Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Mannauðsstefna

Markmið okkar er að fá til starfa, efla og viðhalda mannauði sem nauðsynlegur er til að stofnunin nái að uppfylla tilgang sinn og markmið. Við viljum skapa jákvætt starfsumhverfi og styðja við starfsfólk. Við viljum skapa eftirsóknarverðan vinnustað sem laðar að sér hæft og metnaðarfullt starfsfólk.

Gildi Vinnumálastofnunar eru virðing, fyrirmyndarþjónusta og áreiðanleiki og leggjum við áherslu á að vinna starfsmanna og framganga endurspegli þau gildi.

Mannauðsstefna Vinnumálastofnunar skiptist niður í þrjá hluta:

Mannauður

Virðing

Velferð

Mannauður

Ráðningar

Við viljum tryggja að í hvert starf sé ráðinn hæfasti umsækjandinn í samræmi við lög og reglur. Við leggjum okkur fram um að ráðningarferlið sé vandað, faglegt og gegnsætt og efli faglega ímynd stofnunarinnar.

Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum með markvissum hætti og vandaðri nýliðaþjálfun, og þannig að nýir starfsmenn aðlagist hratt og vel í nýju starfi.

Stjórnendur eru meðvitaðir um mikilvægi hvatningar og endurgjafar og beita henni markvisst og reglulega.

Starfskjör

Launakjör eru ákveðin í kjarasamningum og taka jafnframt mið af einstaklingsbundnum þáttum í stofnanasamningum milli Vinnumálastofnunar og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Starfslok

Við vöndum til viðskilnaðar vegna starfsloka hver svo sem ástæða þeirra er.

Starfsþróun og fræðsla

Að starfsmenn viðhaldi og þrói þekkingu og faglega hæfni þannig að stofnunin sé ávallt tilbúin að veita fyrirmyndarþjónustu.

Starfsmannasamtöl skuli fara fram með reglubundnum hætti og eigi sjaldnar en einu sinni á ári og ásamt einstaklingsbundinni þróunaráætlun.

Starfsþróun og fræðslustefna

Virðing

Jafnrétti og fjölbreytileiki

Starfsfólk okkar skal hafi jöfn tækifæri til þess að axla ábyrgð og sinna verkefnum óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Við skuldbindum okkur til þess að vinna að jafnréttismálum, hafa frumkvæði í þeim og sýna þannig samfélagsábyrgð. Til þess að hjálpa okkur að ná þessum markmiðum þá vinnum við eftir jafnlauna- og jafnréttistefnu sem er yfirfarinn og endurbætt reglulega í takt við ríkjandi áherslur í samfélaginu. Sérstök jafnréttisstefna skal vera til.

Jöfnuður og inngilding

Við leggjum áherslu á að skapa umhverfi án aðgreiningar þar sem fjölbreytileiki, jöfnuður og inngilding er höfð í fyrirrúmi.

Markmið okkar er að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu og að skapa umhverfi þar sem fjölbreytileiki, jöfnuður og inngilding er höfð í fyrirrúmi. Hjá Vinnumálastofnun skulu einstaklingar enn fremur fá greidd sambærileg laun fyrir sömu og jafn verðmæt störf.

Jafnlaunastefna

Jafnréttisstefna

Velferð

Einelti og EKKO

Það er öllum í hag að skapa aðstæður á vinnustað þar sem öllum líður vel, mikilvægt er að eiga opin samskipti og vera með skýrar reglur. Vellíðan og heilbrigði starfsmanna er lykill að góðu og heilbrigðu vinnusamfélagi.

Það er stefna okkar að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu kurteisi og virðingu í samskiptum og leitast við að starfsmenn myndi sterka liðsheild og að samskipti einkennist af hreinskiptni, stuðningi og virðingu. Allt starfsfólk Vinnumálastofnunar á rétt á því að líða vel á sínum vinnustað. Það á að vera öruggt á vinnustaðnum og ekki sæta einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni né ofbeldi (EKKO) af neinu tagi. Vinnumálastofnun líður ekki þannig hegðun. Til þess að fyrirbyggja ofangreinda hegðun þá erum við með eineltisstefnu og viðbragðsáætlun í eineltismálum sem við framfylgjum og endurskoðum árlega.

Eineltisstefna

Viðbragðsáætlun um tilkynningu EKKO

Öryggi og vellíðan

Okkur er annt um að starfsumhverfi okkar sé heilbrigt, traust og öruggt. Við viljum að starfsmenn okkar geti aðlagað vinnuaðstöðu sína að sínum þörfum, að aðbúnaður, loftgæði og öryggisbúnaður séu til fyrirmyndar og eftir stöðluðum kröfum. Þá er kappkostað við að starfsmenn upplifi sálfélagslegt öryggi sem stuðlar að vellíðan og vexti í starfi. Í því tilliti er mikilvægt að fylgjast með líðan og viðhorfum og eru reglulegar starfsánægjukannanir og snerpusamtöl notaðar ásamt því að stofnunin hefur sértaka aðgerðaráætlun til að grípa til aðgerða sé þess talin þörf.

Öryggisstefna

Heilsa og viðvera

Við viljum bjóða uppá eins mikinn sveigjanleika er lítur að vinnutíma og jafnvægi vinnu og einkalífs eins og kostur er án þess að það komi niður á þjónustustigi stofnunarinnar. Við viljum stuðla að almennri vellíðan og góðri heilsu, hvort sem er andlegri, líkamlegri eða félagslegri og hvetjum og styðjum við að starfsmenn leggi rækt við eigin heilsu og ástundi heilbrigt líferni.

Heilsa, vellíðan og viðvera

Fjarvinna

Til að leggja okkar af mörkum til að skapa betra jafnvægi milli vinnu og einkalífi starfsfólks er sérstök fjarvinnustefna til þar sem boðið er upp á einn dag í viku í fjarvinnu.

Fjarvinnustefna

Mannauðsstefna Vinnumálastofnunar er samþykkt af forstjóra og yfirstjórn stofnunarinnar og ber mannauðsstjóri í umboði þeirra ábyrgð á stefnunni. Stefnuna skal endurskoða á tveggja ára fresti og ber mannauðsstjóri ábyrgð á því að sú endurskoðun fari fram. Stefnan er birt á ytri vef Vinnumálastofnunar og Upplýsingasíðu mannauðs (innri vefur).

Samþykkt

14. nóvember 2024