og vellíðan þeirra og færa þá nær vinnumarkaði sem er alltaf markmið þeirra sem eru án vinnu og að leita sér að atvinnutækifærum.

Vinnumálastofnun setur sér viðmið- hæfniskröfur og þeir aðilar sem uppfylla þau, eru samþykktir fræðsluaðilar og er stofnuninni heimilt að kaupa af þeim námsúrræði. Hæfniskröfur eru unnar út frá ýmsum þáttum m.a. frá þeim ramma sem stjórnvöld hafa sett stofnuninni ásamt samsetningu hóps atvinnuleitenda út frá menntun, aldri og þjóðerni.

Allir vottaðir fræðsluaðilar falla undir hæfniskröfur stofnunarinnar og því heimilt að kaupa af þeim námsúrræði.

Hæfnisviðmið samþykktra þjónustuaðila og nauðsynleg fylgigögn þegar gerð eru tilboð – helstu hópar:

Hæfnisviðmið - helstu hópar

Val og kaup á úrræðum

Nokkrir þættir hafa áhrif á val og kaup úrræða en það eru einkum:

  • Lög og reglugerðir

  • Atvinnuástand

  • samsetning vinnumarkaðarins

  • samsetningu hóps atvinnuleitenda

Vinnumálastofnun framkvæmir þarfagreiningu meðal atvinnuleitenda og leggur einnig mat á þarfir hópsins m.t.t. samsetningar hans út frá menntun, aldri og þjóðerni.

Vinnumálastofnun auglýsir eftir tilboðum vegna námskeiða og opið er fyrir tilboð frá fræðsluaðilum 1.-30. apríl ár hvert.

Þau námskeið sem keypt eru á grunni tilboðs eru ætluð öllum þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar.

  • Hver og ein þjónustuskrifstofa getur keypt sérstaklega úrræði sem hentar hennar svæði og hefur þá til viðmiðunar sömu sjónarmið og liggja að baki almenna tilboðinu.

  • Þá er stuðst að sama skapi við hæfnisrammann sem er notaður í almenna tilboðinu sem og matsrammann. Ástæðan fyrir undantekningunni er sú helst að landsvæðin eru ólík m.t.t. samsetningar vinnumarkaðarins. Því þarf stundum sértæk námskeið fyrir ólíkar þarfir svæðanna.

  • Þessu til viðbótar geta þjónustuskrifstofurnar keypt pláss á námskeiðum sem haldin eru fyrir fleiri hópa en atvinnuleitendur.

Skilafrestur:

Tilboðum skal skilað í gegnum sérstakt umsóknarform fyrir 30. apríl 2025.

Umsóknarform

Vinnumálastofnun áskilur sér rétt til að taka eða hafna öllum tilboðum. Þjónustusamningar verða gerðir við þá bjóðendur sem samþykkt verður að ganga til samstarfs við.

Fyrirspurnir sendist á virkni@vmst.is

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun