Skráningarskyld starfsemi
Skilyrði fyrir skráningarskylda starfsemi
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5. gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022 og 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og ef við á sértæk starfsskilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi eru almenn fyrir mengandi skráningarskyldan atvinnurekstur sbr. viðauka reglugerðar nr. 830/2022.
Staðfest skráning ásamt starfsskilyrðum skulu vera sýnileg viðskiptavinum á starfsstöð. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili skráningarskylds atvinnurekstrar ber ábyrgð á því að starfsemi hans sé skráð, að skráðar upplýsingar um starfsemina séu réttar og að starfsemin sé í samræmi við gildandi löggjöf, almennar kröfur og starfsskilyrði. Óheimilt er að hefja skráningarskylda starfsemi fyrr en skráningargjald hefur verið greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu á skráningu. 830/2022
Starfsemin gildir aðeins í því húsnæði eða aðstöðu sem tilgreint er í skráningunni. Starfsemin skal vera í samræmi við samþykkta notkun húsnæðis eða aðstöðu. 830/2022, 4. gr.
Atvinnurekstur skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Sé deiliskipulag ekki til staðar skal starfsemin samræmast gildandi aðalskipulagi hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar. 550/2018, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. 830/2022, 7. gr.
2. Starfshættir
Rekstraraðili skal beita góðum starfsháttum við rekstur starfseminnar.Á öllu athafnasvæði rekstraraðila skal gæta fyllsta hreinlætis í samræmi við kröfur eftirlitsaðila. 737/2003.
Sérstakur fulltrúi rekstraraðila skal vera tengiliður við eftirlitsaðila og ber hann ábyrgð á samskiptum rekstraraðila vegna eftirlits með mengunarvörnum, og innra eftirliti. Tilkynna skal heilbrigðisnefnd ef breyting verður á tengilið og/eða tengiliðsupplýsingum. 830/2022.
Starfsmenn skulu vera þjálfaðir til að bregðast við mengunaróhöppum og hafa viðeigandi þjálfun á tæki og öryggisbúnað sem gerir þá hæfa til vinnu í starfsstöðinni. Tryggja skal að starfsfólk hafi fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það gæti komist í tæri við og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustað. 550/2018.
Rekstraraðili skal eftir atvikum vera með viðbragðsáætlun sem unnin er á grundvelli áhættumats sem að lágmarki felur í sér skilyrði í viðauka I.b. í lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda. Viðbragðsáætlun skal vera tiltæk starfsmönnum á vinnustað og aðgengileg eftirlitsaðila. Lög nr. 33/2004.
Rekstraraðili sem flytur olíu, eiturefni eða hættuleg efni eða stundar atvinnustarfsemi sem talin er upp í a-lið viðauka I laga nr. 33/2004 skulu taka ábyrgðartryggingu eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu sem Umhverfisstofnun metur gilda, sem jafngildir allt að 1 milljón SDR, sbr. 16. gr. laga nr. 33/2004.
Verði óhapp eða annað atvik sem getur haft í för með sér losun mengandi efna út í umhverfið skal þegar í stað grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunarefna og til að fyrirbyggja að mengun valdi skaða fyrir umhverfinu. Eftir því sem við á skal fylgja viðbragðsáætlun. Rekstraraðila ber að hreinsa þá mengun sem kann að verða við óhöpp eða önnur atvik, á sinn kostnað. 550/2018.
Ef mengunaróhapp verður sem þarfnast tafarlausra aðgerða skal hafa samband við Neyðarlínuna 112. Tilkynna skal eftirlitsaðila um mengunaróhapp eins fljótt og mögulegt er. Greina skal eftirlitsaðila frá því ef hætta er talin á neikvæðum afleiðingum fyrir umhverfið. Eftirlitsaðila er heimilt, ef þörf er á, að óska eftir upplýsingum um önnur sérstök atvik í rekstri sem geta haft í för með sér aukna mengun. Einnig skal rekstraraðili fara yfir atvikið og gera ráðstafanir sem miði að því að hindra að sambærilegt óhapp eða atvik endurtaki sig. Eftirlitsaðili skal upplýstur um slíkar ráðstafanir. 550/2018.
3. Lóð og húsnæði
Rekstraraðili skal halda rekstrarsvæði sínu snyrtilegu og þar skulu ekki vera hlutir eða efni sem ekki tilheyra starfseminni. Virða skal lóðamörk og ekki geyma hluti á öðrum svæðum en rekstraraðili hefur til afnota. Bifreiðum tækjum, lausamunum, úrgangi eða öðru sem tilheyrir rekstraraðila skal snyrtilega komið fyrir á umráðasvæði rekstraraðila þannig að ekki valdi mengunar-, fok-, eða slysahættu. Rekstraraðili skal sýna ýtrustu varúð þannig að jarðvegi verði ekki spillt með mengun, sbr. reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Allt athafnasvæðið eða tiltekinn hluti þess skal lagt bundnu slitlagi leiði niðurstöður eftirlits í ljós að þörf sé á því til að lágmarka rykmyndun frá svæðinu eða aðra mengun. Eftirlitsaðili getur krafist lagfæringa, viðgerða eða hreinsunar vegna vanhirðu og óþrifa eða heilsuspillandi aðstæðna í húsi, á lóð eða í farartæki. Óviðkomandi aðgangur að vinnusvæði, geymslu hráefna og framleiðsluvöru skal vera takmarkaður og aðgangur óviðkomandi bannaður. 737/2003 16. og 18. gr., sbr. rgl. 550/2018.
Sorpgámar og önnur ílát fyrir úrgang skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. 737/2003 og 806/1999.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002, 737/2003, lög nr. 64/1994 og 55/2013.
Afla ber samþykkis heilbrigðisnefndar fyrir staðsetningu olíugeyma. 884/2017, 6. gr.
4. Mengunarvarnir
Takmarka skal hávaða frá starfseminni. Forráðamönnum fyrirtækja og stofnana er skylt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða og ónæði af völdum hávaða. Þess skal gætt að hávaði frá starfseminni valdi ekki ónæði eða óþægindum í nærliggjandi umhverfi. Hávaði skal ekki fara yfir tilgreind viðmiðunarmörk fyrir hávaða frá atvinnustarfsemi, sbr. reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Halda skal loftmengun í lágmarki og viðhalda þeim gæðum sem felast í hreinu og ómenguðu lofti. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki fólki í nágrenninu óþægindum eða heilsufarslegri hættu vegna loft– eða hávaðamengunar. Að jafnaði skal loftræsing leidd upp fyrir þakbrún frá mengunaruppsprettum. Komi upp vandamál vegna lyktar, mengandi efna eða hávaða frá útblæstri er heilbrigðiseftirlitinu heimilt að krefjast úrbóta s.s. breytinga á útrásum, hreinsunarbúnaði eða hávaðavörnum. Reglugerð nr. 724/2008, rgl. nr. 550/2018 52. gr. og 787/1999, 5. gr. og 9. gr.
Allt vatn skal vera í að minnsta kosti góðu ástandi og skulu vatnshlot ná umhverfismarkmiðum sínum samkvæmt vatnaáætlun. Koma skal í veg fyrir að mengandi efni séu losuð út í vatn og umhverfi. Tryggja skal að umhverfismörk fyrir ástand vatns skv. fylgiskjali B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I í reglugerðar um varnir gegn mengun vatns séu uppfyllt. Lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála,rgl. nr. 796/1999.
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum. Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 796/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
Leitast skal við að koma ofanvatni í annan farveg en fráveitu.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka. Nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Annar atvinnurekstur skal fara eftir öðrum reglugerðum sem gilda um losun efna tiltekinna efna í vatn.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem veldur óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Leitast skal við að koma ofanvatni í annan farveg en fráveitu. Reglugerð nr. 798/1999, 7. gr. og 25. gr. 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I. Fylgiskjal 1A
Upplýsingar um legu og fyrirkomulag frárennslislagna séu tiltækar í fyrirtækinu. Engar breytingar verði gerðar á frárennsli sem skerði mengunarvarnir sem fyrir eru né takmarki möguleika á að koma þeim fyrir í framtíðinni. Reglugerð nr. 798/1999.
Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd á öruggan hátt í traustum og rétt merktum ílátum. Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt, að þau hvorki berist í niðurföll né geti á annan hátt valdið umhverfisskaða eða heilsutjóni. Reglugerð nr. 415/2014 og lög nr. 61/2013
Rekstraraðila er skylt að ganga þannig frá olíubirgðum, olíuúrgangi og hættulegum efnum að ekki sé hætta á að þessi efni berist út í umhverfið, í sjó, í yfirborðsvatn eða í grunnvatn. Sé olía meðhöndluð skal fylgja ákvæðum reglugerðar nr. 884/2017, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi.
Rekstraraðila er skylt að hafa aðgengileg uppfærð öryggisblöð fyrir hreint efni eða efnablöndu sé krafa um þau sbr. 30. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um að rekstraraðili útbúi viðbragðsáætlun vegna mögulegra óhappa við meðhöndlun á olíu og olíuefnum, varúðar- og hættumerktum efnum og spilliefnum. Viðbragðsáætlunin þarf að vera aðgengileg og hún yfirfarin reglubundið með starfsmönnum. Starfsmenn skulu fá reglulega kennslu og þjálfun í viðbrögðum við mengunaróhöppum. Reglugerð nr. 884/2017.
Rekstraraðili ber ábyrgð á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á slíku tjóni af völdum atvinnustarfsemi sinnar sbr. lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð og skal koma í veg fyrir tjón eða bæta úr tjóni ef það hefur orðið og bera kostnað af ráðstöfunum sem af því leiðir. Rekstraraðili skal þegar í stað grípa til nauðsynlegra varnarráðstafana vegna yfirvofandi hættu á umhverfistjóni sem rekja má til starfsemi hans. Ef umhverfistjón verður skal rekstraraðili þegar í stað hefja aðgerðir til að takmarka tjón eða afstýra frekara tjóni. Rekstraraðili skal þegar í stað tilkynna Umhverfisstofnun og viðeigandi heilbrigðisnefnd um umhverfistjón eða yfirvofandi hættu á umhverfistjóni sem rekja má til starfsemi hans og upplýsa um alla þætti sem máli skipta. Jafnframt skal rekstraraðili setja fram og senda Umhverfisstofnun áætlun um úrbætur vegna umhverfistjóns sem þegar er orðið. Lög nr. 55/2012.
5. Spilliefni og úrgangur
Draga skal úr myndun úrgangs eins og kostur er. Meðferð úrgangs skal miðast við að úrgangur sé endurnotaður eða endurnýttur þegar þess er nokkur kostur. Að öðru leyti skal fara að ákvæðum reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Rekstraraðili skal eftir mætti draga úr myndun umhverfisspillandi efna, m.a. með notkun umhverfisvænna efna, með endurnýtingu, endurvinnslu eða endurhæfingu efna. Reglugerð nr. 806/1999 og 737/2003.
Óheimilt er að láta hvers kyns olíur, bensín, lífræn leysiefni eða önnur mengandi efni í fráveitur atvinnuhúsnæðis. Með slíkan úrgang fer samkvæmt reglugerð um spilliefni. Þar sem olía er notuð skulu vera tiltæk ísogsefni til að hreinsa upp tilfallandi olíuleka. Stærri ílát undir olíuefni (> 50 lítrar) skulu standa í lekabyttu. Reglugerð nr. 798/1999, 5. gr. og rgl. nr. 884/2017.
Spilliefni og hættuleg efni verði meðhöndluð af varúð og aðgreind frá öðrum hráefnum, afurðum og úrgangi. Spilliefnum skal skilað til viðurkenndar söfnunar- eða móttökustöðvar. Mikilvægt er að tryggja greinargóðar merkingar íláta og aðskilin afmörkuð rými eða svæði. Jafnframt skal fara að ákvæðum reglugerðar nr. 806/1999 um spilliefni.
Spilliefni skulu geymd þannig að ekki sé hætta á mengun umhverfisins eða skaðlegum áhrifum á fólk eða dýr. Spilliefnum skal safnað í lokuð og traust ílát sem henta viðkomandi efnum. Einstökum spilliefnategundum skal haldið aðskildum og aðgreina skal spilliefnablöndur þar sem kostur er. Ílátin skulu merkt með orðinu „spilliefni“ og innihaldi. Þau skulu tryggilega varðveitt þar til þau eru flutt til eyðingar eða meðhöndlunar þannig að ekki sé hætta á að umbúðir verði fyrir hnjaski. Reglugerð nr. 806/1999.
Spilliefni skal ekki geyma til langframa og skal skilað reglulega til aðila sem starfsleyfi hafa til söfnunar, móttöku eða flutnings spilliefna. Reglugerð nr. 806/1999.
Þegar rekstraraðili afhendir spilliefni til flutningsaðila, söfnunar- eða móttökustöðvar skal hann fá staðfestingu fyrir móttökunni þar sem fram kemur nafn flutningsaðila, uppruna spilliefna, gerð þeirra, og áfangastað ásamt upplýsingum um magn (kg, l) og dagsetningu. Staðfestingar síðustu 5 ára skulu liggja frammi við eftirlit. 806/1999, 11. gr.
Stefnt skal að fullnýtingu hráefna og með hreinni framleiðslutækni skal stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs eins og kostur er. Hreinsað skólp skal endurnýtt ef kostur er. 798/1999, 7. gr.
6. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með skráningarskyldum atvinnurekstri, þ. á m. að starfsemi sé rétt skráð. 830/2022.
Fylgi rekstraraðili ekki ákvæðum starfsskilyrða, laga og reglugerða um mengunarvarnir á starfsviði sínu eða fyrirmælum eftirlitsaðila um úrbætur getur eftirlitsaðili beitt ákvæðum XVII. kafla laga nr. 7/1998 til að knýja á um úrbætur. Heilbrigðisnefnd skal upplýsa Umhverfisstofnun um frávik þar sem til álita kemur að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafla laganna. Vakin er athygli á að viðkomandi heilbrigðisnefnd getur í eftirliti þurft að setja fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum hér að framan. 550/2018, 830/2022 og lög nr. 7/1998.
7. Lokun og frágangur
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt. Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið. 830/2022.
Verði rekstri hætt, tímabundið eða varanlega, skal gera ráðstafanir til þess að úrgangi, efnum og búnaði verði ráðstafað á viðurkenndan hátt til að fyrirbyggja mengun og til hreinsunar lóðar. Tilkynna skal heilbrigðisnefnd með a.m.k. mánaðar fyrirvara um stöðvun rekstrar og ráðstafanir þar að lútandi. 550/2018, nr. 737/2003, nr. 1400/2020.
Ef líkur eru taldar á því að athafnasvæði fyrirtækis hafi mengast, skal rekstraraðili ganga úr skugga um hvort svo sé þegar starfsemin er lögð niður eða flutt. Komi í ljós mengun skal fyrirtækið láta hreinsa svæðið á sinn kostnað, gerist þess þörf. Við ákvörðun um athugun á athafnasvæði, mat á mengun, hreinsunarþörf og hreinsiaðgerðir skal haft fullt samráð við heilbrigðisnefnd. 550/2018, nr. 737/2003, nr. 1400/2020.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
lögum nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð,
efnalögum nr. 61/2013,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi,
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða,
byggingarreglugerð nr. 112/2012,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna,
reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH),
reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg og
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. aga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir almenningssalerni. Rgl.nr. 830/2022 viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13. gr. og 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. 830/2022, 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. Rgl.nr. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt. Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
Rgl.nr. 830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Stærð, gerð og fjöldi salernisklefa fer eftir ákvæðum byggingarreglugerðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Salerni skulu loftræst með opnanlegum glugga eða vélrænni loftræstingu. Rgl.nr. 941/2002, 15. gr.
Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera í klefanum eða við hann í sérstöku rými. Rgl.nr. 941/2002, 15. gr.
Ruslafata með loki skal vera í hverjum salernisklefa. Rgl.nr. 941/2002, 15. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. 536/2001
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. Rgl.nr. 112/2012.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Rgl.nr. 941/2002, 14.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002, 14.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. Rgl.nr. 737/2003, 17. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Sjálfhreinsandi salerni skulu háð daglegu eftirliti rekstaraðila. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um skriflega hreinlætisáætlun. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Húsnæði og frágangur þess skal vera þannig að þrif séu auðveld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
5. Öryggi og slysavarnir
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við byggingarreglugerð, um að hitastig vatns við töppunarstað fari ekki yfir 43°C. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012, 14.5.10 gr.
6. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Losa skal þurrsalerni og færanleg salerni á viðurkenndum móttökustöðum. Rgl.nr. 798/1999 og 737/2003.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
7. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
8. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli. Lög nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, m.s.br.
Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002, m.s.br.
Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, m.s.br.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.
Byggingarreglugerð nr. 212/2012.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn starfsskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Umgegni á lóð
Óheimilt er að geyma lausamuni, s.s. bílflök, bílhluta og annan úrgang á lóðum þannig að snúi að almannafæri, valdi fok- eða slysahættu eða hættu á mengun í jarðvegi. 737/2003, 941/2002 14. gr.
Bifreiðum, tækjum og öðrum munum sem bíða viðgerðar, skal snyrtilega komið fyrir á umráðasvæði rekstraraðila. Geymslusvæði á lóð skal skerma af þar sem við á. 737/2003 16. og 18. gr.
2. Fráveita
Hafa skal olíuskilju á fráveitulögn frá niðurföllum þar sem vinna með olíur fer fram. Stærð, gerð og staðsetning skilju skal vera í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um olíuskiljur. Senda skal upplýsingar um olíuskiljur til heilbrigðisnefndar til yfirferðar og samþykkis.
Heilbrigðisnefnd getur samþykkt aðra tilhögun en olíuskilju sem hindrar að olía berist í frárennsli. 798/1999, 5. gr., 884/2017 51. gr.
Halda skal notkun olíuhreinsiefna í lágmarki. Til hreinsunar á gólfum skal nota umhverfisvæn sápuefni og/eða olíuhreinsa sem hæfa olíuskiljunni. Óheimilt er að nota efni sem innihalda lífræn leysiefni. 798/1999, 5. gr.
Olíuskilja skal skoðuð reglulega og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti. Olíuskilja skal tæmd eftir þörfum og skal láta aðila með leyfi til flutnings spilliefna sjá um tæmingu.
798/1999 5. gr., 884/2017 gr, 51.
Þar sem hætta er á að fljótandi efnavara, olíur eða olíuefni fari niður ber að hafa til reiðu búnað til upphreinsunar, s.s. blautsugu, olíumottur, tvist, sag eða annan ísogsbúnað. 884/2017 63.gr.
798/1998 5. gr.
Þvottur á tækjum og bifreiðum skal fara fram á svæðum með bundið slitlag og þar sem fráveita er tengd sandfangi og olíuskilju. 798/1999 5. gr., 884/2017.
Staðsetja skal ílát undir olíuefni, þ.m.t. úrgangsolíu, í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef olíuefni eru geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra. 43. gr., 50 gr., 809/1999 7. gr.
3. Spilliefni og annar úrgangur
Olíusíur og úrgangsolía teljast spilliefni og skal skila til viðurkenndrar spilliefnamóttöku með starfsleyfi. Pressuðum olíusíum má skila með málmúrgangi. 1040/2016 og rgl. nr. 806/1999
Hjá rekstraraðilum þar sem olíuúrgangur fellur til er skylt að tryggja að hann sé geymdur á viðeigandi hátt og merktur sem úrgangsolía. Úrgangsolíugeymar utandyra skulu vera með lekavörn. Árekstrarvarnir skulu vera við slíka geyma. 884/2017, 809/1999 7.gr., rgl. nr. 1040/2016, 806/1999 8.gr.
Olíumenguðum jarðvegi ber að koma til viðurkenndra móttökuaðila. 1400/2020
Rafgeymar og rafhlöður teljast spilliefni og skal skila til viðurkenndra móttökuaðila. Meðhöndlun og öll geymsla, þ.m.t. bráðabirgðageymsla skal fara fram á stöðum með ógegndræpu yfirborði og undir viðeigandi yfirbreiðslu sem er vind- og vatnsheld, í lokuðum og vökvaheldum spilliefnakörum eða í viðeigandi gámum. 1040/2016 og rgl. nr. 806/1999 rgl. nr. 1020/2011.
Blý, t.d. í jafnvægislóðum, er spilliefni og skal skilað til viðurkenndrar spilliefnamóttöku.
737/2003 og rgl. nr. 806/1999.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
efnalög nr. 61/2013,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi,
reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH),
reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn starfskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Umgengni á lóð
Óheimilt er að geyma lausamuni, s.s. bílflök, bílhluta og annan úrgang á lóðum þannig að snúi að almannafæri, valdi fok- eða slysahættu eða hættu á mengun í jarðvegi. Geymslusvæði á lóð skal skerma af þar sem við á. 737/2003, 941/2002 14. gr.
Bifreiðum, tækjum og öðrum munum sem bíða viðgerðar, skal snyrtilega komið fyrir á umráðasvæði rekstraraðila. 737/2003 16. og 18. gr.
2. Fráveita
Hafa skal olíuskilju á fráveitulögn frá niðurföllum þar sem vinna með olíur fer fram. Stærð, gerð og staðsetning skilju skal vera í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um olíuskiljur. Senda skal upplýsingar um olíuskiljur til heilbrigðisnefndar til yfirferðar og samþykktar.
Heilbrigðisnefnd getur samþykkt aðra tilhögun en olíuskilju sem hindrar að olía berist í frárennsli.
798/1999 5. gr., 884/2017 51. gr.
Halda skal notkun olíuhreinsiefna í lágmarki. Til hreinsunar á gólfum skal nota umhverfisvæn sápuefni og/eða olíuhreinsa sem hæfa olíuskiljunni. Óheimilt er að nota efni sem innihalda lífræn leysiefni. 798/1999 5. gr.
Olíuskilja skal skoðuð reglulega og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti. Olíuskilja skal tæmd eftir þörfum og skal láta aðila með leyfi til flutnings spilliefna sjá um tæmingu.
798/1999 5. gr., 884/2017 gr, 51.
Þar sem hætta er á að fljótandi efnavara, olíur eða olíuefni fari niður ber að hafa til reiðu búnað til upphreinsunar, s.s. blautsugu, olíumottur, tvist, sag eða annan ísogsbúnað.
798/1999 5. gr., 884/2017 63. gr.
Þvottur á tækjum og bifreiðum skal fara fram á svæðum með bundið slitlag og þar sem fráveita er tengd sandfangi og olíuskilju. 798/1999 5. gr.
Staðsetja skal ílát undir mengandi efni, þ.m.t. olíuefni, lökk, lífræn leysiefni og þynnar í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef olíuefni eru geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra.
884/2017 43. gr., 50 gr. 809/1999 7. gr.
Óheimilt er að spartlryk og málningarflögur berist í fráveitu sveitarfélags. 798/1999 5. gr.
3. Mengunarvarnir í útblæstri
Hafa skal fullnægjandi loftræstingu þar sem unnið er með lakk og þynni t.d. við lakkbar. Hindra ber óþarfa uppgufun á þynni og öðrum lífrænum leysiefnum. Komið skal í veg fyrir að afsog frá leysiefna- og öðrum lyktar-uppsprettum valdi skaða eða óþægindum. 550/2018 52. gr. og
rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
Útblástursloft frá sprautuaðstöðu skal leiða í gegnum lakksíur áður en það er leitt út úr húsi. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
Nota skal lokaðan þvottabúnað með þvottaþynni fyrir sprautu-byssur og annan búnað. Fullnægjandi loftræsing skal vera á búnaðinum. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
Þungamálmar og leysiefni í bifreiðalakki eru spilliefni og hættuleg í umhverfi. Leitast skal við að lágmarka notkun efna sem innihalda þungmálma og leysiefni.
550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
4. Geymsla á olíu og olíuefnum
Olíugeymar og olíulagnir þurfa samþykki byggingarfulltrúa og heilbrigðisnefndar og skulu uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, með síðari breytingum. 884/2017
5. Spilliefni og annar úrgangur
Farið skal eftir ákvæðum reglugerðar varðandi meðhöndlun og skil á spilliefnum eins og þau eru á hverjum tíma.
Notaðar loftsíur, mengaður sandblásturssandur, lakk- og þynnisleifar og spartlryk eru spilliefni og ber að skila til viðurkenndra móttökuaðila. 806/1999 og rgl. nr. 1040/2016.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
efnalög nr. 61/2013,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi,
reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH),
reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5. gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022 sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn starfsskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Umgengni á lóð
Óheimilt er að geyma lausamuni, s.s. bílflök, bílhluta og annan úrgang á lóðum þannig að snúi að almannafæri, valdi fok- eða slysahættu eða hættu á mengun í jarðvegi. 737/2003 og 941/2002 14. gr.
Bifreiðum, tækjum og öðrum munum skal snyrtilega komið fyrir á umráðasvæði rekstraraðila.
737/2003, 16. og 18. gr.
2. Fráveita
Á bón- og bílaþvottastöðvum skal vera olíu- og sandskilja við frárennsli í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um olíuskiljur. Búnaðurinn skal samþykktur af heilbrigðisnefnd. 798/1999 5.gr.
Frárennsli frá öllum nýjum og endurbættum bón- og bílaþvottastöðvum skal vera tengt sandskilju og samrunaolíuskilju. Allar nýjar og endurnýjaðar olíuskiljur skulu útbúnar sjálfvirkum viðvörunarbúnaði. Tryggt skal að aðstæður á vettvangi séu með þeim hætti að auðvelt sé að fylgjast með frárennsli og taka sýni úr frárennslinu ef nauðsyn krefur. 884/2017 51.gr. 798/1999, 5. gr
Olíuskilju og sandfang skal skoða reglulega og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti. Olíuskilju og sandfang skal tæma eftir þörfum og skal láta aðila með leyfi til flutnings spilliefna sjá um tæmingu.
798/1999 5. gr. 884/2017 gr. 51.
Halda skal notkun olíuhreinsiefna í lágmarki. Til hreinsunar á bílum og gólfum skal nota umhverfisvæn sápuefni og/eða olíuhreinsa. Óheimilt er að láta hvers kyns olíur, bensín, lífræn leysiefni eða önnur mengandi efni í fráveitur atvinnuhúsnæðis. 798/1999, 5. gr.
Ekki er heimilt að úða tjöruhreinsi eða öðrum hreinsiefnum utandyra eða við aðrar þær aðstæður þar sem það veldur mengun eða óþægindum í umhverfi. 787/1999, 5. gr.
Þar sem hætta er á að fljótandi efnavara fari niður ber að hafa til reiðu búnað til upphreinsunar s.s. blautsugu, tvist eða sag. 798/1998 5. gr. 884/2017 63. gr
Staðsetja skal ílát undir fljótandi efnavöru, þ.m.t. þvottaefni og tjöruhreinsi, í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef fljótandi efnavara er geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra. 798/1999, 5. gr. 884/2017 43. gr., 50 gr., 809/1999 7. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
byggingarreglugerð nr. 112/2012,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð 1040/2016 um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs,
reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi og
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir dýrasnyrtistofur. Rgl.nr. 830/2022 Viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13.gr. og 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. og 830/2022, 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. Rgl.nr. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt. Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið. Rgl.nr. 830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. Rgl.nr. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Húsanæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Þar sem við á skal lóð girt af með dýraheldri girðingu. Rgl.nr. 941/2002, IV. kafli.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr. og 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og lóð þar sem fram fer gæludýrahald skal þrifið daglega eða oftar sem ræðst af notkun. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna þrifa. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Rgl.nr. 941/2002, 14. og 11. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
5. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
6. Öryggi og slysavarnir
Gæludýr skulu ekki ganga laus þannig að viðskiptavinum sé hætta búin. Rgl.nr. 941/2002, 9. og 11. gr.
Dýrageymslur skulu vera þannig gerðar að ekki sé hætta á að dýr geti sloppið. Rgl.nr. 941/2002, 9. og 11. gr.
Í umgengni við dýr skal gæta varúðar þannig að hvorki hljótist af slys eða sýkingar.
Rgl.nr. 941/2002, XV. kafli.
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr.
Lyf og hættuleg efni skal geyma í læstum skápum. Efnavara skal merkt í samræmi við ákvæði í reglugerð. Rgl.nr. 415/2014 og 61/2013
Spilliefnum og lyfjaleifum skal safna og koma til viðurkenndrar móttökustöðvar. Rgl.nr. 806/1999 og 737/2003
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. Gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur.
Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9.gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002,
Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir,
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna,
Reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
Efnalög nr. 61/2013,
Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn,
Byggingarreglugerð nr. 212/2012.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir dýraspítala. 830/2022 Viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13. gr. og 830/2022 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. og 830/2022 6.gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu.
Rgl.nr. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt. Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
Rgl.nr. 830/2022, 11. Gr.
2. Húsnæði, lóð og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum.
Rgl.nr. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát.
Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Þar sem við á skal lóð girt af með dýraheldri girðingu. Rgl.nr. 941/2002.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn.
Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjal 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa. Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Rgl.nr. 112/2012, 6.8.4 gr. og 941/2002, 15. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og lóð þar sem fram fer gæludýrahald skal þrifið daglega eða oftar sem ræðst af notkun. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna þrifa. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Rgl.nr. 941/2002, 14. og 11. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Sóttvarnir
Fara skal að ákvæðum hollustuháttareglugerðar vegna ormahreinsunar á hundum og köttum.
Rgl.nr. 941/2002, 57. og 58. gr.
Rekstraraðilar fyrirtækja sem sjá um vörslu dýra er heimilt að fara fram á vottorð um hreinsun á hundi eða ketti. Rgl.nr. 941/2002, 57. og 58. gr.
Dauðhreinsa skal búnað og áhöld reglulega. Ávallt skal hreinsa, sótthreinsa og dauðhreinsa tæki og búnað eftir því sem við á með viðeigandi efnum og aðferðum. Dauðhreinsuð áhöld skal geyma í lokuðum umbúðum eða ílátum og haldið aðgreindum frá óhreinum áhöldum. Aðstaða til almennrar hreinsunar áhalda og dauðhreinsunar skal vera vel aðgreind. Rgl.nr. 941/2002, 49.gr.
Dýrahræ skal flytja til viðurkenndrar móttökustöðvar. Rgl.nr. 737/2003.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
7. Öryggi og slysavarnir
Gæludýr skulu ekki ganga laus þannig að viðskiptavinum sé hætta búin.
Rgl.nr. 941/2002, 9. 0g 11. gr.
Dýrageymslur skulu vera þannig gerðar að ekki sé hætta á að dýr geti sloppið.
Rgl.nr. 941/2002, 9. 0g 11. gr.
Í umgengni við dýr skal gæta varúðar þannig að hvorki hljótist af slys eða sýkingar.
Rgl.nr. 941/2002.
8. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Lyf og hættuleg efni skal geyma í læstum skápum. Efnavara skal merkt í samræmi við ákvæði í reglugerð. Rgl.nr. 415/2014 og 61/2013
Spilliefnum og lyfjaleifum skal safna og koma til viðurkenndrar móttökustöðvar. Rgl.nr. 806/1999 og 737/2003.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
9. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
10. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli. Lög nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð um hollustuhætti nr. 941/20020.
Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Efnalög nr. 61/2013.
Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.
Byggingarreglugerð nr. 212/2012.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir eyðingu meindýra. Rgl.nr. 830/2022. Viðauki.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13. gr. og 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. og 830/2022, 6.gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu.
Rgl.nr. 830/2022, 7.gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
Rgl.nr. 830/2022, 11. gr.
2. Almennt um eyðingu meindýra
Sá einn má starfa við eyðingu á meindýrum í atvinnuskyni sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum gefnu út af Umhverfisstofnun. Eingöngu handhafar notendaleyfis mega nota útrýmingarefni við framkvæmd eyðingar meindýra. Skal hann framvísa gildu leyfisskírteini þegar þess er óskað af viðskiptavinum og eftirlitsaðilum, við störf sín sem og við alla meðferð.
Rgl.nr. 677/2021, 7. og 16. gr.
Við eyðingu meindýra má einungis nota útrýmingarefni sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 878/2014 um sæfivörur. Rgl.nr. 677/2021, 16. gr.
Óheimilt er að endurselja eða láta af hendi með öðrum hætti útrýmingarefni sem einungis eru ætluð til notkunar í atvinnuskyni, nema að hafa tilkynnt um markaðssetningu þeirra til Umhverfisstofnunar. Efnalög 61/2013, 24.gr.
Við eyðingu á meindýrum gilda ákvæði laga um velferð dýra og laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Rgl.nr. 677/2021 16. gr.
Þeir sem nota útrýmingarefni í atvinnuskyni skulu halda skrár í a.m.k. þrjú ár yfir þær vörur sem þeir nota. Í skránni þarf að koma fram heiti vöru, notkunartími, skammtur og svæði. Rgl.nr. 2021/677, 16. gr.
3. Hlífðarbúnaður, varðveisla og flutningur
Um klæðnað og persónuhlífar sem notaður er við blöndun, úðun og útlagningu notendaleyfisskyldra vara, sem og skolun tækja, fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nánari fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins og öryggisblöðum eða merkingum fyrir vöruna. Rgl.nr. 677/2021, 11. gr.
Útrýmingarefni skal varðveita í umbúðum framleiðanda. Bæta við um sds á vinnustöðum sbr. 35. gr. í REACH. Rgl.nr. 677/2021, 12. gr. 888/2015, II. Viðauki, 888/2015, 35. gr. í.
Útrýmingarefni til almennrar notkunar skal geyma á tryggan hátt og þannig að þau séu aðskilin frá matvælum, dýrafóðri, lyfjum og snyrtivörum og þannig að óviðkomandi nái ekki til þeirra.
Rgl.nr. 677/2021, 12. gr.
Notendaleyfisskyldar vörur skulu geymdar í læstum hirslum eða rými sem skulu greinilega auðkennd með viðeigandi varnaðarorðum eins og „Varúð“, og/eða „Eitur“. Eftir atvikum skal aðgreina efni og efnablöndur í rýmum vegna mögulegrar hættu við blöndun þeirra.
Rgl.nr. 677/2021, 12. gr.
Um flutning á útrýmingarefnum á landi, með skipi og loftförum, svo og í pósti, fer samkvæmt lögum þeim og reglugerðum er við eiga. Rgl.nr. 677/2021, 13. gr.
4. Varnaðarmiðar
Þar sem eyðing meindýra fer fram skulu settir upp varnaðarmiðar á áberandi stað. Miðarnir skulu festir vandlega og letur þeirra skal vera þess eðlis, að lesmálið sé greinilegt á meðan að fyrirmæli sem þar koma fram gilda. Rgl.nr. 677/2021, 17. gr.
Eftirfarandi skal koma fram á varnaðarmiðum:
1. Yfirskrift með stóru letri, er segir „Varúð - Meindýraeyðing“.
2. Heiti vörunnar sem notuð er og heiti virkra efna sem hún inniheldur.
3. Nafn, heimilisfang og sími þess aðila er framkvæmir meindýraeyðinguna. 677/2021, 17. gr.
5. Framkvæmd eyðingar meindýra
Áður en hafist er handa við eyðingu meindýra, skal handhafi notendaleyfis kynna sér aðstæður og meta hvort þörf sé á notkun útrýmingarefna eða hvort hægt sé að beita aðgerðum sem ekki byggjast á notkun efna. Ef vafi leikur á hvers kyns meindýr um er að ræða skal kalla eftir áliti viðeigandi sérfræðinga. Rgl.nr. 677/2021, 17. gr.
Við eyðingu meindýra skal leitast við að nota ekki mikilvirkari útrýmingarefni en þörf krefur. Rgl.nr. 677/2021, 17. gr.
Gæta skal ítrustu varúðar við útlagningu útrýmingarefna og tryggja að þau valdi hvorki tjóni á mönnum og dýrum, öðrum en meindýrum, né berist í matvæli og fóður. Rgl.nr. 677/2021, 17. gr.
Fylgja skal í hvívetna notkunarleiðbeiningum sem fram koma á ílátum útrýmingarefna eða kunna að fylgja efninu á annan hátt. Rgl.nr. 677/2021, 17. gr.
Ef umbúðir rofna og umtalsvert magn varnarefna berst út í umhverfið skal tilkynna heilbrigðisnefnd um óhappið án tafar. Rgl.nr. 550/2018, 8. gr.
Dýrahræjum og úrgangi skal farga með löglegum hætti. Rgl.nr. 55/2003.
6. Takmörkun á notkun
Óheimilt er að dreifa eða geyma útrýmingarefni á brunnsvæði og grannsvæði innan verndarsvæðis vatnsbóla. Óheimilt er að staðsetja stórar geymslur fyrir útrýmingarefni á fjarsvæði innan verndarsvæðis vatnsbóla. Rgl.nr. 677/2021, 25. gr.
Æskilegt er að tilkynna til heilbrigðiseftirlits ef veggjalús finnst í húsnæði.
Ef veitt er undanþága fyrir dreifingu útrýmingarefna úr loftförum er þó óheimilt að dreifa þeim beint á yfirborðsvatn. Nánari skilyrði um framkvæmd með loftförum fer skv. útgefinni undanþágu.
Rgl.nr. 677/2021 25.gr., 28.gr.
Aðilar sem nota notendaleyfisskyldar vörur skulu gera viðeigandi ráðstafanir til verndar vatnavistkerfi og drykkjarvatni fyrir áhrifum af útrýmingarefnum. Þessar ráðstafanir skulu meðal annars fela í sér:
að velja útrýmingarefni, sem hvorki eru flokkuð sem "Hættuleg fyrir vatnsumhverfi" samkvæmt reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna né innihalda hættuleg forgangsefni eins og kveðið er á um í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns,
að velja skilvirkustu dreifingaraðferðirnar, t.d. þar sem notaður er búnaður sem hefur lítið úðarek í för með sér, einkum þegar um er að ræða hávaxinn gróður,
að nota mildandi ráðstafanir sem lágmarka áhættuna á mengun utan svæðisins, sem verið er að meðhöndla, af völdum úðareks, framræslu og afrennslis,
að draga úr eins og framast er unnt eða útiloka dreifingu á eða meðfram vegum og járnbrautarsporum, yfir mjög gegndræpt yfirborð eða önnur svæði nálægt yfirborðs- eða grunnvatni, eða yfir þétt yfirborð þar sem mikil hætta er á afrennsli í yfirborðsvatn eða skolpkerfi. Rgl.nr. 677/2021, 25.gr.
Óheimilt er að dreifa útrýmingarefnum á friðlýstum svæðum og lykilsvæðum verndaðra tegunda. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að dreifa útrýmingarefnum á ofangreindum svæðum ef:
dreifing er í það takmörkuðum mæli að ekki skapast áhætta fyrir heilsu og umhverfið og
dreifingin á sér stað á samfelldu, afmörkuðu svæði, sem ekki er stærra en 1.000 m².
Rgl.nr. 677/2021, 26.gr.
7. Förgun og losun útrýmingarefna
Óheimilt er að endurnota tómar umbúðirútrýmingarefna. Skola skal tómar umbúðir og skolvatnið notað til þynningar í úðunarblöndu. Tómum umbúðum, óþynntum og þynntum úðunarefnum skal fargað í samræmi við upplýsingar á umbúðum, á uppfærðum öryggisblöðum, og í samræmi við ákvæði laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Rgl.nr. 677/2021 Lög nr. 55/2003.
Óheimilt er að hella úðunarvökva, óþynntum eða þynntum í niðurföll, ár, vötn eða sjó.
Rgl.nr. 677/2021 14. gr.
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli,
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku.
Lög nr. 7/1998, 62. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Reglugerð nr. 677/2021 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna.
Reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).
Reglugerð nr. 550/2018 um osun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna.
Reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Efnalög nr. 61/2013.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5. gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Skilyrði
Skylt er að haga allri háværri starfsemi þannig að valdi sem minnstu ónæði. 724/2008.
Hefja má flugeldasýningu ef veður og aðstæður leyfa þann dag og á þeim tíma sem tiltekinn er í leyfi lögreglustjóra. Sé veðrátta eða vindátt óhagstæð skal fara að tilmælum lögreglu. 414/2017 15. gr. og rgl. nr. 737/2003.
Óheimilt er að skjóta upp flugeldum á eða í nánd við friðlýst svæði og vatnsverndarsvæði nema að fengnu leyfi heilbrigðisnefndar eða Umhverfisstofnunar ef um friðlýst svæði er að ræða. 796/1999, 797/1999 og lög nr. 60/2013.
Ábyrgðarmaður flugeldasýningarinnar ber ábyrgð á því að starfsemin sé í samræmi við gildandi löggjöf og að upplýsingar sem hann veitir um starfsemina séu réttar. Lög nr. 7/1998.
Skoteldasýningar skulu ekki haldnar eftir kl. 23:00 virka daga og ekki eftir kl. 24:00 um helgar. Fara skal eftir reglugerð nr. 724/2008 um hávaða. 414/2017 15. gr. og 724/2008 um hávaða.
Starfsemin skal lúta ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og laga nr. 40/2015 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum og reglugerðum settum samkvæmt þeim og reglugerð nr. 414/2017 um skotelda, eins og við á.
Vöktun á flugeldasýningu skal vera samfelld. Leyfishafa ber að sjá um hreinsun þess svæðis þar sem flugeldasýning hefur farið fram. Skoteldaúrgangi ber að skila á viðurkennda móttökustöð. 414/2017 15. gr.
Viðhafa skal sérstaka varkárni og nærgætni í nánd við svæði með ríkt fuglalíf og forðast óþarfa truflun skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd og lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Lög nr. 60/2013 og 64/1994.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 414/2017 um skotelda og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settra samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Rekstraraðila er skylt að halda flutningsbifreiðum, tækjum og búnaði ásamt byggingum og umhverfi hreinu og snyrtilegu. Fullnægjandi aðstaða skal vera fyrir hendi til daglegra þrifa á flutningstækjum. Reglugerð nr. 737/2003.
Rekstraraðili skal starfrækja innra eftirlit með mengandi þáttum, umhverfis og rekstrarþáttum á hverri starfsstöð. Innra eftirlit og skráningar skulu vera aðgengilegar eftirlitsaðilum. Skrá skal á skilvirkan hátt og geyma upplýsingar um:
Magn og gerð úrgangs sem fluttur er.
Vegakort sem sýnir flutningsleiðir sem teknar eru oftast.
Skrá skal allar akstursleiðir sem liggja um viðkvæm svæði.
Gera skal viðbragðsáætlun vegna mengunaróhappa.
