Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Fjarvinnustefna

Vinnumálastofnun vill bjóða starfsfólki sínu upp á fjölbreytt starfsumhverfi og sveigjanleika til að auðvelda samræmingu vinnu og einkalífs. Auk tímasparnaðar og aukins sveigjanleika dregur aukin fjarvinna úr kolefnisfótspori vegna ferða til og frá vinnu og hefur þ.a.l. jákvæð samfélagsleg áhrif.

Með stefnu um fjarvinnu vill Vinnumálastofnun leggja sitt af mörkum til að:

  • Auka starfsánægju.

  • Bjóða upp á fjölbreyttara starfsumhverfi.

  • Stuðla að auknum sveigjanleika í starfi og betra jafnvægis milli vinnu og einkalífs.

  • Spara tíma starfsfólks vegna ferða í og úr vinnu.

  • Rík áhersla lögð á að nýta fjarfundi milli landa og landshluta, eftir því sem kostur er.

  • Draga úr kolefnisspori vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu. Meginreglan er sú að starfsmenn geti unnið einn dag í viku í fjarvinnu óski þeir eftir því.

Meginreglur

Meginreglan er sú að starfsmenn geti unnið einn dag í viku í fjarvinnu óski þeir eftir því.

  • Fjarvinna er ekki skýlaus réttur starfsmanns og yfirmanni heimilt að láta starfsmenn vera á starfsstöð alla daga vikunnar ef aðstæður og verkefni krefjast þess. Þó skal leita leiða til að slíkt heyri frekar til undantekninga þannig að allir sem óska eftir að vinna í fjarvinnu einn dag í viku geti átt kost á því.

  • Starfsmaður sem óskar eftir að vinna í fjarvinnu skal ráðfæri sig við næsta yfirmann með góðum fyrirvara um hvaða dagar eru áætlaðir í fjarvinnu.

  • Yfirmaður þarf að samþykkja fjarvinnu fyrirkomulag starfsmanna og er heimilt að breyta því í samráði við starfsmann. Starfsmaður skal öllu jöfnu vera til taks frá kl. 09:00 – 16.00 eða á helstu fundartímum.

  • Starfsmaður skal hafa kveikt á myndavél meðan á fjarfundi stendur sé sá möguleiki fyrir hendi.

Nánar um fjarvinnu

Ákvörðun um fjarvinnu skal alltaf tekin í samráði við næsta yfirmann og skal upplýsa hvaðan unnið verður hverju sinni til að auðvelda skipulag og yfirsýn.

Góð samskipti eru undirstaða árangursríkrar samvinnu. Stjórnendur skipuleggja reglulega teymisfundi en allt starfsfólk fyrirtækisins ber ábyrgð á að eiga góð samskipti, jafnt við þá sem eru á starfsstöð og þá sem eru í fjarvinnu.

Vinnumálastofnun útvegar starfsfólki viðeigandi tækjabúnað, ef þörf er á, til afnota í fjarvinnu. Allur búnaður, sem Vinnumálastofnun útvegar er eign Vinnumálastofnunar. Minnt er á mikilvægi þess að ef unnið er í fjarvinnu gilda sömu reglur um öryggi gagna. Það þarf að tryggja að aðrir hafi ekki aðgang að gögnum með því t.d. að fylgjast með því sem er á tölvuskjá. Ávallt skal læsa tölvu þegar farið er frá og ekki skal skilja eftir búnað sem notaður er til að hafa aðgang að kerfum og gögnum fyrirtækisins. Að öðru leyti gilda sömu starfsreglur og væri starfsmaður á vinnustaðnum.