Fara beint í efnið

Hvernig er ferlið í fjárnámi?

Ef aðfararbeiðni fullnægir lagaskilyrðum boðar sýslumaður gerðarþola (skuldara) og gerðarbeiðanda (kröfuhafa) til fyrirtöku.

Gerðarþoli er yfirleitt boðaður með kvaðningu sem birt er af stefnuvotti eða af starfsmanni póstsins.

Það hvernig fyrirtaka fjárnáms fer fram ræðst af því hvort gerðarþoli eða einhver fyrir hans hönd mætir eða ekki. 

Sá sem mætir fyrir annan einstakling þarf að hafa skriflegt umboð til þess frá viðkomandi.

Hér má finna nánari upplýsingar um fjárnám. 



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?