Skrá skal öll mengunaróhöpp og atvik er varða mengun og mengunarvarnir rekstraraðila, s.s. bilanir, leka eða slys. Reglugerð nr. 550/2018
Flutningstæki skulu vera þannig útbúin að sorp eða úrgangur geti ekki fallið af þeim og/eða úrgangur lekið niður og valdið ónæði eða óþrifum. Ef óhöpp verða skal strax hreinsa og þrífa upp það sem farið hefur niður. Við flutning um fjallvegi, náttúruverndarsvæði og/eða grannsvæði vatnsbóla skal gæta sérstakrar varðúðar. Rgl. nr. 737/2003
Einungis er heimilt að losa heimilissorp og framleiðsluúrgang á viðurkenndum sorpmóttöku- eða förgunarstöðum. Rgl. nr. 737/2003
Rekstraraðili skal taka tillit til samþykkta sveitarstjórnar viðkomandi sveitarfélags um meðhöndlun úrgangs. Rgl. nr. 737/2003
Ílát fyrir úrgang skulu skýrlega merkt. Ef upplýsingar vantar skal merkja farminn sem óþekktan. Rgl. nr. 737/2003
Starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar og ónæðis. Rgl.nr. 737/2003
2. Eftirlit með færanlegri starfsemi
Leyfið gildir um allt land, en þó ber rekstraraðila að tilkynna heilbrigðisnefnd á viðkomandi heilbrigðiseftirlitsvæði um starfsemina þegar farið er í fyrsta skipti inn á annað heilbrigðiseftirlitssvæði. Tilkynning getur t.d. falist í því að senda afrit af skráningu til viðkomandi heilbrigðisnefndar, sem getur þá haft samband við fyrirtækið, leiðbeint því um val á akstursleiðum, sett strangari skilyrði ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða jafnvel bannað akstur um viðkvæm vatnsverndarsvæði. Reglugerð 830/2022 og 550/2018.
Heilbrigðisfulltrúar hafa eftirlit með færanlegri starfsemi í umboði heilbrigðisnefndar á hverju eftirlitssvæði. Lög nr. 7/1998
Heilbrigðisnefndir gera með sér samkomulag um fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits á milli eftirlitssvæða. Gjaldtaka fyrir eftirlit skal vera í samræmi við gjaldskrá viðkomandi eftirlitssvæðis. Lög nr. 7/1998
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða og
reglugerð nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. Reglugerð nr. 798/1999, 796/1999, 737/2003
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999 3.14. gr. Fylgiskjal 1A 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999 Fylgiskjal 1A 14.gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018.
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar
Reglugerð nr. 550/2018, 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil.
737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskilja o.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. Rgl.nr. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999 , 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr.,26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999, 737/2003.
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru. Rgl.nr. 799/1999.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi. 798/1999 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er.
Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018.
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%. 798/1999 3.14. gr., Fylgiskjal 1A 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%. 798/1999 Fylgiskjal 1A 3.14. gr.,
Tafla 1 í viðauka I., Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018.
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma.
Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar
550/2018 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. aga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir hársnyrtistofu. Rgl.nr. 830/2022. Viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13. gr. og 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum.
Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. og 830/2022, 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu.
Rgl.nr. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
Rgl.nr. 830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. Rgl.nr. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. Rgl.nr. 737/2003, 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr. og 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjal 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa. Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Rgl.nr. 112/2012, 6.8.4 gr. og 941/2002, 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við 14.5.10. gr. byggingarreglugerðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Fyrir hvern aðgerðarstól skal ekki vera minna en 5 m2 gólfrými. Rgl.nr. 941/2002, 44. gr.
Sérstök handlaug með fljótandi handsápu, gerlaeyði og einnota handþurrkum eða handþurrkum á rúllu skal vera í vinnurými. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Á hársnyrtistofu skulu annars vegar vera hárþvottalaug og hins vegar borð með þvottalaug til blöndunar efna. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Rgl.nr. 941/2002, 14. og 11. gr.
Handklæði, ábreiður eða tauhlífar skal þvo við að lágmarki 60°C og geyma í lokuðum skápum eða ílátum. Nota skal hreinan búnað, ábreiður og hlífar við hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsnæðið nema að fenginni undanþágu frá ráðherra. Rgl.nr. 941/2002, 19. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. 12. gr.
4. Sóttvarnir
Ávallt skal hreinsa og sótthreinsa búnað með viðeigandi efnum og aðferðum. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Hrein og sótthreinsuð áhöld og búnaður skal notaður við hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Oddhvössum hlutum, s.s. rakvélablöðum ásamt spilliefnum og umbúðum þeirra skal koma til viðeigandi förgunar. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli,
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku.
Lög nr. 7/1998, 62. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli. Lög nr. 7/1998.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir,
lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur
lögum nr. 93/1995 um matvæli,
Byggingarreglugerð nr. 112/2012,
reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt. 798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. Reglugerð nr. 798/1999, 796/1999, 737/2003.
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru. Reglugerð nr. 799/1999
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999, 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Reglugerð nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. Rgl. nr. 737/2003 og 806/1999.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%. 798/1999, 3.14. gr. Fylgiskjal 1A
3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%. 798/1999 Fylgiskjal 1A 14.gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar. 550/2018
8. og 57. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir og búnaður
Lyf, lyfjaleifar og hættuleg og varasöm efni skulu geymd í læstri og loftræstri geymslu. Lyfjaleifum og spilliefnum skal jafnóðum komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 806/1999.
Nota skal lokuð og vökvaheld ílát við tímabundna geymslu dýrahræja og flutning á förgunarstað. Förgun á dýrahræjum er einungis heimil á förgunarstað sem hefur til þess starfsleyfi. 737/2003.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 737/2003 16. og 17. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum byggingarnefndar og heilbrigðisnefndar. 798/1999.
Dýraskít, hálm og hey úr kanínubúum skal meðhöndla á þann hátt að ekki skapist mengun við geymslu og dreifingu. Rekstraraðili skal tryggja:
Að fyrir liggi samþykkt framkvæmdaáætlun um dreifingu þar sem m.a. kemur fram áætlað magn, dreifingartími, dreifingarstaðir og samþykki landeiganda sé rekstraraðili ekki eigandi lands.
Að ekki sé hætta á að dreifing valdi mengun í vatnsbólum eða í yfirborðsvatni.
Að tryggt sé að dreifing valdi ekki öðrum óþægindum eða ama s.s. vegna lyktar eða óþrifnaðar.
Að fylgt sé þeim sértæku kröfum sem heilbrigðisnefnd setur dreifingunni s.s. er varða tímatakmörk og magn á flatareiningu o.þ.h. sbr. leiðbeiningar um góða búskaparhætti sem m.a. má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Að við kanínubú séu vandaðar og þéttar hauggeymslur.
Reglugerð nr. 737/2003, 796/1999, 787/1999 og 804/1999.
Óheimilt er að dreifa skít á stöðum þar sem hann getur mengað læki, ár, eða vatnsból. 796/1999, 5. gr. og 804/1999, 5. gr.
Geymslu skít frá kanínubúum skal þannig fyrir komið að ekki sé hætta á mengun í vatnsbólum eða í yfirborðsvatni. Þurrskít skal geyma fram að dreifingu á þann hátt að ekki sé hætta á útskolun, t.d. með yfirbreiðslu. Blautskít skal geyma í safnþró fram að dreifingu. Um gerð þróar er vísað til starfsreglna um góða búskaparhætti. 796/1999, og 804/1999.
Ef yfirfall er á safnþró skal það fara í siturlögn í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar. 798/1999.
Safnþrær, fráveitur og geymslur fyrir úrgang skulu vera í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar. 737/2003 og 798/1999.
Hvers konar urðun eða brennsla á úrgangi, þ.m.t. dýrahræjum, á athafnasvæði rekstraraðila er óheimil. 737/2003.
Ef í ljós kemur að loftmengun eða ólykt frá starfseminni veldur fólki á nærliggjandi landareignum óþægindum er heilbrigðisnefnd heimilt að krefjast sérstakra aðgerða. 787/1999.
Um förgun og notkun aukaafurða dýra og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis gildir reglugerð nr. 674/2017, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1069/2009. 674/2017.
Rekstraraðili skal taka upp innra eftirlit þar sem jafnóðum eru skráðir eftirfarandi þættir starfseminnar:
Fjöldi kanína.
Fjöldi sláturdýra og sjálfdauðra dýra.
Fjöldi strokudýra.
Tæming þróa, dagsetning losunar og áætlað magn skíts.
Söfnun, geymsla og dreifing búfjáráburðar.
Förgun úrgangs sem til fellur og áætlað magns úrgangs, þ.m.t. hræ og lyfjaleifar.
Mengunarslys og óhöpp sem kunna að verða, s.s. ef þró yfirfyllist
Skráning á frávikum og viðbrögðum með þeim.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar.
Skráningar skulu vera aðgengilegar heilbrigðisfulltrúum.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
efnalög nr. 61/2013,
reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH),
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir kírópraktór. Rgl.nr. 830/2022. Viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl.nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl.nr. 941/2002, 13. gr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum.
Rgl.nr. 941/2002, 3. og 14. gr. 830/2022, 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu.
Rgl.nr. 830/2022, 7.gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið. Rgl.nr. 830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. Rgl.nr. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. Rgl.nr. 737/2003, 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr. og 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjali 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa. Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Rgl.nr. 112/2012, 6.8.4 gr. 941/2002, 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Sérstök handlaug með fljótandi handsápu, gerlaeyði og einnota handþurrkum eða handþurrkum á rúllu skal vera í eða í tengslum við vinnurými eftir því sem við á. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Á stofu Kírópraktors skal vera baðaðstaða fyrir viðskiptavini þar sem Rgl.nr. 941/2002, 45. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við byggingarreglugerð. Vatnshiti á ekki að fara yfir 43°C á töppunarstað. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. og 112/2012, 14.5.10 gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Rgl.nr. 941/2002, 14. og 11. gr.
Handklæði, ábreiður eða tauhlífar skal þvo við að lágmarki 60°C og geyma í lokuðum skápum eða ílátum. Nota skal hreinan búnað, ábreiður og hlífar við hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsnæðið nema að fenginni undanþágu frá ráðherra. Rgl.nr. 941/2002, 19. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Sóttvarnir
Ávallt skal hreinsa og sótthreinsa búnað með eftir því sem við á með viðeigandi efnum og aðferðum. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Hrein og sótthreinsuð áhöld og búnaður skal notaður fyrir hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr
Oddhvössum hlutum, s.s. rakvélablöðum ásamt spilliefnum og umbúðum þeirra skal koma til viðeigandi förgunar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli,
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku.
Lög nr. 7/1998, 62. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir,
lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur
lögum nr. 93/1995 um matvæli,
Byggingarreglugerð nr. 112/2012,
reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil.
737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra. Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999, 737/2003.
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru. Reglugerð nr. 799/1999.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999, 7.gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Rgl.nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018.
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999, 3.14. gr. Fylgiskjal 1A, 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999, Fylgiskjal 1A 14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018.
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar
550/2018, 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. Beita skal bestu aðgengilegu tækni (BAT) til að fyrirbyggja mengun vatns, sjávar og lofts hafi hún verið skilgreind. Reglugerð nr. 550/2018.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. Reglugerð nr. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. Reglugerð nr. 798/1999.
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
Reglugerð nr. 798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra. Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. Reglugerð nr. 798/1999, 796/1999, 737/2003
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem velda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Reglugerð nr. 798/1999 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Reglugerð nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. Reglugerð nr. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999
Um meðhöndlun á aukaafurðum dýra fer eftir reglugerð nr. 674/2017, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1069/2009.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. Reglugerð nr. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Eftirlit, rekstur og viðhald kæli- og frystibúnaðar skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun og haldin skal dagbók um allt sem viðkemur viðhaldi og rekstri kælimiðla. Fara skal eftir leiðbeiningum frá heilbrigðisnefnd og Umhverfisstofnun um kælimiðla. Rgl.nr.970/2013.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. Rgl.nr. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. Rgl.nr. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
Óheimilt er að þrífa ílát og kör utandyra. 737/2003 og rgl. nr. 798/1999
Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæði girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum körum og kössum utandyra er óheimil. Reglugerð nr. 737/2003 17. gr
Um rekstur kælikerfa er vísað í starfsskilyrði um rekstur kælikerfa þar sem notuð eru kælikerfi sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni og þjónusta við þau kerfi. Rgl.nr.1066/2019.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefni eða úrgangsefnum, skulu tafarlaust gerðar ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. Rgl.nr. 550/2018.
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar. Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir). Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
Rgl.nr. 798/1999 3.14. gr. Fylgiskjal 1A 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
Rgl.nr. 798/1999 Fylgiskjal 1A 14.gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Rgl.nr. 550/2018 og sbr. fskj. 1 og 2 með rgl. nr. 798/1999
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar. Rgl.nr. 550/2018 og 798/1999.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal starfrækja innra eftirlit með starfseminni. Skrá skal á skilvirkan hátt og geyma upplýsingar um:
Afstöðumynd af stöðinni sem sýnir m.a. frárennslislagnir og hreinsivirki sem kunna að vera til staðar, og safna skal upplýsingum um breytingar, viðhald og tæmingu þeirra.
Skráningar á innvegnu magni hráefnis.
Viðhald og tæmingu hreinsivirkja sem eru til staðar.
Gerð kæli- og frystikerfa sem notuð eru í ásamt viðhaldi búnaðarins, sbr. ákvæði í starfsskilyrðum fyrir rekstur kælikerfa.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Skrá skal öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Kvartanir og/eða athugasemdir sem berast vegna starfseminnar og viðbrögð rekstraraðila við þeim. Rgl.nr. 550/2018, 8. og 57. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða,
reglugerð nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og
reglugerð nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil.
737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskilja o.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999.
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999, 737/2003.
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru. 799/1999.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999 7. gr. og 25.gr., Fylgiskjal 1A, 796/1999, fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er.
Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. Rgl.nr. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018.
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%. 798/1999 3.14. gr., Fylgiskjal 1A, 3.14. gr., Tafla 1 í viðauka I., Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999, Fylgiskjal 1A 3.14. gr., Tafla 1 í viðauka I., Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018.
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma.
Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar 550/2018 8. og 57. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. 796/1999 12. gr.
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999.
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999 og 737/2003
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Rgl.nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. Lög nr. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. Lög nr. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. Lög nr. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
Lög nr. 798/1999, 3.14. gr. Fylgiskjal 1A, 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
Lög nr. 798/1999 Fylgiskjal 1A 14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós, skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Lög nr. 550/2018
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra Eftirlit
Rekstraraðili skal hafa eftirlit með öllum rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun. Jafnóðum skal skrá og geyma upplýsingar um:
Úttektir, prófanir, bilanir og viðhald á mengunarvarnabúnaði, þ.m.t. hreinsun á skiljum, síum, skorsteinum og loftrásum.
Öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum, magn (kg, L) og gerð.
Magn (kg, L) og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila, ennfremur nafn flutningsaðila og móttökustöðvar.
Vatns- og raforkunotkun.
Kvartanir og athugasemdir sem berast vegna starfseminnar
Reglugerð 550/2018, 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun hafs,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. Beita skal bestu aðgengilegu tækni (BAT) til að fyrirbyggja mengun vatns, sjávar og lofts hafi hún verið skilgreind. Reglugerð nr. 550/2018.
Gera skal, í samráði við heilbrigðisnefnd, ráðstafanir til að lágmarka magn og styrk mengandi efna í frárennsli, þar með talið lyfjamengaða mjólk. 796/1999
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum byggingarnefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra.
Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999, 737/2003.
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999, 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Rgl.nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999.
Um meðhöndlun á aukaafurðum dýra fer eftir reglugerð nr. 674/2017, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1069/2009.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Eftirlit, rekstur og viðhald kæli- og frystibúnaðar skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun og haldin skal dagbók um allt sem viðkemur viðhaldi og rekstri kælimiðla. Fara skal eftir leiðbeiningum frá heilbrigðisnefnd og Umhverfisstofnun um kælimiðla. Reglugerð nr. 970/2013
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. Reglugerð nr. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæði girt af eftir þörfum. 737/2003 17. gr
Um rekstur kælikerfa er vísað í starfsskilyrði um rekstur kælikerfa þar sem notuð eru kælikerfi sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni og þjónusta við þau kerfi. 1066/2019
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefni eða úrgangsefnum, skulu tafarlaust gerðar ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018
2. Losunarmörk og sýnataka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun – Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999 3.14. gr. Fylgiskjal 1A 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun – hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun – hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun – hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999 Fylgiskjal 1A 14.gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018 og sbr. fylgiskjal 1 og 2 með rgl. nr. 798/1999
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og getur gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Rekstraraðili skal senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal starfrækja innra eftirlit með starfseminni. Skrá skal á skilvirkan hátt og geyma upplýsingar um:
Afstöðumynd af stöðinni sem sýnir m.a. frárennslislagnir og hreinsivirki sem kunna að vera til staðar, og safna skal upplýsingum um breytingar, viðhald og tæmingu þeirra.
Skráningar á innvegnu magni hráefnis.
Viðhald og tæmingu hreinsivirkja sem eru til staðar.
Gerð kæli- og frystikerfa sem notuð eru í ásamt viðhaldi búnaðarins, sbr. ákvæði í starfsskilyrðum fyrir rekstur kælikerfa
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Skrá skal öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Kvartanir og/eða athugasemdir sem berast vegna starfseminnar og viðbrögð rekstraraðila við þeim. Reglugerð nr. 550/2018, 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða,
reglugerð nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og
reglugerð nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir og búnaður
Öll steinefni, steypu, múrbrot o.fl. skal úða með vatni við niðurbrot til að koma í veg fyrir rykmyndun. Enn fremur skal lágmarka rykmyndun á framkvæmdasvæði öllu svo og við brottflutning niðurbrotsefna eftir því sem við á, m.a. með skolun hjólbarða flutningabifreiða í hvert sinn sem framkvæmdasvæði er yfirgefið. Reglugerð nr. 787/1999 5. gr.
Ef í ljós kemur við niðurrif mannvirkis að jarðvegur er mengaður skal tafarlaust hafa samband við heilbrigðisnefnd. Reglugerð nr. 1400/2020
Áður en niðurrif hefst á að tryggja að búið sé að aftengja rafmagn og vatn, nema það sem þarf til niðurrifs. Skólp- og frárennslisrör skulu vera frágengin á fullnægjandi hátt.
Starfseminni skal hagað þannig að hún valdi hvorki nágrönnum né fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna fjúkandi úrgangs, lyktar, ryks, hávaða eða annars ónæðis. Reglugerð nr. 830/2022, sbr. 550/2018
Eftirlit og viðhald með vélum og mengunarvarnabúnaði skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun.
Ábyrgðarmaður/forráðamaður fyrirtækisins sem með skráningu þessari hefur verið heimilað niðurrif nánar tilgreindra mannvirkja ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við skilyrði þessi og önnur ákvæði sem eiga við skv. lögum, reglugerðum og leiðbeiningum.
Girða skal af niðurrifssvæði sem liggur að götu, göngustíg eða öðrum svæðum þar sem hætta getur skapast fyrir vegfarendur. Reglugerð nr. 430/2007
Rekstraraðili skal með sannanlegum hætti tilkynna íbúum og öðrum þeim sem hafast við á nærliggjandi svæðum um fyrirhugaða framkvæmd áður en hún hefst. Fram skal koma tímalengd framkvæmdar, hvaða þættir hennar séu líklegir til að valda ónæði og hvenær unnið verði að þeim þáttum. Reglugerð nr. 724/2008.
Ef flokkun og forvinnsla niðurrifsefna á sér stað á því svæði sem verið er að rífa niður byggingar skal huga sérstaklega að því að sú starfsemi valdi ekki ónæði. Sérstaklega hávaðasöm starfsemi, svo sem höggborun, kvörnun efnis o.þ.h. má ekki fara fram í og við íbúðasvæði nema á virkum dögum milli kl. 07:00 og kl. 19:00. Reglugerð nr. 724/2008, 9. gr.
2. Meðhöndlun úrgangs
Úrgangsefni skal endurnýta eins og kostur er að undangenginni flokkun þeirra. Úrgangsefnum sem ekki eru endurnýtt skal farga á öruggan hátt á stað sem hefur til þess starfsleyfi og afla kvittana fyrir móttöku og skrá á meðfylgjandi eyðublað: ,,Skýrsla um gerð, magn og lokaáfangastað byggingarúrgangs”. Skila skal útfylltu eyðublaði til heilbrigðisnefndar að loknu verki. Reglugerð nr. 738/2003, 737/2003
Öllum spilliefnum s.s. asbesti, PCB, þungmálmum, kvikasilfri, olíum o.fl. skal halda aðskildum frá öðrum úrgangsefnum, s.s. múrbroti, timbri, járni, plasti o.fl. Reglugerð nr. 806/1999, 1040/2016
Hreinsun á menguðum jarðvegi er starfsleyfisskyld starfsemi hjá heilbrigðisnefnd. Fara skal eftir leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um mengaðan jarðveg. Reglugerð nr. 1400/2020
Asbestryk og úrgangur sem inniheldur asbest skal geymdur í þéttum, merktum og lokuðum ílátum og fluttur af flutningsaðila sem hefur starfsleyfi til flutnings spilliefna og ADR réttindi til flutnings hættulegs farms til förgunarstaðar sem hefur starfsleyfi til förgunar asbests. Reglugerð nr. 430/2007, 705/2009, 1077/2010
3. Sérstakar mengunarvarnir þegar um niðurrif asbests er að ræða
Ávallt skal kalla til aðila sem hefur samþykki Vinnueftirlitsins til að vinna við niðurrif eða viðhald á asbesti.
Koma skal í veg fyrir loftmengun frá starfseminni meðan niðurrif á asbesti fer fram. Asbest skal ávallt rífa handvirkt hvort sem það fyrirfinnst við útveggi, þakplötur o.þ.h., eða í innirými t.d. veggplötum, flísum og við vatnslagnir. Koma skal í veg fyrir rykmyndun eftir ítrustu getu. Áhersla skal lögð á að bleyta með vatni byggingahluta sem innihalda asbest og snúa út á við. Reglugerð nr. 430/2007
Heilbrigðisnefnd áskilur sér heimild til að krefjast þess fyrir niðurrif asbests í innirými að svæðið skuli lokað af með þéttu efni þannig að undirþrýstingur hindri dreifingu á asbesti út fyrir niðurrifssvæðið. Aðgangur að svæðinu skal þá vera í gegnum sérstakan loftræstan gang. Afsogsloft af svæðinu skal leiða út þannig að hætta á innöndun sé hverfandi. Reglugerð nr. 430/2007 7. gr.
Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta mæla magn asbest- svifagna í loftinu og takmarka aðgang að svæðinu ef niðurstöður mælinga gefa tilefni til. Reglugerð nr. 430/2007
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs og
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða,
lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 738/2003 um urðun úrgangs,
reglugerð nr. 1040/2016 úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi á landi,
reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, breytt með reglugerð nr. 849/2000 og reglugerð nr. 48/2001,
reglugerð nr. 870/2000 um takmarkanir á innflutningi, notkun og meðhöndlun asbests,
reglugerð nr. 430/2007 um bann við notkun asbests á vinnustöðum,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. /1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir nuddstofu. 830/2022 Viðauki.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. 941/2002 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. 941/2002 13. gr., 830/2022 6.gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum.
941/2002 3. og 14. gr., 830/2022 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. 941/2002 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. 941/2002 14. gr., 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. 941/2002 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. 941/2002 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. 737/2003 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. 941/2002 14. gr., 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. 941/2002 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. 941/2002 14. gr.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjal 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa.Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. 112/2012 6.8.4 gr., 941/2002 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. 941/2002 14. gr.
Sérstök handlaug með fljótandi handsápu, gerlaeyði og einnota handþurrkum eða handþurrkum á rúllu skal vera í eða í tengslum við vinnurými eftir því sem við á. 941/2002 43. gr
Borð og þvottalaug skal vera til staðar til þvotta og sótthreinsunar á áhöldum og/eða fyrir meðhöndlun sterkra efna. 941/2002 43. gr.
Þar sem notuð eru margnota áhöld sem snerta eða fara í gegnum húð viðskiptavina skal vera til staðar útbúnaður til dauðhreinsunar áhalda. 941/2002 43. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við byggingarreglugerð. Vatnshiti á ekki að fara yfir 43°C á töppunarstað. 941/2002 14. gr., 112/2012 14.5.10 gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. 941/2002 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. 941/2002 14. og 11. gr.
Handklæði, ábreiður eða tauhlífar skal þvo við að lágmarki 60°C og geyma í lokuðum skápum eða ílátum. Nota skal hreinan búnað, ábreiður og hlífar við hvern viðskiptavin. 941/2002 43. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsnæðið nema að fenginni undanþágu frá ráðherra. Rgl.nr. 941/2002 19. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Sóttvarnir
Ávallt skal hreinsa, sótthreinsa og dauðhreinsa tæki og búnað með viðeigandi efnum og aðferðum. 941/2002 43. gr.
Margnota áhöld sem snerta eða fara í gegnum húð viðskiptavinar skulu dauðhreinsuð og pökkuð á viðurkenndan hátt. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Hrein og sótthreinsuð eða dauðhreinsuð áhöld og búnaður skal notaður við hvern viðskiptavin. Nota skal einnota dauðhreinsuð áhöld og búnað þar sem því verður við komið. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Ef upp kemur sjúkdómur eða smit meðal starfsfólks eða viðskiptavina sem ætla má að tengist fyrirtækinu ber að tilkynna atvikið til heilbrigðisyfirvalda, þ.e. sóttvarnarlæknis eða yfirlæknis heilsugæslu. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Lög nr. 93/1995
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Oddhvössum hlutum, s.s. rakvélablöðum ásamt spilliefnum og umbúðum þeirra skal koma til viðeigandi förgunar. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggð á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur.
941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum.
Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti,
reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsleyfisskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5. gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022 og 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Umgegni á lóð
Óheimilt er að geyma lausamuni, s.s. bílflök, bílhluta og annan úrgang á lóðum þannig að snúi að almannafæri, valdi fok- eða slysahættu eða hættu á mengun í jarðvegi. Geymslusvæði á lóð skal skerma af þar sem við á. 737/2003 og 941/2002 14. gr.
Bifreiðum, tækjum og öðrum munum sem bíða þjónustu skal snyrtilega komið fyrir á umráðasvæði rekstraraðila. 737/2003, 16. og 18. gr.
2. Fráveita
Hafa skal olíuskilju á fráveitulögn frá niðurföllum þar sem vinna með olíur og ryðvarnarefni fer fram. Stærð, gerð og staðsetning skilju skal vera í samræmi við leiðbeiningar Umhverfisstofnunar um olíuskiljur. Senda skal upplýsingar um olíuskiljur til heilbrigðisnefndar til yfirferðar og samþykktar. Heilbrigðisnefnd getur samþykkt aðra tilhögun en olíuskilju sem hindrar að olía eða ryðvarnarefni berist í frárennsli. 798/1999, 5. gr., 884/2017 51. gr.
Halda skal notkun olíuhreinsiefna í lágmarki. Til hreinsunar á gólfum skal nota umhverfisvæn sápuefni og/eða olíuhreinsa sem hæfa olíuskiljunni. Óheimilt er að nota efni sem innihalda lífræn leysiefni. 798/1999, 5. gr.
Olíuskilja skal skoðuð reglulega og ekki sjaldnar en á sex mánaða fresti. Olíuskilja skal tæmd eftir þörfum og skal láta aðila með leyfi til flutnings spilliefna sjá um tæmingu. 798/1999 5. gr. 884/2017.
Allar nýjar og endurnýjaðar olíuskiljur skulu útbúnar sjálfvirkum viðvörunarbúnaði. Tryggt skal að aðstæður á vettvangi séu með þeim hætti að auðvelt sé að fylgjast með frárennsli og taka sýni úr frárennslinu ef nauðsyn krefur. 798/1999 5. gr.
Þar sem hætta er á að fljótandi efnavara, olíur eða olíuefni fari niður ber að hafa til reiðu búnað til upphreinsunar, s.s. blautsugu, olíumottur, tvist, sag eða annan ísogsbúnað. 884/2017 63.gr. 798/1998 5.gr.
Þvottur á tækjum og bifreiðum skal fara fram á svæðum með bundið slitlag og þar sem fráveita er tengd sandfangi og olíuskilju. 798/1999 5. gr. 884/2017.
Staðsetja skal ílát undir efnavöru þ.m.t. olíu og ryðvarnarefni, í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef olíuefni eru geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra. 884/2017, 43. gr., 50 gr. Rgl. nr. 809/1999 7. gr.
3. Mengunarvarnir í útblæstri
Komið skal í veg fyrir að afsog frá leysiefna- og öðrum lyktaruppsprettum valdi skaða eða óþægindum. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999, 5. gr. og 9. gr.
