Fara beint í efnið

Þau sem fá atvinnuleysisbætur þurfa að:

  1. staðfesta atvinnuleit í hverjum mánuði,

  2. tilkynna um tekjur, hlutastörf og verktakavinnu,

  3. láta vita ef aðstæður breytast.

Þannig er hægt að koma í veg fyrir að þurfa að endurgreiða of háar bætur eða að greiðslum sé frestað.

Það þarf að staðfesta atvinnuleit þó að umsókn sé enn í vinnslu og líka þó greiðslum sé frestað vegna brota á reglum.

Tilkynna vinnu og tekjur

Aukatekjur og aðrar greiðslur geta haft áhrif á upphæð atvinnuleysisbóta.

Ef einstaklingur lætur ekki vita um tekjur fær viðkomandi of mikið borgað og þarf svo að endurgreiða. Það er hægt að tilkynna vinnu á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.

Aðrar tekjur sem þarf að tilkynna:

  • Greiðslur úr lífeyrissjóði.

  • Fjármagnstekjur, eigin eða sameiginlegar með maka.

  • Tekjur frá Tryggingastofnun.

Aðstæður breytast

Ýmsar breytingar geta haft áhrif á rétt til atvinnuleysisbóta og þess vegna þarf að láta vita af þeim. Ef það er ekki gert getur útborgun verið frestað eða greiðslur stöðvaðar varanlega.

Þessi upplýsingaskylda á líka við þegar greiðslum hefur verið frestað vegna brota á reglum.

Afleiðingar vegna brota á reglum

Þegar greiðslum er frestað gildir það frá þeirri dagsetningu sem úrskurður kemur.

Umsókn um atvinnuleysisbætur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun