Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjálfvirk ákvarðanataka, gerð persónusniðs og persónuvernd

Nánar um gerð persónusniðs

Persónusnið verður til þegar persónuupplýsingar eru unnar á sjálfvirkan hátt til að meta ákveðna þætti er varða hagi einstaklings, einkum að greina eða spá fyrir um þætti er varða frammistöðu hans í starfi, fjárhagsstöðu, heilsu, smekk, áhugamál, áreiðanleika, hegðun, staðsetningu eða hreyfanleika. Upplýsingunum er oft safnað frá mismunandi stöðum og raðað saman í ákveðið mynstur sem eiga að kortleggja einstaklinginn.

Það þarf að fylgja persónuverndarlögunum við gerð persónusniða og sá sem vinnur með upplýsingarnar á að fræða viðkomandi einstakling um að hann ætli sér að búa til persónusnið um viðkomandi.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820