Hafa skal fullnægjandi loftræstingu þar sem unnið er með ryðvarnarefni og olíuhreinsi. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999.
Útblástursloft frá vinnusvæði skal leiða í gegnum síur áður en það er leitt út úr húsi. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði, reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi og reglugerð nr. 809/1999 um olíuúrgang.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. /1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir sjúkraþjálfun. 830/2022 Viðauki
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. 941/2002 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. 941/2002 13. gr. 830/2022 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum.
941/2002 3. og 14. gr., 830/2022 6. gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð.830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. 112/2012
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. Rgl.nr. 941/2002 14. gr., 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Húsanæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. 737/2003 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. 941/2002 14.gr. 536/2001
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Starfsfólk og viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjali 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa. Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Rgl.nr. 112/2012 6.8.4 gr., 941/2002 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Sérstök handlaug með fljótandi handsápu, gerlaeyði og einnota handþurrkum eða handþurrkum á rúllu skal vera í eða í tengslum við vinnurými eftir því sem við á. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Á stofunni skal vera baðaðstaða fyrir viðskiptavini, þar sem við á. Rgl.nr. 941/2002, 45. gr.
Borð og þvottalaug skal vera til staðar til þvotta og sótthreinsunar á áhöldum og/eða fyrir meðhöndlun sterkra efna. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Þar sem notuð eru margnota áhöld sem snerta eða fara í gegnum húð viðskiptavina skal vera til staðar útbúnaður til dauðhreinsunar áhalda. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við byggingarreglugerð. Vatnshiti á ekki að fara yfir 43°C á töppunarstað. Rgl.nr. 941/2002 14. gr., 112/2012 14.5.10 gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. 941/2002 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. 941/2002 14. og 11. gr.
Handklæði, ábreiður eða tauhlífar skal þvo við að lágmarki 60°C og geyma í lokuðum skápum eða ílátum. Nota skal hreinan búnað, ábreiður og hlífar við hvern viðskiptavin. 941/2002 43. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsnæðið nema að fenginni undanþágu frá ráðherra. Rgl.nr. 941/2002 19. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Sóttvarnir
Ávallt skal hreinsa, sótthreinsa og dauðhreinsa tæki og búnað eftir því sem við á með viðeigandi efnum og aðferðum. 941/2002 43. gr.
Margnota áhöld sem snerta eða fara í gegnum húð viðskiptavinar skulu dauðhreinsuð og pökkuð á viðurkenndan hátt. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Hrein og sótthreinsuð eða dauðhreinsuð áhöld og búnaður skal notaður við hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Ílát undir blandað sótthreinsiefni skal vera með þéttu loki. Rgl.nr. 941/2002 49. gr.
Ef upp kemur sjúkdómur eða smit meðal starfsfólks eða viðskiptavina sem ætla má að tengist fyrirtækinu ber að tilkynna atvikið til heilbrigðisyfirvalda, þ.e. sóttvarnarlæknis eða yfirlæknis heilsugæslu. Rgl.nr. 941/2002 43. gr.
Dauðhreinsibúnað skal athuga reglulega og prófa með sporprófum eða álíka viðurkenndum aðferðum. Rgl.nr. 941/2002 49. gr.
Dauðhreinsuð áhöld skal geyma í lokuðum umbúðum eða ílátum og haldið aðgreindum frá óhreinum áhöldum. Rgl.nr. 941/2002 49. gr.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Lög nr. 93/1995
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Oddhvössum hlutum, s.s. rakvélablöðum ásamt spilliefnum og umbúðum þeirra skal koma til viðeigandi förgunar. Rgl.nr. 941/2002, 43. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur.
941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. Kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum.
Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
1.1 Starfsskilyrði þessi gilda fyrir sólbaðsstofu. 830/2022
1.2 Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. 941/2002 14. gr.
1.3. Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. 830/2022, 3. gr.
1.4. Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. 941/2002 13. gr. 830/2022 6. gr.
1.5. Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum.
941/2002 3. og 14. gr., 830/2022 6. gr.
1.6. Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. 830/2022, 6. gr.
1. 7. Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. 830/2022, 7. gr.
1.8. Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði, lóð og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. Rgl.nr. 112/2012.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. 941/2002 14. gr.
Lóð og húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. 941/2002 14. gr., 112/2012 6.12.6. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. 941/2002 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. 941/2002 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. 737/2003 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. 941/2002 14.gr., 536/2001.
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. 941/2002 14. Gr.
Baðaðstaða skal vera fyrir viðskiptavini. Rgl.nr. 941/2002, 46 gr.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjal 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa.Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. 112/2012 6.8.4 gr., 941/2002 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. 941/2002 11. og 14. gr.
Loftræstikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræstikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila.
941/2002 14. og 11. gr.
Handklæði, ábreiður eða tauhlífar skal þvo við að lágmarki 60°C og geyma í lokuðum skápum eða ílátum. Nota skal hreinan búnað, ábreiður og hlífar við hvern viðskiptavin. 941/2002 43. gr.
Ljósabekki og hlífðargleraugu skal þrífa með sótthreinsandi efni eftir hverja notkun af starfsmönnum stofunnar. Rgl.nr. 941/2002 46. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Öryggi og slysavarnir
Ljósabekkir skulu þannig staðsettir og varðir þannig að aðrir en þeir sem nota bekkina verði ekki fyrir geislun. 941/2002, 46. gr.
Hlífðargleraugu skulu vera aðgengileg fyrir viðskiptavini. 941/2002, 46. gr.
Á ljósastofum skal hengja upp á áberandi stað þær reglur sem gilda um notkun sólarlampa/ljósabekkja. Þar skal m.a. koma fram að einstaklingum yngri en 18 ára er óheimil afnot af sólarlömpum, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. 941/2002, 46. gr.
Á hverjum ljósabekk skal vera viðvörunarmerki frá Geislavörnum ríkisins “Aðvörun útfjólublá geislun” 941/2002, 46. gr.
Kröfum geislavarna ríkisins um ljósabekki og ljósaperur, svo og upplýsingum aðvörun landlæknis til viðskiptavina skal fylgt við reksturinn Rgl.nr. 941/2002, 46. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notenda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við 14.5.10 gr. byggingareglugerðar Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
5. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Lög nr. 93/1995
6. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
7. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr., lög nr. 7/1998, XIV. kafli.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
8. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum. Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. 941/2002, XVII. kafli, Lög nr. 7/1998.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn.
Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Flúoraðar gróðurhúsalofttegundir (F-Gös)
Flytji rekstraraðili inn HFC-efni skal hann hafa innflutningsheimildir frá Umhverfisstofnun. 9. gr. reglugerðar nr. 1066/2019.
Rekstraraðili skal aðeins afhenda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir þeim aðilum sem hlotið hafa vottun skv. 7. gr. reglugerðar nr. 1066/2019 eða starfi fyrir fyrirtæki sem hefur vottun skv. 8. gr. sömu reglugerðar.5. gr. reglugerðar nr. 1066/2019.
Merkingar skulu vera til staðar á vörum og/eða búnaði rekstraraðila sem inniheldur F-gös.6. gr. reglugerðar nr. 1066/2019 og 12. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014.
Óheimilt er að nota flúoraðar gróðurhúsalofttegundir með hnatthlýnunarmátt upp á 2500 eða meira til að þjónusta eða viðhalda kælibúnaði með áfyllingarstærð upp á 40 tonn af jafngildiseiningum koltvísýrings eða meira.
Bannið gengur ekki í gildi fyrr en 1. janúar 2030 fyrir endurunnar og endurnýttar flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem notaðar eru til að viðhalda eða þjónusta kælibúnað sem er þegar í notkun, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar.13. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014, sbr. reglugerð nr. 1066/2019.
Tryggja skal að starfsfólk og fyrirtæki sem þjónustar búnað sem inniheldur flúoraðar gróðurhúsalofttegundir hafi til þess gilda vottun. 7. og 8. gr. reglugerðar nr. 1066/2019.
Rekstraraðili skal tryggja að kerfið sé lekaleitað innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í 4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014, sbr. reglugerð nr. 1066/2019.4. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014, sbr. reglugerð nr. 1066/2019.
Rekstraraðila kælikerfis ber að hindra leka flúoraðra gróðurhúsalofttegunda.
Verði vart um leka skal viðgerð fara fram án tafar.
Ef gert er við búnaðinn vegna leka skal lekaprófa hann aftur innan mánaðar til að tryggja að viðgerðin hafi heppnast.41. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 3. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014, sbr. reglugerð nr. 1066/2019
Lekagreiningarkerfi skal vera til staðar á kerfum sem innihalda 500 tonn jafngildiseininga koltvísýrings eða meira af flúoruðum gróðurhúsalofttegundum.
Rekstraraðili skal sjá til þess að lekagreiningarkerfið sé skoðað með minnst 12 mánaða millibili til að tryggja að það virki sem skyldi.5. gr. reglugerðar (ESB) nr. 517/2014, sbr. reglugerð nr. 1066/2019
Rekstraraðili skal hafa reglulegt eftirlit með rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun eða losun efna út í umhverfið. Rekstraraðili skal skrá upplýsingar um eftirfarandi atriði og skulu skráningar vera aðgengilegar eftirlitsaðila:
magn og tegund flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem eru settar upp,
magn flúoraðra gróðurhúsalofttegunda sem er bætt við í uppsetningu, við viðhald eða þjónustu eða vegna leka,
hvort magn uppsettra flúoraðra gróðurhúsalofttegunda hefur verið endurunnið eða endurnýtt, ásamt heiti og heimilisfangi.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, efnalög nr. 61/2013,
reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni,
byggingarreglugerð nr. 112/2012,
reglugerð 1040/2016 um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH),
reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna,
reglugerð nr. 1066/2019 um flúoraðar gróðurhúsalofttegundir.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir starfsmannabústaði. Starfsmannabústaður er varanlegt húsnæði, sem ætlað er til svefns, matar og daglegrar dvalar starfsfólks í tengslum við atvinnustarfsemi. 830/2022 Viðauki 914/2002, 7. gr.
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. 941/2002 13. gr. 830/2022 6. gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. 941/2002
, 3. og 14. gr. 830/2022 6.gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. 830/2022, 6. gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. 830/2022, 7. gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið.
830/2022, 11. gr.
2. Húsnæði, lóð og búnaður
Fyrirtækið virði það skipulag og nýtingu lóðar sem samþykkt hefur verið af byggingaryfirvöldum. 112/2012.
Húsnæði skal vera vel viðhaldið. Um starfsmannabústaði gilda sömu ákvæði og um íbúðarhúsnæði að svo miklu leyti sem við á. 941/2002, 14. og 25. gr.
Lóð skal vera snyrtileg og vel viðhaldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát.
941/2002 14. gr. 112/2012 6.12.6. gr.
Fara skal eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar vegna öryggisþátta. 941/2002 14. gr.
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. 941/2002 14. gr.
Húsnæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. 941/2002 14. gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. 737/2003 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. 941/2002 14. gr. 536/2001.
Húsnæði skal hafa að lágmarki eitt íbúðarherbergi, fullbúna baðaðstöðu og eldunaraðstöðu með nauðsynlegum búnaði og vera aðskilið frá óskyldri starfsemi. 941/2002, 14. og 25. gr.
Í hverju rúmi í svefnrými skal vera dýna, a.m.k. 2m á lengd og 80 cm breið. 941/2002, 25. gr.
Starfsmannabústaðir fyrir 4 aðila eða færri skulu uppfylla almennar kröfur um íbúðarhúsnæði samkvæmt byggingarreglugerð. 941/2002, 25. gr.
Þegar starfsmannabústaðir eru fyrir 5 eða fleiri skal að auki vera til staðar að minnsta kosti eitt 18m² herbergi til tómstunda og félagsstarfa. Að auki gilda ákvæði 2.7 til 2.10.
941/2002, 25. gr.
Ef ekki er um íbúð að ræða, skal vera handlaug í hverju herbergi ef ekki er þar snyrting. 941/2002, 25. gr.
Það skal að minnsta kosti vera eitt salerni og ein baðaðstaða fyrir hverja 10 íbúa. Salernisrými skal vera loftræst með opnanlegum glugga eða vélrænni loftræstingu. Gerð salerna skal að öðru leyti vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. 941/2002, 15. og. 25. gr.
Þvottahús skal vera á staðnum. 941/2002, 25. gr.
Aðgangur skal vera að sérstakri loftræstri ræstiaðstöðu og skolvaski. Þar skal vera nægilegt geymslurými fyrir ræstiáhöld og efnavöru. 941/2002, 14. gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin reglulega eða oftar eftir þörfum. Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um skriflega hreinlætisáætlun. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. 941/2002 11. og 14. gr.
Húsnæði og frágangur þess skal vera þannig að þrif séu auðveld. 941/2002 14. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008
5. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Lög nr. 93/1995.
6. Öryggi og slysavarnir
Sjúkrakassi skal vera aðgengilegur í híbýlum. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Þar sem búast má við umgengni barna skulu lyf og hættuleg efni geymd í læstri hirslu. Efnavara skal merkt á fullnægjandi hátt. Öryggisleiðbeiningar fyrir hættuleg efni skulu vera aðgengilegar. 941/2002, 37. gr.
Vatnskerfi skal vera þannig að ekki sé hætta á húðbruna almenns notanda. Uppfylla skal kröfur um öryggi vatns í samræmi við byggingarreglugerð. Vatnshiti á ekki að fara yfir 43°C á töppunarstað. Rgl.nr. 941/2002 14. gr., 112/2012 14.5.10 gr.
7. Umhverfismál
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002 14. gr.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli,
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum.
Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. 941/2002, XVII. kafli Lög nr. 7/1998
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 536/2011 um neysluvatn.
Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn starfsskilyrði fyrir mengandi starfsemi. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Olíugeymar skulu vera í olíuheldum þróm eða staðsettir á öruggan hátt á olíuheldu plani með afrennsli í samþykkta olíuskilju. Olíuáfyllingar skulu fara fram á áfyllingsplani sem er tengt olíuskilju. Afla þarf leyfis byggingarfulltrúa og heilbrigðisnefndar fyrir frágangi, staðsetningu og stærð olíugeyma. Sama gildir um frágang á áfyllingarplani og olíuskilju. Samkvæmt reglugerð um atvinnurekstur nr. 884/2017.
