Til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum þarf umsækjandi að hafa unnið á Íslandi, vera á aldrinum 18-70 ára, vera vinnufær, eiga lögheimili á Íslandi og vera á landinu.
Einstaklingar geta sótt um 30 dögum áður en þeir verða atvinnulausir. Það er mikilvægt að sækja um atvinnuleysisbætur í síðasta lagi þann dag sem einstaklingur verður atvinnulaus, til dæmis þegar uppsagnarfresti lýkur. Það má alltaf breyta umsókninni eða hætta við.
Af hverju að sækja um strax?
Það er greitt frá þeim degi sem sótt er um en ekki frá þeim degi sem umsókn er samþykkt.
Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar afturvirkt.
Það tekur 4-6 vikur að afgreiða umsókn. Ef fylgigögn vantar getur afgreiðslutíminn lengst.
Staða umsóknar
Ef engin tilkynning hefur borist á netfang umsækjanda um að umsókn hafi verið afgreidd er ennþá verið að afgreiða hana.
Upphæð
Lokaniðurstaða um réttindi og upphæð fæst ekki fyrr en umsókn hefur verið afgreidd.
Er lögheimilið mitt örugglega skráð á Íslandi? Ef það hefur gleymst er skráning lögheimilis hjá Þjóðskrá.
Hvernig vil ég nýta persónuafsláttinn minn? Það eru upplýsingar um persónuafslátt og nýtingu hans á vefsíðu Skattsins.
Er ég með upplýsingar um hvenær ég útskrifaðist úr námi?
Á ég inni orlof úr síðustu vinnu? Þegar starfsmaður hættir greiðir vinnuveitandi út áunnin orlofslaun. Þessi laun geta haft áhrif á greiðslur atvinnuleysisbóta.
Hvernig ökuréttindi er ég með?
Er ég að fá greiðslur úr lífeyrissjóði? Þær geta haft áhrif á greiðslur atvinnuleysisbóta.
Er ég í hlutastarfi? Tekjur geta haft áhrif á greiðslur atvinnuleysisbóta.
Fylgigögn
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur þarf oftast að skila inn fylgigögnum með umsókninni.
Vinnumálastofnun óskar eftir gögnum sem vantar ef þau hafa ekki borist með umsókn. Það er hægt að skila gögnum eftir að umsókn er send inn, á Mínum síðum, með því að smella á hnappinn Skila gögnum.
Á meðan gögn vantar er afgreiðslu umsóknar frestað. Eftir að öll gögn hafa borist tekur afgreiðsla um 1-2 vikur.
Dæmi um fylgigögn
Síðasti launaseðill fyrir uppgjör á orlofi.
Greiðsluyfirlit frá Tryggingastofnun.
Staðfesting á starfstímabili frá atvinnurekanda. Stéttarfélög geta aðstoðað ef erfitt er að fá staðfestinguna frá atvinnurekanda.
Starfshæfnisvottorð frá lækni, ef umsækjandi fékk sjúkradagpeninga á síðustu 12 mánuðum. Þetta á við þegar ástæða atvinnuleysis er veikindi eða skert starfsgeta.
Staðfesting frá skóla, ef umsækjandi er í námi eða að klára nám. Þar á að koma fram námstímabil og einingafjöldi.
Staðfesta atvinnuleit
Til að fá greiddar atvinnuleysisbætur þarf að staðfesta atvinnuleit einu sinni í mánuði, milli 20. -25. hvers mánaðar. Það er gert með því að smella á appelsínugulan borða sem birtist efst á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.
Þegar einstaklingur staðfestir atvinnuleit:
Milli 20. - 25.: er greitt síðasta virka dag mánaðarins.
Milli 26. og 3. næsta mánaðar: er greitt 3-7 virkum dögum eftir mánaðarmót.
Eftir 3. næsta mánaðar er umsókn sjálfkrafa afskráð og greitt verður með útborgun um næstu mánaðarmót ef einstaklingur hefur samband við þjónustuskrifstofu.
Það þarf að staðfesta atvinnuleit þó að umsókn sé enn í vinnslu og líka þó verið sé að fresta greiðslum vegna brota á reglum.
Athuga Mínar síður
Það er mikilvægt að fylgjast reglulega með skilaboðum sem birtast á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.
Ef það vantar gögn til að vinna umsókn áfram kemur tilkynning um það á Mínum síðum. Það þarf að staðfesta atvinnuleit þó að umsókn sé enn í vinnslu.
Ástæða synjunar getur verið sú að gögnum hafi ekki verið skilað.
Það þarf ekki að sækja um aftur heldur skila þeim gögnum sem óskað hefur verið eftir í gegnum Mínar síður.
