Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjálfvirk ákvarðanataka, gerð persónusniðs og persónuvernd

Hvenær er sjálfvirk ákvarðanataka leyfð?

Sjálfvirk einstaklingsmiðuð ákvarðanataka er aðeins heimil með samþykki einstaklings eða þegar hún forsenda þess að unnt sé að gera eða efna samning eða þegar heimild er fyrir henni samkvæmt lögum.

Sem dæmi um slíkar heimildir í lögum má meðal annars nefna:

  • Til að fylgjast með og koma í veg fyrir svindl og skattsvik í samræmi við reglur, staðla og tilmæli opinberra stofnana.

  • Til að tryggja öryggi og áreiðanleika þjónustu sem ábyrgðaraðili veitir.


Þegar ein af þessum þremur undantekningum á við, verða líka viðeigandi ráðstafanir að vera til staðar til að vernda réttindi einstaklinga og frelsi.

Einstaklingar eiga alltaf rétt á að:

  • Fá mannlega íhlutun

  • Koma sjónarmiðum sínum á framfæri

  • Fá útskýringu á ákvörðuninni

  • Mótmæla ákvörðuninni

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820