Staðsetja skal ílát undir fljótandi mengandi efnavöru, þ.m.t. olíuefni, í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef olíuefni eru geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra. (Nánar í 5. grein reglugerðar skráningarskyldum atvinnurekstri nr. 798/1999 5. gr., 884/2017 43. gr., 50 gr. 809/1999 7. gr.)
Þar sem hætta er á að fljótandi efnavara, olíur og olíuefni fari niður ber að hafa til reiðu búnað til upphreinsunar, s.s. blautsugu, olíumottur, tvist, sag eða annan ísogsbúnað. Rgl.nr. 798/1998 5. gr., 884/2017 63. gr
Rekstraraðili skal tryggja að ryk og fok á jarðefnum frá lóð og starfsemi valdi ekki ónæði eða tjóni utan lóðarmarka með því m.a. að:
Hráefnislager (sandur, möl o.s.frv.) skal geyma í aðgreindum og afskermuðum hólfum. Efnislager skal ekki vera hærri en veggir utan um hólfin. Ef þörf krefur skal nota vatn eða samþykkt rykbindiefni til að lágmarka rykmyndun frá efnishaugum.
Fínefni (t.d. sement) skal eingöngu geyma í lokuðum efnissílóum eða í lokuðum geymslum.
Hafa akstursleiðir, bílaplön og geymslusvæði með bundnu slitlagi til að auðvelda hreinsun.
Skipuleggja reglubundin þrif á akstursleiðum, geymslusvæðum og plönum, þannig að sem minnst óþægindi og mengun vegna ryks stafi frá þessum svæðum.
Á stöðinni sé aðgengilegur búnaður til dekkjaþvotta fyrir steypu- og vöruflutningabifreiðar og önnur þungavinnutæki. Reglugerð nr. 788/1999, 787/1999, 920/2016.
2. Fráveita
Fráveituvatn frá steypustöð, allri þvottaaðstöðu fyrir búnað, tæki og bifreiðar, endurvinnslustöð, akstursleiðum í kringum steypustöð og öðrum þeim stöðum þar sem líkur eru á sementsríku vatni, skal leitt eftir atvikum í sandfang, setþró eða annan búnað með sambærilega virkni áður en það fer í fráveitu sveitarfélags eða í annan móttaka í samræmi við lóðarskilmála. Fyrirkomulag fráveitu skal bera undir heilbrigðisnefnd til samþykktar. Rgl.nr. 798/1999
Rekstraraðili skal leitast við að lágmarka vatnsnotkun í starfseminni til að draga úr álagi á fráveitukerfi og viðtaka. Rgl.nr. 550/2018
Lágmarka skal eins og kostur er notkun á hættulegum eða umhverfisskaðlegum efnum s.s. við hreinsun tækja og steypumóta. Velja skal umhverfisvænni efni þar sem þess er kostur. Rekstraraðili skal halda ítarlega skrá yfir efnanotkun sem sé aðgengileg í eftirliti. Rgl.nr. 550/2018
3. Úrgangur
Rekstraraðili skal leita leiða til að endurvinna og endurnýta afgangssteypu. Rekstraraðili skal skila úrgangssteypu, sem ekki er unnt að endurvinna, og ónýtum steypueiningum til viðurkenndra söfnunar- eða móttökustöðva fyrir úrgang. Geymsla á úrgangsefnum á lóð skal halda í lágmarki. Reglugerð nr. 737/2003 11.gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur.
Reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði.
Reglugerð 1040/2016 um skrá yfir úrgang og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs.
Reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi.
Reglugerð nr. 788/1999 um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna og
reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Samræmd starfsskilyrði vegna hollustuhátta, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 8. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
1. Almenn ákvæði og gildissvið
Starfsskilyrði þessi gilda fyrir tannlæknastofur. 830/2022 Viðauki
Starfsskilyrðin gilda aðeins í húsnæði sem tilgreint er við skráningu og hlotið hefur staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins. Rgl. nr. 941/2002, 14. gr.
Óheimilt er að hefja skráningarskyldan atvinnurekstur fyrr en skráning hefur farið fram, skráningargjald greitt og rekstraraðili fengið senda staðfestingu. Rgl. nr. 830/2022, 3. gr.
Ef um annan skráningar- eða starfsleyfisskyldan rekstur er að ræða samhliða, gilda um það viðeigandi skráningar- eða starfsleyfisskilyrði. Rgl. nr. 941/2002, 13. gr. 830/2022, 6.gr.
Rekstraraðili ber ábyrgð á rekstri fyrirtækis að öllu leyti, þar með talið að lögum, reglum og almennum kröfum sem eiga við um starfsemina sé fylgt, sem og kröfum í starfsskilyrðum. Rgl. nr. 941/2002, 3. og 14. gr. 830/2022, 6.gr.
Staðfesting á skráningu skal vera sýnileg með áberandi hætti á starfsstöð. Rgl.nr. 830/2022, 6.gr.
Rekstraraðila ber að skrá upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á skráningarskyldri starfsemi með hæfilegum fyrirvara á vefsetrinu island.is. Óheimilt er að gera breytingar á starfsemi fyrr en rekstraraðili hefur greitt breytingargjald og fengið senda staðfestingu um breytta skráningu. Rgl.nr. 830/2022, 7.gr.
Rekstraraðili skal afskrá starfsemi sína á vefsetrinu island.is þegar starfsemi er hætt.
Hafi rekstraraðili ekki afskráð starfsemi sína og starfsemin er sannarlega ekki lengur starfandi eða ef starfsemi fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi er hlutaðeigandi heilbrigðisnefnd heimilt að afskrá starfsemina þegar lögbundinni málsmeðferð er lokið. Rgl.nr. 830/2022, 11.gr.
2. Húsnæði, lóð og búnaður
Húsnæði skal vera snyrtilegt og vel við haldið. Við húsnæðið skal vera viðurkennt sorpílát. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr. 112/2012 6.12.6. gr
Húsnæði skal vera aðskilið frá óskyldum atvinnurekstri eða íbúðarhúsnæði. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Húsanæðið skal vera rúmgott, bjart, hæfilega hitað og loftræst á fullnægjandi hátt. Heitt og kalt vatn skal vera til staðar. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Rými sem ætluð eru til tannviðgerða/aðgerða skulu vel aðgreind og þannig útbúin að ekki verði hætta á mengun á milli rýma. Rgl.nr. 941/2002, 49.gr.
Sérstök handlaug með fljótandi handsápu, gerlaeyði og einnota handþurrkum eða handþurrkum á rúllu skal vera í eða í tengslum við meðferðarými. Rgl.nr. 941/2002, 49.gr.
Útbúnaður og aðstaða skal vera til dauðhreinsunar áhalda. Rgl.nr. 941/2002, 49.gr.
Aðstaða til almennrar hreinsunar áhalda og dauðhreinsunar áhalda skal vera vel aðgreind. Rgl.nr. 941/2002, 49.gr.
Gámum og öðrum ílátum undir úrgang skal haldið heilum og þrifalegum. Rgl.nr. 737/2003, 17. gr.
Aðgangur skal vera að neysluvatni, um gæði þess gilda ákvæði reglugerðar um neysluvatn. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr. 536/2001
Gólf, veggir, loft og annar samsvarandi húsbúnaður skal vera gerður úr eða klæddur efni sem auðvelt er að þrífa. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr.
Loftræst ræstiaðstaða með skolvaski skal vera til staðar á hverri hæð eða rekstrareiningu. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr.
Gera skal ráð fyrir kældri og læstri sorpgeymslu fyrir sóttmengaðan úrgang og spilliefni eftir því sem við á.
Viðskiptavinir skulu hafa greiðan aðgang að fullbúinni snyrtingu. Um fjölda snyrtinga er vísað í fylgiskjal 2 í reglugerð um hollustuhætti. Handlaug með heitu og köldu vatni og tilheyrandi hreinlætisbúnaði skal vera til staðar ásamt ruslafötu með loki. Salernisklefar og anddyri skulu vera úr eða klædd efni sem auðvelt er að þrífa.Þar sem skilrúm salernisklefa ná ekki niður að gólfi og upp að lofti skulu salernisrými vera aðgreind fyrir konur og karla. Gerð salerna skal að öðru leyti vera i samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Rgl.nr. 112/2012, 6.8.4 gr. 941/2002, 15. gr.
Fatahengi skal vera fyrir yfirhafnir viðskiptavina. Rgl.nr. 941/2002, 14.gr.
3. Hreinlæti og þrif
Húsnæði og öll aðstaða skal þrifin daglega eða oftar eftir þörfum. Hreinlætisáætlun skal vera skrifleg. Allsherjarhreingerning eða málun skal fara fram eftir þörfum. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Loftræsikerfi skal hreinsa og þjónusta reglulega. Þjónustuhandbók eða samsvarandi leiðbeiningar fyrir loftræsikerfi skulu vera aðgengilegar fyrir eftirlitsaðila. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 14. gr.
Ekki má hleypa hundum, köttum eða öðrum dýrum inn í húsnæðið nema að fenginni undanþágu frá ráðherra. Rgl.nr. 941/2002, 19. gr.
Fara skal að ákvæðum laga um tóbaksvarnir. Um notkun rafretta fer samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lög nr. 6/2002, lög nr. 87/2018. gr. 12.
4. Sóttvarnir
Starfsmenn skulu ástunda fullnægjandi handþvott. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Ávallt skal hreinsa, sótthreinsa og dauðhreinsa tæki og búnað með viðeigandi efnum og aðferðum. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Nota skal hrein áhöld og búnað við hvern viðskiptavin. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Nota skal dauðhreinsuð tæki og áhöld í vefi fólks og einnota dauðhreinsaðan búnað þar sem því verður við komið og viðhafa fyllstu smitgát. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Margnota áhöld sem snerta eða fara í gegnum húð viðskiptavinar skulu dauðhreinsuð og hreinsuð eins fljótt og auðið er. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Ílát undir blandað sótthreinsiefni skal vera með þéttu loki. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Dauðhreinsibúnað skal athuga reglulega og prófa með sporprófum eða álíka viðurkenndum aðferðum. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Dauðhreinsuð áhöld skal geyma í lokuðum umbúðum eða ílátum og haldið aðgreindum frá óhreinum áhöldum. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Fara skal eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins um hreinsun, sótthreinsun og dauðhreinsun áhalda eftir því sem við á. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu í starfsleyfi um innra eftirlit í starfsemi þar sem smithætta er fyrir hendi eða sérstakra öryggisráðstafana er þörf. Rgl.nr. 941/2002, 11. og 49. gr.
Fyrir hvern viðskiptavin skal eftir því sem við á nota hreinar hlífar s.s. úr taui eða einnota pappírshlífar. Þvott skal þvo við a.m.k. 60°C. Rgl.nr. 941/2002, 49. gr.
5. Hávaði
Um hávaða gildir reglugerð um hávaða. Rgl.nr. 724/2008.
6. Matvæli
Um matvæli gilda lög nr. 93/1995 um matvæli með áorðnum breytingum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Lög nr. 93/1995.
7. Umhverfismál
Aðkoma og lóð skulu vera hrein og snyrtileg og uppfylla almenn öryggissjónarmið. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Frágangur fráveitu skal vera fullnægjandi. Fara skal að ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp eftir því sem við á. Rgl.nr. 798/1999.
Frágangur sorpíláta skal vera fullnægjandi, þau heil, hrein og meindýraheld. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr.
Þar sem tannsilfur er notað eða tannsilfursfyllingar eða tennur, sem innihalda slíkar fyllingar, eru fjarlægðar skulu sjá til þess að stofurnar séu búnar amalgamskiljum til að halda eftir og safna saman amalgamögnum. Rgl.nr. 640/2022, 8. gr.
Amalgamskiljum skal viðhaldið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda til að tryggja mestu mögulegu getu til að halda eftir amalgamögnum. Rgl.nr. 640/2022, 8. gr.
Allur amalgammengaður úrgangur telst til spilliefna og skal skilað til viðurkenndrar móttökustöðvar fyrir spilliefni. Tannlæknar skulu tryggja að þeir sem meðhöndla og safni amalgamúrgangi þeirra sem eru mengaðar af tannsilfri hafi tilskilin starfsleyfi til meðhöndlunar og flutnings úrgagns. Kvittanir fyrir förgun skal geyma í a.m.k. fjögur ár og ber og ber að sýna þær eftirlitsaðila, óski hann þess. Rgl.nr. 640/2022, 8. gr.
Spilliefnum þ.m.t. amalgam, framköllunarefni, festiböð, lyfjaafgangar, nálar og oddhvass úrgangur skal safnað, þau geymd og flutt í þar til gerðum umbúðum til viðurkenndra móttökustöðva. Kvittanir fyrir skilum skulu aðgengilegar eftirlitsaðilum. Rgl.nr. 737/2003, 806/1999.
Lyf og hættuleg efni skulu geymd í læstum hirslum. Efnavara skal merkt á fullnægjandi hátt. Öryggisleiðbeiningar fyrir hættuleg efni skulu vera aðgengilegar. Rgl.nr. 61/2013, 16. gr og 32. gr 888/2015.
Leitast skal við að nota umhverfisvæn efni til þrifa o.þ.h. þar sem því verður við komið og forðast óþarfa notkun á efnavöru. Rgl.nr. 941/2002, 14. gr
Leitast skal við að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu úrgangs. Rgl.nr. 737/2003.
8. Eftirlit
Heilbrigðisnefnd fer með eftirlit með starfsemi rekstraraðila.
Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftir hvert eftirlit tekur eftirlitsaðili saman skýrslu.
Tíðni eftirlits skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur. Rgl.nr. 941/2002, XVI. kafli, 830/2022., 8. gr. lög nr. 7/1998, XIV. kafli,
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku. Lög nr. 7/1998, 62.gr
Heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um innra eftirlit vegna starfseminnar. Rgl.nr. 941/2002, 9. gr.
Heilbrigðisnefnd getur sett fram kröfur sem ekki koma fram í skilyrðum þessum, en þó ávallt í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og almennra krafna sem eiga við um starfsemina.
9. Valdsvið, viðurlög og þvingunarúrræði
Rekstraraðili ber að fylgja fyrirmælum viðkomandi heilbrigðisnefndar um kröfur og starfshætti sem varða hollustuhætti. Nefndin getur beitt þvingunarúrræðum skv. XVIII. kafla reglugerðar nr. 941/2002 og XVII. kafla laga nr. 7/1998 ef frávik verða frá skilyrðum.