Ef einstaklingur er ekki sáttur við ákvörðun Vinnumálastofnunar getur hann kært ákvörðun til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Fyrsta greiðsla
Það er greitt síðasta virka dag í mánuði. Greitt er eftir á fyrir mánuðinn sem var að líða.
Grunnatvinnuleysisbætur og tekjutengdar bætur
Fyrstu tvær vikurnar eru greiddar grunnatvinnuleysisbætur. Svo tekur við tekjutenging bótanna í þrjá mánuði.
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru 70% af meðaltali heildarlauna upp að hámarki 551.530 krónur og eru greiddar í þrjá mánuði.
Það þarf ekki að sækja um tekjutengingu bóta.
Staðfesta atvinnuleit
Til að fá greiddar atvinnuleysisbætur þarf að staðfesta atvinnuleit einu sinni í mánuði, milli 20. -25. hvers mánaðar.
Það er gert með því að smella á appelsínugulan borða sem birtist efst á Mínum síðum Vinnumálastofnunar, þar eru einnig sett inn nöfn á þeim stöðum sem sótt hefur verið um vinnu hjá síðastliðinn mánuð.
Þegar einstaklingur staðfestir atvinnuleit:
Milli 20. - 25.: er greitt síðasta virka dag mánaðarins.
Milli 26. og 3. næsta mánaðar: er greitt 3-7 virkum dögum eftir mánaðarmót.
Eftir 3. næsta mánaðar er umsókn sjálfkrafa afskráð og greitt verður með útborgun um næstu mánaðarmót ef einstaklingur hefur samband við þjónustuskrifstofu.
Það þarf að staðfesta atvinnuleit þó að umsókn sé enn í vinnslu. Það þarf líka að staðfesta atvinnuleit þó að viðkomandi sé á biðtíma, það er, verið sé að fresta greiðslum vegna brota á reglum.
Athuga Mínar síður
Það er mikilvægt að fylgjast reglulega með skilaboðum sem birtast á Mínum síðum Vinnumálastofnunar.
Mögulegar ástæður:
Það á eftir að staðfesta atvinnuleit
Það þarf að staðfesta atvinnuleit á Mínum síðum á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Það er hægt að staðfesta til 3. næsta mánaðar ef það gleymist á staðfestingartímabilinu.
Umsókn er enn í vinnslu
Það gæti verið að ekki sé búið að afgreiða umsókn. Afgreiðsla getur tekið 4- 6 vikur eftir að öll gögn hafa borist.
Ef það vantar gögn er óskað eftir þeim. Ef gögnin berast ekki fyrir 20. hvers mánaðar er ekki hægt að ábyrgjast að greitt sé um mánaðarmótin þar á eftir.
Eru skilaboð á Mínum síðum?
Ef óskað er eftir gögnum eða upplýsingum svo að hægt sé að klára afgreiðslu umsóknarinnar fær umsækjandi tilkynningu á Mínum síðum Vinnumálastofnunar. Það er gott að skrá sig þar inn daglega.
Mögulegar ástæður:
Orlof
Það þarf að ráðstafa orlofsdögum sem einstaklingur á inni frá síðasta atvinnurekanda. Upplýsingar um uppgjör á orlofi eiga að vera á síðasta launaseðli frá atvinnurekanda. Það er ekki hægt að fá greidda orlofsdaga og fá atvinnuleysisbætur á sama tíma.
Orlofi er ráðstafað í byrjun tímabils atvinnuleysisbóta nema einstaklingur óski eftir því að taka orlofið á öðrum tíma. Hægt er að breyta orlofi einu sinni með því að senda tölvupóst til greidslustofa@vmst.is.
Orlofstímabilið er frá 1. maí -15. september ár hvert. Orlofsdagar sem einstaklingur hefur unnið sér inn fyrir 1. maí á hverju ári á að nota á næsta orlofstímabili sem hefst þá 1. maí.
Tekjutenging
Tekjutenging byrjar ekki að telja fyrstu tvær vikurnar sem einstaklingur er á atvinnuleysisskrá. Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrir það tímabil.
Sjálfstætt starfandi
Bótaréttur sjálfstætt starfandi einstaklinga er reiknaður sem hlutfall af reiknuðu endurgjaldi aðila og lágmarksviðmiðum Skattsins í viðeigandi starfaflokki.
Hvað hefur áhrif á atvinnuleysisbætur?
Á meðan einstaklingur fær greiddar atvinnuleysisbætur þarf að láta vita af tekjum, aukavinnu og öðrum breytingum. Annars getur þurft að endurgreiða of háar bætur eða greiðslum verið frestað, það er, bíðtími settur á.