Fara beint í efnið

Meðferð persónuupplýsinga hjá sýslumönnum eftir málaflokkum

Skírteini, vegabréf og vottorð

Ábyrgðaraðili vinnslu

Sýslumenn eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem aflað er á eyðublöðum vegna ökuskírteina og vegna umsóknar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, en vinnsluaðilar fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem aflað er með öðrum eyðublöðum í flokknum. Sýslumenn notast ekki við sjálfvirka ákvörðunartöku við vinnslu persónuupplýsinga vegna skírteina, vegabréfa eða vottorða.

Tilgangur og heimildir fyrir vinnslu

Með eyðublöðunum er aflað bæði almennra og viðkvæmra persónuupplýsinga. Tilgangur vinnslu þeirra persónuupplýsinga sem aflað er frá hinum skráða með eyðublöðum er er að sinna lögbundnum skyldum sýslumanna í tengslum vegna útgáfu skírteina, vegabréfa og vottorða. Heimildir fyrir vinnslu almennra persónuupplýsinganna koma fram 3. tl. 1. mgr. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. t.d. 1. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2017, reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 og 3. mgr. 2. gr. laga um vegabréf nr. 36/1998. Heimildir fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga koma fram í 1. tl. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Miðlun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingum sem aflað er með eyðublöðunum er miðlað til aðila máls, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, upplýsingum vegna vegabréfa er miðlað til Þjóðskrár og upplýsingum um ökuskírteini til Ríkislögreglustjóra.

Geymslutími

Samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn eru öll skjöl geymd hjá sýslumanni í 30 ár og rafræn gögn í 5 ár áður en þau eru send til Þjóðskjalasafns til varðveislu.

Réttindi skráðra einstaklinga

Skráðir einstaklingar eiga almennt rétt til upplýsinga um vinnslu, hvort sem persónuupplýsinga er aflað hjá þeim sjálfum eða ekki, svo og rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um sig. Þeir eiga jafnframt rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um sig leiðréttar svo og rétt til að ábyrgðaraðilinn eyði persónuupplýsingum um hann án ótilhlýðilegrar tafar (réttur til að gleymast) og rétt til að ábyrgðaraðili takmarki vinnslu. Beina má kvörtun vegna vinnslu persónuupplýsinga til Persónuverndar. Persónuverndarstefnu sýslumanna og upplýsingar um persónuverndarfulltrúa þeirra er að finna hér á vef sýslumanna.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15