Þá getur heilbrigðisnefnd upplýst Umhverfisstofnun um frávik þar sem kemur til að beita stjórnvaldssektum, sbr. XIX. kafli laganna. Rgl.nr. 941/2002, XVII. kafli. Lög nr. 7/1998.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 830/2002 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um, hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn.
Reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Reglugerð nr. 640/2022 um kvikasilfur.
Reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).
Efnalög nr. 61/2013
Lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.
Lögum nr. 93/1995 um matvæli.
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 724/2088 um hávaða.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Mengunarvarnir
Beita skal góðum starfsháttum til að fyrirbyggja mengun vatns og sjávar. Beita skal bestu aðgengilegu tækni (BAT) til að fyrirbyggja mengun vatns, sjávar og lofts hafi hún verið skilgreind. 550/2018
Rekstraraðila er skylt að sjá um að á öllu athafnasvæðinu sé gætt fyllsta hreinlætis. Vélar og tæki, hráefni, úrgangur og annað það er starfseminni tilheyrir og er vistað í húsnæði eða á lóð rekstraraðila skal þannig frá gengið að ekki valdi óþrifum eða óþægindum fyrir nágranna. Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæðið girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum umbúðum utandyra er óheimil. 737/2003 16. og 18. gr.
Fráveita skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp. Um fyrirkomulag og staðsetningu hreinsivirkja frárennslis skal fara samkvæmt fyrirmælum bygginganefndar og heilbrigðiseftirlits. Á fráveitu fyrirtækisins skal vera viðeigandi mengunarvarnarbúnaður, s.s. síur, ristar, olíuskilja, sandskiljao.þ.h. í samræmi við eðli og umfang starfseminnar. 798/1999
Iðnaðarskólp sem losað er í fráveitu sveitarfélags skal forhreinsað af mengandi efnum (s.s. fitu, próteinríku frárennsli og forgangsefnum). Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu.
Markmiðið skal vera að:
vernda heilsu starfsfólks sem vinnur í tengslum við safnræsi og hreinsistöðvar,
tryggja að safnræsi, skólphreinsistöðvar og tengdur búnaður verði ekki fyrir skemmdum,
tryggja að starfsemi skólphreinsistöðvarinnar og hreinsun skólps verði ekki fyrir truflunum,
tryggja að skólp hreinsistöðva spilli umhverfinu ekki alvarlega eða komi í veg fyrir að viðtaki uppfylli aðrar kröfur reglugerðar nr. 798/1999 og
tryggja að hægt sé að farga seyru á öruggan hátt.
798/1999, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka 7.gr., 26. gr. og C-liður í viðauka I.
Olíuskiljur, sandskiljur og fituskiljur skal hreinsa með reglubundnum hætti af aðilum sem hafa starfsleyfi eða skráningu til þess að flytja úrgang til förgunar eða meðhöndlunar á móttökustað. Þess skal gætt að losa ekki fitu- og/eða olíuleysanleg efni í gildrurnar til að tryggja virkni þeirra. Fitu- og olíuskiljur skulu uppfylla kröfur í stöðlum ÍST EN 858-1 og ÍST EN 858-2 fyrir olíuskiljur og ÍST EN 1825 fyrir fituskiljur. 798/1999, 796/1999 og 737/2003
Seyru skal tæma reglulega úr rotþróm af aðilum sem hafa til þess starfsleyfi og flytja á móttökustað sem hefur starfsleyfi til förgunar og/eða meðhöndlunar seyru til endurnýtingar í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru.
Iðnaðarskólp sem inniheldur lífræn efni skv. lista III í viðauka reglugerðar nr. 798/1999 og er losað í eigin fráveitu skal hreinsað með tveggja þrepa hreinsun eða sambærilegri, áður en því er veitt í viðtaka, nema heilbrigðisnefnd kveði á um annað í samræmi við reglugerð um fráveitur og skólp (þ.e. minni eða ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa). Um losun annarra mengandi efna gilda ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 eftir því sem við á. Leitast skal við að koma hreinu vinnsluvatni (ríkt af næringarefnum) og ofanvatni í annan farveg en fráveitu s.s. settjarnir eða endurnýtingu. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera:
Set eða útfellingar.
Þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir).
Olía eða froða.
Sorp eða aðrir aðskotahlutir.
Efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
798/1999, 7. gr. og 25. gr. Fylgiskjal 1A, 796/1999 fylgiskjal B og C og listar I, II, III og IV í viðauka I.
Takmarka skal loftmengun frá starfsemi eins og kostur er. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki ónæði eða óþrifum utanhúss eða óþægindum í nærliggjandi starfsstöðvum vegna loftmengunar eða lyktar. Rgl.nr. 787/1999 5., 9. og 21. gr. og rgl. nr. 941/2002 14. og 18. gr.
Stefnt skal að lágmörkun úrgangs hjá rekstraraðila. Rekstraraðili skal flokka og endurnýta úrgang eins og kostur er. Úrgangur sem ekki nýtist skal annaðhvort fluttur til endurnýtingar annars staðar eða til förgunar og spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðsvæði rekstraraðila. Sorphirslur og ílát undir úrgang sem staðsett eru utanhúss skulu vera lokuð og standast kröfur heilbrigðisnefndar. Spilliefnum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. 737/2003 og rgl. nr. 806/1999
Um meðhöndlun á aukaafurðum dýra fer eftir reglugerð nr. 674/2017, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1069/2009.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að hreinsibúnaði og úrgangi. Ávallt skulu þó slíkar ráðstafanir vera í samræmi við lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. 941/2002 11. gr. og rgl. nr. 737/2003 16. og 17. gr.
Eftirlit, rekstur og viðhald kæli- og frystibúnaðar skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun og haldin skal dagbók um allt sem viðkemur viðhaldi og rekstri kælimiðla. Fara skal eftir leiðbeiningum frá heilbrigðisnefnd og Umhverfisstofnun um kælimiðla. 970/2013
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefnum eða úrgangsefnum, skal tafarlaust gera ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018 55. gr.
Þegar um er að ræða nýbyggingu, meiriháttar breytingar eða stækkanir á húsnæði rekstraraðila þá skal gera aðstöðu til að hægt sé að taka sýni úr inn- og útrennsli í hreinsivirkjum. Ef niðurstöður mælinga sýna að mengun er yfir losunar- eða umhverfismörkum, skal gera ráðstafanir til úrbóta, t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. Óheimilt er að þynna fráveituvatn til að ná losunarmörkum. 798/1999 og rgl. nr. 550/2018
Óheimilt er að þrífa ílát og kör utandyra. 737/2003 og rgl. nr. 798/1999
Allt hráefni skal geymt í lokuðum geymslum. Athafnasvæði rekstraraðila skal lagt bundnu slitlagi og geymslusvæði girt af eftir þörfum. Geymsla á óhreinum körum og kössum utandyra er óheimil. 737/2003 17. gr
Um rekstur kælikerfa er vísað í starfsskilyrði um rekstur kælikerfa þar sem notuð eru kælikerfi sem innihalda flúoraðar gróðurhúsalofttegundir eða ósoneyðandi efni og þjónusta við þau kerfi. 1066/2019
Ef mengunaróhapp verður, s.s. leki hættulegra efna eða slys í meðhöndlun á hráefni eða úrgangsefnum, skulu tafarlaust gerðar ráðstafanir til að stöðva útbreiðslu efnanna og hreinsa upp það sem þegar hefur lekið niður. Fylgja skal viðbragðsáætlun þar sem við á. 550/2018
2. Losunarmörk og sýnitaka
Þar sem iðnaðarskólpi er veitt í fráveitu sveitarfélags skal fylgja þeim losunarmörkum sem heilbrigðisnefnd setur fyrir fráveitukerfi sveitarfélagsins (viðeigandi hreinsun, eins þreps, tveggja þrepa eða ítarleg hreinsun).
Viðeigandi hreinsun
Fráveituvatn skal hreinsað með viðurkenndum hreinsibúnaði í samræmi við kröfur heilbrigðisnefndar til að uppfylla gæðamarkmið í fylgiskjali 1A við útrás sveitarfélags (fráveituvatn frá rekstraraðila má ekki valda því að við útrás sjáist: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun - hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun - hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun - þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999, 3.14. gr. Fylgiskjal 1A 3.14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Losunarmörk fyrir iðnaðarskólp sem er veitt í eigin fráveitu fara eftir kröfum reglugerðar um fráveitur og skólp um hreinsun á skólpi. Losunarmörk fara eftir viðtaka sem skólp er losað í og magni skólps.
Viðeigandi hreinsun - hreinsa skal skólp þannig að gæðamarkmið í fylgiskjali 1A sé náð. Við útrásir þar sem fráveituvatn er leitt í viðtaka sem ekki njóta sérstakrar verndar má hvergi vera: Set eða útfellingar, þekjur af rotverum (bakteríur og sveppir), olía eða froða, sorp eða aðrir aðskotahlutir eða efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi.
Eins þreps hreinsun - hreinsun þar sem BOD5-gildi skólps er lækkað um að minnsta kosti 20% áður en það er losað og heildarmagn svifagna í skólpi er lækkað um að minnsta kosti 50%.
Tveggja þrepa hreinsun - hreinsun þar sem BOD5 er lækkað um 70-90% og COD um 75% áður en skólp er losað í viðtaka.
Ítarleg hreinsun – þar sem fram fer tveggja þrepa hreinsun og að auki skal heildarstyrkur fosfórs lækkaður um 80% og köfnunarefnis um 70-80%.
798/1999 Fylgiskjal 1A 14. gr. Tafla 1 í viðauka I. Tafla 2 í viðauka I.
Ef vart verður við að mengun sé yfir umhverfismörkum eða ef önnur óæskileg mengunaráhrif vegna starfseminnar koma í ljós skal rekstraraðili, í samráði við heilbrigðisnefnd, gera ráðstafanir til úrbóta t.d. að draga úr losun eða bæta hreinsibúnað. 550/2018 og sbr. fylgiskjal 1 og 2 með rgl. nr. 798/1999
Rekstraraðili skal mæla sýrustig (pH) og hitastig (°C) í fráveituvatni frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisnefnd áskilur sér rétt til að láta framkvæma frekari mælingar og gert kröfu um síritandi/rauntíma mælingar á þessum þáttum. Niðurstöður skulu aðgengilegar eftirlitsaðila í rauntíma. Senda niðurstöður mælinga til heilbrigðisnefndar.
3. Innra eftirlit
Rekstraraðili skal starfrækja innra eftirlit með starfseminni. Skrá skal á skilvirkan hátt og geyma upplýsingar um:
Afstöðumynd af stöðinni sem sýnir m.a. frárennslislagnir og hreinsivirki sem kunna að vera til staðar, og safna skal upplýsingum um breytingar, viðhald og tæmingu þeirra.
Skráningar á innvegnu magni hráefnis.
Viðhald og tæmingu hreinsivirkja sem eru til staðar.
Gerð kæli- og frystikerfa sem notuð eru í ásamt viðhaldi búnaðarins, sbr. ákvæði í starfsskilyrðum fyrir rekstur kælikerfa.
Meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. magn og gerð.
Skrá skal öll mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim.
Kvartanir og/eða athugasemdir sem berast vegna starfseminnar og viðbrögð rekstraraðila við þeim. 550/2018, 8. og 57. gr
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,
reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns,
reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs,
reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp,
reglugerð nr. 787/1999 um loftgæði,
reglugerð nr. 724/2008 um hávaða,
reglugerð nr. 799/1999 um meðhöndlun seyru,
reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og
reglugerð nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins, reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Samræmd starfsskilyrði vegna mengunarvarna, skv. 5 gr. reglugerðar um skráningarskyldan atvinnurekstur nr. 830/2022, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, með síðari breytingum.
Rekstraraðila ber ávallt að uppfylla skilyrði þessi og almenn skilyrði. Einnig skal tryggja að starfsemi hans sé í samræmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerða settar samkvæmt þeim.
1. Umgegni á lóð
Óheimilt er að geyma lausamuni s.s. bílflök, ónýtar vélar og vélahluti og annan úrgang á lóð þannig að snúi að almannafæri, valdi fok- eða slysahættu eða hættu á mengun í jarðveg. Reglugerð nr. 737/2003, 16.gr.
Búnaði eða lausamunum sem tilheyra rekstri eða bíða viðgerðar skal komið snyrtilega fyrir á umráðasvæði fyrirtækisins. Geymslusvæði á lóð skal skerma af þar sem við á. Reglugerð nr. 737/2003.
2. Mengunarvarnir
Loftræstingu frá vinnslurými skal þannig háttað að hún valdi ekki fólki í nærliggjandi húsakynnum og vegfarendum óþægindum eða heilsufarslegri áhættu vegna lyktar, mengunar eða hávaða. Afsog frá vinnslurými skal leitt upp fyrir þakbrún og hærra ef þörf krefur eða hreinsað á viðunandi hátt. 724/2008, rgl. nr. 550/2018 52. gr. og rgl. nr. 787/1999 5. gr. og 9. gr.
Vélum og öðrum tækjum sem mikill hávaði (þung högg) stafar frá skal komið fyrir á púðum eða með öðrum þeim hætti sem tryggir að hávaði valdi ekki óþægindum í aðliggjandi húsnæði. rgl. nr. 724/2008.
Geyma skal hættuleg efni og spilliefni í lokuðum ílátum og á þann hátt að ekki sé hætta á að þau berist út í jarðveg eða fráveitu. Eiturefni, s.s. flúrsýru, skal geyma í merktum, læstum og loftræstum skáp. 806/1999 8. gr., rgl. nr. 415/2014 og lög nr. 61/2013
Staðsetja skal ílát undir fljótandi mengandi efnavöru, þ.m.t. olíuefni og úrgangsolíu, í þróm eða lekabyttum innandyra eða tryggja á annan hátt að innihaldið berist ekki í niðurföll. Ef olíuefni eru geymd utandyra skal það vera í skýli eða á annan þann hátt sem heilbrigðisnefnd samþykkir. Eftir atvikum getur heilbrigðisnefnd gert kröfu um árekstrarvarnir við skýli utandyra. 550/2018 56. gr.
Starfsskilyrðin eiga sér m.a. stoð í eftirfarandi lögum og reglugerðum með síðari breytingum:
Lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir
Lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs
Efnalög nr. 61/2013
Reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Reglugerð nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Reglugerð nr. 806/1999 um spilliefni.
Reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.
Reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH).
Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Þjónustuaðili
Umhverfisstofnun